Farbann

hefur margsannað sig að vera máttlaust úrræði hér á landi. Einhverju þarf að breyta. Eins lítið refsiglöð og ég er þá veit ég þó að á öllum reglum eru undantekingar. Menn sem ráðast með ofbeldi á aðra eru með eitthvað sérstakt innræti og teljast seint meinlausir menn. Nú eru þessir "kappar" sem réðust að lögreglumönnum á Laugavegi lausir en í farbanni.

Farbann hefur reynst vera lélegt úrræði, við sjáum það á umræðum undanfarinna vikna þegar menn í slíku banni hafa bara brokkað úr landi án eftirmála. Pólsk yfirvöld framselja ekki eigin þegna en það gerum við ekki heldur þannig að ekki getum við rifist yfir því.

Allar líkamsmeiðingar eru alvarlegt mál en sýnu verra er þegar ráðist er að lögreglumönnum við störf, þið munið...þessir í búningunum á skítakaupinu ! -

Nú hef ég haft talsvert að lögreglunni að segja, bæði opinberlega og óopinberlega þrátt fyrir að ég sé ein löghlýðnasta persóna sem til er. Málið er einfalt, ef allir væru eins leiðinlegir og fyrirsjáanlegir og ég þá mætti leggja löggur niður !

Oft varð ég að sækja stráka sem löggur voru að geyma og oft var Himminn minn í þeirra vörslu. Hann bar þeim alltaf vel söguna utan einu sinni. Þegar hann ók eins og óður maður um götur borgarinnar og þeir á eftir. Mamman skammaði hann náttlega (eins og að skvetta vatni á gæs) og hann beið eftir að mamman drægi andann og sagði þá ; veistu mamma mín, þetta er í fyrsta sinn sem löggan er vond við mig ! Þá var mamman búin að ná andanum aftur og spurði með nokkrum þjósti hvort honum fyndist það verulega furðulegt ! ,,Nei " sagði hann og ég heyrði brosið í gegnum símann. Svo var það mál útrætt en það var fyrir þetta sem hann sat inni sitt síðasta sinn.

Það er einfaldlega ekki lögreglunni að kenna þegar maður er hirtur fyrir afbrot. Það verður náttlega að gera þá kröfu á þá að þeir misnoti ekki vald sitt. Mín reynsla af lögreglunni hefur verið góð . Mér finnst að þeir eigi að fá almennilegt kaup og góðan aðbúnað....það má hækka laun þeirra umtalsvert og þá má líka auka kröfurnar. Núna hefur verið hallæri hjá lögreglunni, þeir hafa orðið að tefla fram nemum í auknum mæli og jafnvel svo að áhöfn bíls hefur verið alfarið mönnuð nemum í stað þess að hafa einn reyndan og einn nema eins og heppilegast er. Menn flýja þetta starf enda er ekki hægt að bjóða fjölskyldunni upp á hugsjónir í kvöldmatinn.

Jæja farin að hugsa um eitthvað annað....

Kvíða fyrir handboltaleiknum í dag eða eitthvað Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mín reynsla af lögreglunni er akkúrat á hinn veginn. SLÆM!! Þeir misnota vald sitt út og suður, eru engan veginn starfi sínu vaxnir enda ekki við góðu að búast þar sem yfirvaldið er eins og hér!

Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 08:31

2 Smámynd: Ragnheiður

Öh já...ég er nánast eingöngu að tala um Reykjavæikurlögregluna...rosalega munaði samt litlu að sýslinn hjá þér kæmist áfram í Útsvari í gær

Ragnheiður , 19.1.2008 kl. 08:53

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er sammála Hrönn.......slæm reynsla. 

Þeir geta haft fasteignamat á borðum. 

Anna Einarsdóttir, 20.1.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband