Þetta er ekki að virka

sjá frétt hérna neðar sem afrituð er að vef Rúv. Menn eru frekar forhertir og laus höndin við þessar aðstæður. Fyrst hvolfa menn í sig brennivíni og halda þar með að þeir séu miklir kappar. Aka svo niður annan hvern dauðan hlut í borgarlandinu (sem betur fer þó ekki fólk) enn sannfærðir um að þeir séu kappar hinir mestu. Næsta hugmynd er að lemja löggurnar fyrir að voga sér að skipta sér af þessum snillingum, enda í grjótinu að sofa úr sér. Þvílíkar mannvitsbrekkur......Næstu helgi vona ég að þessir snillingar finni sér viðfangsefni sem hæfir þeirra þroska !

Skömmu eftir klukkan 3 í nótt ók drukkinn maður á umferðarljós á gatnamótum Bústaðavegar og Grensásvegar. Hann lét það ekki stöðva sig og hélt áfram á móti umferð eftir Grensásvegi. Þar missti hann stjórn á bílnum og endaði á strætóskýli. Þegar hann var kominn á slysaseild vegna minniháttar áverka tók hann upp á því að ráðast á lögreglumenn og lækna og var settur í fangageymslu.

 

Um þjúleytið ók annar ölvaður maður á stjórnkassa fyrir umferðaljós við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar með urðu  umferðarljósin á einum stærstu gagnamótum borgarinnar óvirk. Vitni sáu mann fara út úr bílnum og hlaupa í átt að Kringlunni. Þar náðu lögreglumenn honum á hlaupum. Hann veittist að laganna vörðum og fékk því að gista í fangageymslu.

-----------------------------------------------------

Las skrilljón komment hjá Jenný um bókargarminn þarna um strákana tíu. Hausinn var lagður af stað í þriðja hring þegar ég var búin að lesa þetta allt. Ég skil samt báðar fylkingarnar en hefði kosið að fólk bæri gæfu til að vinna sínum málstað stuðnings á kurteisari máta. Svoleiðis myndi umræðan skilja meira eftir sig.

Ég vakti (eins og bjáni)allt of lengi frameftir í gærkvöldi. Steinar var að vinna og venjulega þegar svoleiðis er þá telja hvuttar heima að ekki megi fluga reka við í hverfinu án þess að þeir hafi eitthvað um málið að segja. Þetta endaði með því að Lappa var komið fyrir í búrinu sínu á ganginum en við Keli sváfum á venjulegum stöðum. Keli steinsvaf þá enda varðhundurinn Lappi ekki sífellt að vekja hann.Stundum segi ég við þá að ég búi til úr þeim lúffur ef þeir hætti ekki þessu veseni. Þeir vita ekkert hvað það er og hætta ekki neitt. Eitt er þó gott, það læðist enginn heim að mínu húsi með misgjörðir í huga.

Í morgun þegar ég fór í vinnuna þá sá ég keflvískan leigubíl koma sunnan að. Hann var allur klakabrynjaður að framan og það setti að mér hroll. Ég vann lengi eingöngu næturvaktir á stöðinni og ég vissi vel hvað gerst hafði þá í nótt. Menn eru oft ekki komnir á vetrardekkin þegar fyrsta hálkan kemur og flýja heim í hópum. Eftir situr stöðin, hálflömuð, og reynir að afgreiða það sem flesta viðskiptavini með bíla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brrrrrrr mér er kallt, og veturinn er kominn, hjá leigubílum og hjá mannfólkinu.  Þegar maður les þessar fréttir þá finnst mér að það eitthvað meira en lítið að í djammsál Íslendinga.  Þetta er ekki mjög öguð hegðun, svo ég taki nú ekki dýpra í árinni.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2007 kl. 10:10

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

 það er þreytandi þetta fólk sem drekkur sig útúr heiminum og lætur svo öllum illum látumt og stofnar sjálfum sér og öðrum í hættu ,eigðu góðan dag

Katrín Ósk Adamsdóttir, 28.10.2007 kl. 10:31

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Knús og gangi þér vel í dag, skvís

Bjarndís Helena Mitchell, 28.10.2007 kl. 10:51

4 identicon

Sumir kalla þetta að skemmta sér. Skemmtun í mínum huga er annað en við erum ekki öll eins.Ég er komin á loftbólu-vetrardekk og svolítið síðan bíllinn fór í ábyrðar-vetrarskoðun hjá Honda og er eins klár fyrir veturinn og hægt er. Þá er bara að vona að ég standi mig. Það er kalt og hvítt úti birrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:07

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég var í góðu yfirlæti í heimahúsi í gærkvöldi. Þegar ég kom út þurfti ég að skafa harðan snjó af bílnum og spólaði svo heim til mín. Einhvern veginn kom þessi 1. hálkudagur vetrarins aftan að mér eins og öll önnur ár. ég virðist oft gleyma á hvaða landi við búum.

Jóna Á. Gísladóttir, 28.10.2007 kl. 11:09

6 Smámynd: kidda

Vissi að ég átti að láta mig hafa það að fara í Bónus í gær það var ekki beint hlýlegt í morgunn að líta út. 

Þegar þessir varðhundar okkar taka upp á því að vernda okkur fyrir hverju sem er Mín passar lóð nágrannans eins vel og okkar lóð, 
við vitum alveg hvenær einhverjir koma þangað. Hvort sem það er köttur eða mannfólk.

Hafðu það gott í dag

Knús og klús

kidda, 28.10.2007 kl. 11:49

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mikið held ég að þetta blessaða fólk sé óhamingjusamt.
Það gæti ekki látið svona öðruvísi.
'Eg er kannski ekki dómbær á þetta tal um negrastrákana, en ein lítil spurði mig af hverju er þessi bók eitthvað öðruvísi en aðrar bækur,
ég útskýrði fyrir henni neikvæðu hliðina á henni,
en hún sagði bara, "NÚ og lyfti öxlum"
Held ekki að börnin séu með fordóma.
það kemur þá frá þeim fullorðnu eins og allt sem börnin segja.
Já það er gott að hafa varðhund Ragga mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2007 kl. 13:24

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ þá er betra að vera bara heima og hygge sig.  Eða taka leigubíl.  Það er enginn trygging fyrir því að maður aki ekki niður manneskju í svona ástandi, og þau sár gróa seint.  Ekki vildi ég lifa með það á samviskunni að hafa drepið saklausan vegfaranda. 

Þetta með negrastrákana, ég er hlutlaus í því máli, veit bara ekki hvað mér finnst í því máli svei mér þá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2007 kl. 15:35

9 identicon

Talandi um snjó.. hvernig heldurðu að það hafi verið að vakna með þennann ófögnuð í garðinum hjá sér, og þurfa að fara út að skafa... brrrr....   knús á þig Ragga mín.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 21:43

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hér á Skaganum var nú bara sól og blíða ... en prinsinn þurfti reyndar að skafa þegar hann fór út. Knús í bæinn, sofðu rótt!

Guðríður Haraldsdóttir, 28.10.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband