Dagurinn er í dag

sem ég hugsa. Ég fór að hugsa þegar ég las hjá einni vinkonu minni, hún er að hafa áhyggjur af því að hún sé að velta sínum vanda yfir á aðra sem kannski kljást við stærri sorgir.

Fólk hefur stundum sagt þetta við mig, æj afhverju er ég að íþyngja þér með þessu, þú hefur nóg með þig!

Málið er að ég hef ekkert einkaleyfi á sorginni. Það lifir hver maður í sínum eigin raunveruleika og ég er þess ekki umkomin að dæma sorg annars sem léttvægan í samanburði við mínar raunir. Það er engin sorg léttvæg. Það sem kvelur einn er nóg til að setja þann aðila í kerfi, hver er þá ég að dæma það sem ómerkilegt ?

Við erum öll löngu búin að læra að lífið er ekki áfallalaust, öðru nær. Ég hafði ekki val um hvort ég vildi þessi sorgarspor en ég get að sumu leyti valið hvað ég geri við þau. Mín leið var að sýna ykkur þau. Sumir gætu sagt athyglissýki og þá glotti ég og aðrir sem þekkja mig. Ég er svona kona á bakvið tjöldin, það fer nákvæmlega ekkert fyrir mér. Þetta varð mín leið. Hún dugði reyndar ekki ein og ég mun þurfa að taka fleiri skref áður en ég verð eitthvað lík mér gömlu sjálfri.

Ekki hlífa mér við ykkar sorgum vegna þess að þið teljið þær léttvægar, mér finnst gott að láta dreifa huganum. Ég vil ekki festast í sorgarsporunum þó ég sjái að ekkert verður eins og áður.

Hérna er ég bæði með (í höfundarboxi) með emailið mitt og msn ið mitt. Þið megið nota það ef ykkur finnst þið þurfa þess.

Bara ekki setja mig á stall sem einhvern töffara,það er ég ekki. Ég er mamma Himma. Í gegnum lífið hef ég öðlast nokkurt vit á málefnum fíkla og fanga, hef líka bílaáhuga ef það dugar fyrir einhvern og áhuga á hundum hehe....

Það sem ég hef hins vegar ekki vit á er hárgreiðsla, förðun og tíska...bara sorrý. Sumt hefur komið til vegna ofnæmis en annað vegna áhugaleysis á málefninu.

Klús inn í daginn....ég verð nokkuð mikið upptekin í dag og næ kannski ekki að svara neinum neinsstaðar...en ég kem aftur, ég kem alltaf aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

  "klús" inn í daginn þinn kæra Ragga mín, þú ert gull af manni (konu)   

Guðrún Jóhannesdóttir, 23.11.2007 kl. 13:54

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Þínar áhyggjur og sorgir eru ekki minni en mínar áhyggjur og sorgir. Þetta eru orð sem ég hef oft sagt við fólk, þó sérstaklega foreldra barna inni á Barnaspítala. Foreldrar ræddu oft áhyggjur sínar yfir veikindum barna sinna við mig og næstum alltaf þegar fólk komst að því hversu lengi við höfðum verið og hvað væri að Hugin þá fór fólk að afsaka sig yfir því að vera að kvarta yfir því að barnið þeirra væri "bara" með sprunginn botnlanga eða sýkingar og sjúkrahúsdvölin væri bara nokkrir dagar. Málið er í þessu dæmi að barnið var veikt. Það skipti ekki máli hvað var að því, það var veikt og vissulega hefur foreldrið áhyggjur. Fólk varð og er oft hissa á þessum orðum mínum.

 Gangi þér vel í dag sem og alla aðra daga hvort sem þeir eru bjartir eða ekki.

Fjóla Æ., 23.11.2007 kl. 14:12

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Veit hvað þú meinar. Og ég er svo sammála þér. Sorgir eins gera annarra ekki léttvægari. En við getum lært svo margt af hvert öðru og ef það hjálpar að fara í Pollýönnu leik og geta þannig séð eigin sorgir yfirstíganlegri þá er það bara gott mál. Þegar upp er staðið dílar hver við sitt á sinn hátt.

Var þetta of ruglingslegt? Allavega... klús Ragga mín.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.11.2007 kl. 15:29

4 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Rétt er það að öll eigum við sorgir og erfiðleika sem við þurfum að yfirstíga, við eigum líka öll val um að þroskast og nýta okkur þungu skrefin til að styðja okkur og deila með öðrum. Það er mikilvægt fyrir alla sem lenda í raunum að finna samhug og að það er einhver annar sem þekkir þetta af eigin raun, þar er hvatningu að finna.

Ég líkt og þú hef fengið þann lærdóm í lífinu að fylgja fíklum og föngum og er nokkuð vel að mér í þeim málaflokki en á mér jafnframt önnur áhugamál. mér finnst gott að lesa góða bók og enn betra að liggja í sófanum og hlusta á indíjána hugleiðsludiskinn minn

Það er ýmislegt sem ég hef ekki áhuga á eins og fótbolti og formúlan.

En ég veit að við eigum öll rétt á að skapa okkur gott líf og það gerum við eftir því sem okkur þykir best.

Njóttu lífsins kona ég vona að þú eigir margar gleðistundir framundan og þakka þér fyrir að deila þínum skrifum hér í þeim hef ég fundið hvatningu

Kristín Snorradóttir, 23.11.2007 kl. 17:22

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Klús í daginn og knús frá mér.

Bjarndís Helena Mitchell, 23.11.2007 kl. 17:31

6 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Knús elsku Ragnheiður  Það verður gaman að sjá hvort að barnið hjá Sollu komi á morgunn 24 nóvember en ég var að spá því um daginn

Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.11.2007 kl. 20:12

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegust eins og alltaf. Það eru mikil sannindi í þessu hjá þér kona góð

Ég er mikil áhugakona um tísku (svo yfirborðskennd ekkað) svo ég gæti tekið að mér að ræða við áhugasama

Annars eru þetta erfiðir dagar hjá mér núna, svona frekar, þetta er tíminn sem er mér í svo fersku minni vegna Arons.  Einhvernveginn léttir mér alltaf þegar 4. des. er að baki.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 20:25

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er alveg sammála þér..... hver hefur sinn kross að bera, en hins vegar er mjög gott að heyra frásagnir annarra þá sér maður sínar eigin sorgir oft í öðru ljósi og þær verða stundum einhvernvegin léttbærari.

Og Ragga skítt með meiköp og herdú, það er manneskjan sem skiptir aðalmáli... og af skrifum þínum að dæma, ertu heilsteypt kona með sterka réttlætiskennd og risastórt hjarta

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.11.2007 kl. 20:55

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ragga mín, það hafa verið forréttindi að kynnast þér. Þú ert bæði góð og skilningsrík manneskja og það sem þú hefur skrifað hér og leyft okkur að fylgjast með, hefur allaveg gert mig víðsýnni á mörgum sviðum. Sorgin hefur heimsótt okkur mörg og mikið er gott að eiga svona góðan hóp til að tjá sig við.  Þín sorg er mikil og yndislegt að fá að vera í hópi þeirra sem hafa reynt að fylgja þér og hjálpa. Ég veit að það kemur sá dagur sem ég þarf á styrk frá þér að halda og það gleður mig að vita að ég verð aldrei ein, á hverju sem gengur.  Takk fyrir skrifin þín elsku vinkona.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 21:03

10 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

knús og kram

Bergdís Rósantsdóttir, 23.11.2007 kl. 22:31

11 Smámynd: kidda

Sofðu vel, mikið, rétt og rótt í alla nótt.

Knús og klús

kidda, 24.11.2007 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband