Sinfónían og fyrsti vetrardagur

og Eyjólfur landsliðsþjálfari hættur,kjötsúpa á Skólavörðustíg. Þetta voru þessir toppar í kvöldfréttum RÚV. Sérstaklega fannst mér gaman að sjá sinfóníuhljómsveitina spila á náttfötunum fyrir börnin,það var auðvitað barn sem stakk upp á því.

Græni eðalvagninn kom af verkstæðinu í gær. Frúin var nú ekki ánægð með vin sinn og Askja leit á hann í morgun. Ég taldi nokkuð víst að græni minn væri með ónýtan mótorpúða enda víbrar hann nokkuð í lausagangi. Það stemmdi og báðir mótorpúðarnir eru orðnir mjúkir sem talið er hægt að rekja til þessa þunga höggs sem bíllinn fær. Annað asnalegt vandamál hrjáir hann líka, það er alls ekki hægt að kveikja á útvarpinu. Það var í ágætu lagi áður en þetta kom allt til. Þeir fundu ekki hvað veldur þessum furðulegheitum hjá Öskju og þetta þarfnast nánari skoðunar við. Ég vil fá bílinn jafngóðan til baka og trúið mér, frú Ragnheiður er smámunasöm með bílinn sinn ! Hins vegar er bifreiðin stórfalleg og hægt að mæla með verkstæðinu sem sá um viðgerð hans. Verkið er þeim til sóma.

Bestu þakkir til þeirra sem tóku áskorun og birtu kvörtun mína um myndbirtingar á slysavettvöngum.

Ég veit að það eru nokkuð margir sem lesa síðuna mína, einn lesandi kom mér þó á óvart. Viðkomandi bað mig um að sýna sér hvernig á að kveikja á kerti fyrir Himma. Ég gerði það. Næsta kvöld sá ég að viðkomandi hafði kveikt sjálfur á kerti, aleinn. Ég brosti hringinn og hrósaði viðkomandi fyrir dugnaðinn. Þá glotti karlinn minn og viðurkenndi að þegar ég hélt að hann væri að skjóta kúlur í stóru tölvunni inni þá var hann að lesa blogg konu sinnar...hehe. Hann er náttlega flottastur og bestur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús og kvitt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 20:29

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Æ...já, ég ætla að drífa mig og birta þetta sem þú skoraðir á fólk að gera...þar sem ég hef upplifað þetta sjálf, þó það séu mörg, mörg ár síðan...

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2007 kl. 20:50

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér fannst líka frábært að sjá sinfóníuna á náttfötunum (flesta)...það varð eitthvað svo kósý stemning sem maður hreinlega fann í gegnum skjáinn...

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2007 kl. 20:51

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér fannst svo krúttlegt að þessi stutta skyldi skrifa þeim.  Ein af dætrum mínum skrifaði blöðunum stöðugt þegar við bjuggum úti í Svíþjóð og þeir birtu reglulega eftir hana.  Hún vildi barnafréttatíma, fræðslu um ólíka menningarheima og ég veit ekki hvað og hvað.  Svo endaði hún sem lögfræðingur blessunin (dæs) Hahahaha.

Þeir leyna á sér þessi karlar Ragga mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 21:19

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta var frábært framlag hjá sinfóníunni.
Flott að vera smámunasamur með það sem maður á.
Mér þykir það leitt, en ég kemst ekki inn á neinar svona síður eins og kertasíðuna. Fæ bara error ég veit, það er búið að segja mér það að ég eigi gamla tölvu, svo ég verð bara að sætta mig við þetta í bili.
Ljós og orkukveðjur, þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2007 kl. 21:36

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Auðvitað er karlinn drullustoltur af spússu sinni.   

Anna Einarsdóttir, 27.10.2007 kl. 21:53

7 Smámynd: Ragnheiður

hehe já og ég fattaði ekki neitt. Svona er maður mikill sauður stundum á heimavelli hehehe

Ragnheiður , 27.10.2007 kl. 21:56

8 identicon

Sammála þessu öllu saman.

Knús á þig Ragga mín.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 22:11

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

   Þessi er fyrir ykkur tvö. 

Anna Einarsdóttir, 27.10.2007 kl. 23:15

10 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe takk Anna, þetta er alveg satt.

Ragnheiður , 27.10.2007 kl. 23:46

11 Smámynd: kidda

Leitt að heyra að sá græni sé hálfveikur ennþá, en gleðilegt að heyra að útlitið á honum sé orðið gott.

Var soldinn tíma að fatta hver þessi lesandi var þið tvö eruð heppin að eiga hvort annað að

kidda, 28.10.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband