Klumsa og þó ekki

Kannski hissa en þó ekki,á því hvernig fólk aflar sínum málstað stuðnings. Það er hnakkrifist í hverju horni út af þessari bókarskruddu þarna...og það sem fólk lætur út úr sér. Ég er klossbit. Ef ég ætlaði í alvöru að sannfæra einhvern um að mín skoðun væri sú eina rétta,hálfgerð ríkisskoðun, þá myndi ég aldrei tala niður til þess aðila sem ég væri að reyna að fá á mitt band. Ég meina kommon people, maður segir ekki svona!!

Í gegnum þau ár sem ég hef verið móðir þá hafa hin ýmsu skeið dunir yfir hjá börnum mínum. Kvenhatarafélagið varð frægt á sinni tíð, einu undantekningarnar vorum við Solla. Ef maður vogaði sér að minnast á að þeir ættu eftir að eignast kærustur sjálfir þá drundi við þrefalt oj . Þeir voru teknir í nokkra fyrirlestra á heimilinu og svo leið þetta undir lok. Annað tímabil var furðuleg dýrkun á Hitler. Móðirin reif þá inn og settist með þá alla þrjá við eldhúsborðið. Þar var haldin löng ræða og útskýrt hvað og hver Hitler var og hvað hann gerði gyðingum,fötluðum og börnum, gott ef það var ekki lesin Anna Frank líka til áhersluauka. Þegar mamma var búin með prógrammið þá blöstu við sex tárvot augu. Þetta höfðu þeir ekki haft hugmynd um. Þeir hafa ekki minnst á Hitler síðan. Þegar þeir voru orðnir umtalsvert stærri þá fór að bera á kynþáttahatri. Við ræddum málið fram og aftur en mér gekk ekki vel að koma þeim af þessu. Oft hljómuðu þeir eins og þrír þjóðernissinnar...það leið löng stund áður en mér skildist hvers vegna mér gekk ekkert að sannfæra þá. Í rödd móðurinnar var holur hljómur, hljómur rasistans sjálfs. Ég breytti um áætlun og byrjaði á sjálfri mér, skoðaði allar mínar hugsanaskekkjur ofan í kjölinn. Þess vegna segi ég, fordómarnir eru rétt neðan við skinnið á manni. Maður verður alltaf, allsstaðar að gæta sín á því að festast ekki í fordómum.

 Í gær var nokkuð rætt um konuna sem flutt var upp á land fram fyrir dómara. Dómari ákvað að dæma hana ekki í gæsluvarðhald. Gott og vel, þekki málið ekki og kemur það ekki við EN verða þeir þá ekki að skila henni heim aftur ?

Hjalti og Aníta eru að standa sig svo vel, þau geta auðvitað ekki lofað mér að tolla edrú, fíknin bíður ekki upp á slíka fullvissu. Það að þau geri eins og þau geta er nóg fyrir mig, ég sætti mig við það. Nú rekur kannski einhver upp stór augu, ég tala um þau sem eina manneskju. Það er vegna þess að þau hafa verið saman síðan 2001 og mér þykir orðið jafnvænt um hana eins og ég ætti hana sjálf líka. Hún er svo yndisleg stúlka...falleg,góð og dugleg. Mér er sannur heiður að fá að eiga hana að.

Ég er óskaplega heppin með krakkana mína og tengdabörnin mín, þetta eru allt bestu manneskjur.

Oft er talað um að sá sem öllu ræður raði hlutum saman þannig að það passi. Þegar ég átti erfitt ár, 2002, eitthvað strákabras og mamma að deyja úr krabbameini, þá eignaðist ég fyrstu barnabörnin mín. Það sem þeir voru miklir gleðigjafar mitt í öllum erfiðleikunum. Sama er uppi á teningunum núna, Solla mín er alveg komin á steypirinn og bráðum sér fjölskyldan fyrsta fjölskyldumeðliminn sem aldrei hitti Hilmar.

Einkennilegt ástand með mig annars. Fyrst eftir að Himmi dó þá missti ég sjónina þannig að ég varð að vera með gleraugun. Þetta hefur lagast. Núna hefur þetta lagast svo mikið að ég get eiginlega ekki notað gleraugun, fæ hausverk af því að nota þau.

Munið Himmaljósin.

Í kvöld hugsum við hlýlega til mannsins hennar Helgu Valdimarsdóttur, hún er hér fastur gestur á síðunni. Maður hennar veiktist í morgun. Hún er sjálf með vefsíðu og er hér bloggvinur neðarlega í þessum langa,langa lista mínum.

Góða nótt og sparið stóru orðin þar til tilefnið er orðið nógu stórt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú talar svo oft eins og frá mínu hjarta Ragnheiður.  Fólk hefur auðvitað mismunandi skoðanir á öllum mögulegum og ómögulegum hlutum.  Kúnstin er að virða skoðanir annarra þótt þær séu öðruvísi........ og sleppa persónulegu skítkasti í rökræðum.  Þar er nokkur misbrestur á, hjá sumum.

Sofðu vel mín kæra.   

Anna Einarsdóttir, 26.10.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert sú besta manneskja sem ég hef kynnst lengi.  Ljúf og góð og mannasættir. ÉG vona að sem allra, allra flestir lesi bloggin þín.  Kær kveðja héðan úr skjálftalandi. Það var einn að detta inn núna, ég er pínu smeik, svona með hnút í maganum.  Blackout 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 21:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða nóttina og takk fyrir mig

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2007 kl. 22:44

4 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Góða nótt

Katrín Ósk Adamsdóttir, 26.10.2007 kl. 23:51

5 identicon

jahá flottur pistill hjá þér móðir :) haha er frekar sáttur að hafa ekki dottið i eithvern hitler dýrkanda pakka það væri nú meiri ófögnuðurinn man ekki eftir fyrirlestrinum enn hann hefur skilað sínu :P

kær kveðja út tölvuherberginu heima hjá þér 0_o

Björn Gísli (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 08:46

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín þú kannt að lifa í kærleikanum, sjáðu til, litla ófædda barnabarnið þitt sem kemur eins og engill inn í ykkar líf,
mun að sjálfsögðu ekki sjá Hilmar, en hann mun sjá hana
og vernda, og vittu til hún mun sjá hann,
þannig er bara lífið. Þú ert frábær móðir Ragga þú tekur börnunum þínum eins og þau eru. Guð veri með ykkur.
                          Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2007 kl. 09:50

7 Smámynd: Solla

En llitla barnið mitt fær skohh að kynnast Hilmari okkar, ekki á sama hátt og við en við finnum leið til þess. Það á eftir að finna hvað Himmi frændi var góð sál, og allveg örugglega á Himmi eftir að vaka yfir litla krílinu og passa það vel.

Solla, 27.10.2007 kl. 12:57

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Solla mín barnið þitt kynnist ekki Hilmari eins og þið en ég veit að þið finnið leið til að sá þeim kærleika sem þið eigið inn hjá barninu.
Gangi þér vel Solla mín.    K.v. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband