að vera mál...

og þið sem þolið ekki kvart og kvein verðið bara að vera annarsstaðar..Tounge

Ég hef verið í miklu basli með sjálfa mig undanfarið. Svo miklu að ég var farin að efast stórlega um geðheilsuna - urrandi á Steinar sem allir vita sem þekkja , að er alger óþarfi. Mér hefur liðið skást heima með dýrunum - ein.

Ég hef nú oft daðrað við að vera þunglynd í gegnum æfina en aldrei viljað gefa því gaum. Nú var ég farin að hugsa að líklega væri ég lekin á það stig að þurfa að banka vesældarleg upp á á geðdeildinni áður en ég gerði eitthvað sem ekki væri hægt að taka aftur. Það er óásættanlegt !

Ég hef ekki komist neitt - varla druslast í búðir. Eina kvöldvöku í Bessastaðakirkju, hlustaði þar á gospelkór Jóns Vídalíns og þar leið mér vel.

Allan tímann hef ég brotið heilann um hvað sé eiginlega að mér...ég fór í sorgarhóp aðstandenda þeirra sem fremja sjálfsvíg og hafði gott af því, var það virkilega það sem braut mig niður ? Því trúði ég eiginlega ekki - hitti dásamlegt fólk sem var í þessum hræðilegu sporum. Verst að ég hafði mig ekki í síðasta skiptið og missti af þeim þar með..*dæs*

(þetta er nú meira vælið)

Í desember fór ég til gigtarlæknisins. Hann lét mig hafa nýtt lyf vegna þess að í reglum ráðuneytisins verður einstaklingur að prufa það lyf áður en gefið er út lyfjaskírteini fyrir lyfinu sem ég var á áður. Það lyf virkaði vel fyrir mig.

Aukaverkanir af nýja lyfinu eru næstum heil bók, ég las það allt. Ég tók það samviskusamlega samt.

Ein aukaverkunin er þunglyndi og sjálfsvígshugsanir.

Í gær tók ég það ekki.

Í dag líður mér betur.

En ég er gigtarlyfjalaus. Það er vesen.

Það tók mig of langan tíma að átta mig á að ástæða þessar andlegu kramar var að ég var að taka inn meðal sem hentaði mér ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefði svo sem ekki verið neitt undarlegt þótt þú hefðir verið þunglynd eftir allt saman.Gott að samt að það var "bara"gigtarlyfið.Ég fékk nýtt lyf fyrir rúmu ári síðan og er eins og "ný".

Það er svo gott að hitta fólk sem hefur sömu reynslu þótt vond reynsla sé.

Klem frá Bergen og hlakka til að titta þig í sumar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 16:54

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eksku stelpan, vonandi lagast þetta allt. Ég er komin á gott ról og vona að það verði viðvarandi.  Er eiginlega ákveðin í að vinna áfram með sjálfa mig á þeirri braut sem ég er byrjuð á.  Sendi þér risaknús og kram frá Austurríki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2011 kl. 18:44

3 Smámynd: Ragnheiður

takk Ásthildur mín og stórt knús til baka

Ragnheiður , 30.1.2011 kl. 23:35

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Elsku Ragga mín. Ég vona að þér fari að líða betur, en þú ert ekki sú fyrsta sem ég heyr að fari í allskyns ástand við það að taka inn og lent í slæmu ástandi vegna töku á samheitalyfjum. Síðast í dag sagði tengdamóðir mín frá afleiðingum að samheitalyfjum sem hún var látin taka. Systir mín var komin á barm sjálfsvígs vegna þess að samheitalyf sem hún tók í stað sinna venjubundinna lyfja virkuðu ekki. Mér finnst þetta orðið grafalvarlegt mál. Megi sólin skína að nýju í hjarta þínu, Ragga mín. Kærleikskveðjur til þín. Silla

Sigurlaug B. Gröndal, 30.1.2011 kl. 23:48

5 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Silla mín, takk fyrir þetta. Hræðilegt að verða svona fyrir barðinu á sparnaðaraðgerðum í kerfinu.

Guð styrki systur þína til heilsu aftur.

Ragnheiður , 30.1.2011 kl. 23:57

6 identicon

Þú ert náttúrulega bara æði!

Ef þú gleymir því einhvern tímann eða ert ekki viss... bjallaðu þá bara og ég skal minna þig á það !!! :)

Íris (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 00:11

7 Smámynd: Ragnheiður

uuuu....já takk Íris mín haha

Ragnheiður , 31.1.2011 kl. 00:23

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mar á bara að znæða lýzizpillur...

Allt annað 'pillerí' er ávízun á andlegann hauzverk...

Steingrímur Helgason, 31.1.2011 kl. 00:26

9 Smámynd: Ragnheiður

Kæmist maður upp með það kæri Steini, þá væri lífið mun auðveldara. Það hefur eitthvað ruglast í samsetningunni á mér. Margt er bilað og hætt að virka meðan annað er í fullu fjöri.

Ragnheiður , 31.1.2011 kl. 01:02

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég lenti í svona lyfja rugli í fyrra, það er ömulegt..... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.1.2011 kl. 01:50

11 Smámynd: Ragnheiður

Já Jóna þetta er reglulega ömurlegt !

Ragnheiður , 31.1.2011 kl. 13:17

12 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

elsku Ragga mín þú ert æði knús og kram til þín

Guðrún unnur þórsdóttir, 31.1.2011 kl. 15:51

13 Smámynd: Ragnheiður

Takk elsku Gunna mín, þú ert æði

Ragnheiður , 31.1.2011 kl. 20:06

14 Smámynd: Sigrún Óskars

þetta er náttúrulega hræðilegt að lenda í svona "sparnaði" sem er ekki sparnaður þegar upp er staðið.

vona að nú fari allt uppá við elsku nágranni

Sigrún Óskars, 31.1.2011 kl. 20:52

15 Smámynd: Kidda

Ég tek bara samheitalyf og finn ekki fyrir neinum aukaverkunum en ég er líka heppin. Þú þarft að fá ný lyf ef þessi henta þér ekki. Hef sosum lent í því að hafa þurft að taka þrenn lyf til að finna lyfið sem hentaði.

Knús og klús

Kidda, 1.2.2011 kl. 09:38

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín ertu með liðagikt, eða?

Ég er með slitgigt á háu stigi tek bara parataps retar og svo undra vítamínin Calm, sem er fljótandi magnesíum og nýlega farin að taka D vítamín það er algjört dúndur, það kom lesning um það í nýasta heilsublaðinu, endilega lestu það.

Ég er nú svo skrítin að ég þoli ekki þessi bansettans lyf nema þau sem ég verð að hafa eins og hjartalyfin.

Við erum ekki tilraunadýr hjá þessum læknum, oft á tíðum gera þeir manni illt verra en betra að þeim ólöstuðum sem góðir eru og eru ekki á því að lyfja mann niður.

Kveðja

Milla

Knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2011 kl. 15:38

17 Smámynd: Ragnheiður

Elsku Sigrún þetta er þegar á uppleið.

Kidda ég er ekki á neinum lyfjum eins og er. Líður miklu betur.

Milla...ekki með liðagigt nei. Ég tek eitthvað lýsiscombó sem virkar ágætlega. Gráu hárin nánast hurfu meir að segja.

Hann var ekkert að gera tilraun. Það er einhver sparnaðarpési niðri í ráðuneyti sem sér eftir aurunum í lyfið sem ég var á áður. Ég get svosem keypt það, kostar 12000 skammturinn og dugar næstum í 2 mánuði.

Ragnheiður , 1.2.2011 kl. 23:37

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú mátt kvarta og kveina eins og þig lystir. Ég þoli það alveg. Og ef þér líður betur þá er það hið bezta mál.

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2011 kl. 22:01

19 Smámynd: Ragnheiður

haha takk fyrir það Hrönn mín :)

Ragnheiður , 4.2.2011 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband