Jæja

stundum hissast ég á asnalegustu hlutum. Áðan var umfjöllun um hlerunarbúnað sem löggi laumaði á bíl manns. Manns sem búinn að með sína afplánun en það er efni í annan pistil. Það sem sló mig útaf laginu var einfaldlega þetta ; maðurinn fann búnaðinn þegar hann gat ekki opnað skottið á bifreiðinni sinni. Eins og ég skildi það þá var það búnaðurinn þess valdandi að skottið opnaðist ekki. Jæja strákar og stelpur í löggunni, nú er að skella sér að hraðnámskeið í því hvernig fela á slíkan búnað. Mér skilst að það sé hver að verða síðastur, það á að þrengja heimildir fyrir slíku eftirliti.

Óboj...ekki myndi ég vilja vera löggan sem ætti að fylgjast með ferðum mínum.

13.40 Kelling í sófa

15.12 Kelling á klói

18.10 Kelling bakvið eldavél (Anna skilur þennan og þeir sem hafa komið hingað)

18.30 Kelling á horfa á fréttir

23.30 Kelling andvaka

01.45 Kelling andvaka

03.02 Kelling andvaka

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kidda

Lærir löggan ekkert í sjónvarpinu

Þessir liðir kl. 1.45 og 3.02 heyra vonandi sögunni til, fékkstu ekki eitthvað við svefninum hjá doksa?

Er Solla ekki komin með beina verki í dag?

Knús og klús

kidda, 22.11.2007 kl. 20:10

2 Smámynd: Ragnheiður

Jú fékk eitthvað hjá lækni en þá breytist þetta bara í

Kelling sefur

kelling sefur

Engir beinir verkir held ég

Ragnheiður , 22.11.2007 kl. 20:17

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

LOL. Nú skellti ég upp úr. Þegar þú setur þetta svona upp... nei, ég vildi ekki vera sú lögga

Jóna Á. Gísladóttir, 22.11.2007 kl. 20:22

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2007 kl. 20:31

5 identicon

Hehehehehe, góð, já þér tækist örugglega að svæfa það "stake out patrol"

Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 21:24

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þetta frekar andstyggilegar fréttir.  Og það er eiginlega löngu komin tími á að herbjörn fari í laaaangt frí. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2007 kl. 22:05

7 identicon

Ég veit ekki alveg í hvað þjóðfélagið okkar vill breytast. Eina réttlætingin sem ég hugsnalega sé fyrir einhverju svona er að nota það sem fælingardæmi t.d. gagnvart kynferðisafbrotamönnum. Það væri þá gert þannig að viðkomanid væri tilkynnt að fylgst yrði með honum kerfisbundið með búnaði. En þessi aðferð finnst mér glötuð.

Sá "big brother is watching you" sem hefði fylgst með mér í dag hefði þurft að vera mikill jafnréttissinni því að ég var í dag á 3ja tíma fundi um jafnréttisáætlun stofnunarinnar sem ég vinn við.

BTW: Uppgötvaði að þrátt fyrir bloggsamskipti í langan tíma erum við ekki formlega í bandi, bæti þar úr, verð é ekki samþykkt?

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 22:20

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

hahaha

Huld S. Ringsted, 22.11.2007 kl. 22:38

9 Smámynd: Ragnheiður

Alveg snarlega mín kæra..takk þið hin fyrir ykkar innlegg. Þessi pistill var meira settur upp sem grín en ég skil hvað þið hin eruð að segja.

Ragnheiður , 22.11.2007 kl. 23:35

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona bara að þú sofir í nótt og enginn reyni að hlera þig.  Góða nótt.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 00:27

11 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Hahahahahahahahahahahahaa,eitt er víst ekki vildi ég vera lögreglumaðurinn sem ætti fengi það verkefni að njósna um þig.

En að öllu gamni slepptu þá gæti þetta orðið til þess að lögreglumenn yrðu í spæjaraleik allann daginn,ekki gott mál,sofðu vel skís.

Magnús Paul Korntop, 23.11.2007 kl. 00:50

12 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hahaha Ekki var búnaðurinn gæfulegur heldur.

Bjarndís Helena Mitchell, 23.11.2007 kl. 08:05

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir að kíkja til mín með fallegu orðin kveðja til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 23.11.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband