Yndislegar

gömlu konurnar sem var verið að sýna í sjónvarpinu rétt í þessu. Þær búa á Sólvangsvegi í Hafnarfirði og voru að sýna nýjustu tísku. Sú elsta að verða 102 ára og sveif um á háu hælunum eins og drottning. Ég brosti alveg hringinn, ég hef svo gaman að svona fallegri fréttum.

Eldarnir í Californiu eru gríðarlega miklir, magnaðar náttúruhamfarir.

Nú sit ég eins og ungi í hreiðri, nánast með opinn gogginn enda ætlaði húsbóndinn að koma með mat heim. Konan fékk frí í dag og við Kelmundur sitjum saman í myrkrinu og í ullinni og bíðum bara.

Ef þið viljið sá fréttirnar þá getið þið kíkt á ruv.is .

Munið ljósasíður og afmæliskveðjur til ungrar dömu sem á afmæli í dag, dóttir Þórdísar Tinnu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já, get nú ekki labbað á hælum núna og er 45 ára..þetta boðar ekki gott hjá mér ! Hvernig ert þú á hælunum Jón Arnar ?

Já takk fyrir múmínálfaprófið í gær

Ragnheiður , 24.10.2007 kl. 19:40

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er viss um að ef ég reyki mig ekki í gröfina þá mun ég spranga um allt á háhælunum enda með meðfædda hæfileika á stultur.

Smjúts á þig og vonandi færðu gott að borða

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 19:42

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

þær voru rosalega flottar og þessi 101 árs stórkostleg sverrir sagði ha er hún 101 árs ég hélt að hún væri 64 ára ...heheh

kveðja í bæinn frá okkur 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 24.10.2007 kl. 20:04

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þær voru stórkostlegar, stelpur við bara ákveðum að verða svona flottar, ég þekki eina sem er 84 ára hún er ennþá að fara á skauta
allavega síðast þegar ég frétti, hún er vinkona hennar mömmu,
svo ég þekki vel til.
Fékkstu frí í dag ég var með allt liðið í mat í kvöld milla mín var að vinna frameftir, við hvað haldið þið, jú að skreyta búðina í jólabúning,
það eru sko að koma jól.
Kveðja til ykkar allra Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.10.2007 kl. 21:25

5 Smámynd: Ragnheiður

ég vinn vaktavinnu meðan bíllinn er ekki með og þá er ég í fríi inn á milli en vinn svo alla helgina

Ragnheiður , 24.10.2007 kl. 21:38

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mataði hann þig líka ?   

Anna Einarsdóttir, 24.10.2007 kl. 22:24

7 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Ég ætla að dansa um í slæðum og háum hælum 102 ára með stráhatt á höfði... - alveg pottþétt...

Hafðu það gott í kvöld...  

Linda Lea Bogadóttir, 24.10.2007 kl. 22:28

8 Smámynd: Ragnheiður

Hrmpf nei Anna, það er engin slík þjónusta á þessu heimili...bara skutlað í mann matnum og svo á maður að finna út úr þessu !

Ragnheiður , 24.10.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband