hænur

Sterileseruð borg, ó borg mín borg.

Það er einmitt gaman að fjölbreyttni í umhverfinu sínu.

Hér heima eru vorin dásamleg, allir fuglarnir sem koma.

Ég er með hænur, var líka með hana en við förguðum honum. Ég reyni að leitast við að ekki sé ónæði af hænunum mínum eins og lykt. Ég set kattasand í gólfið. Ég er líka með spæni á gólfinu.

Þarna er ein kona sem kvartar. Það er víst nóg.

 


mbl.is Fær ekki að halda hænur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Vonandi átt þú betri nágranna en þessi kona

Kidda, 3.12.2010 kl. 17:55

2 identicon

Það væri best að allir ættu hænur, og þeir sem efni hafa á kæmu sér eigin gróðurhúsi. Egg gefa prótín í nægilegu magni. Nú er bæði fátækt og óeðlileg staða í verslunarmálum eins og fréttir sýna. Þjóðin á að sýna sjálfstæði og hugrekki. Breytum þessum fáránlegu lögum. Það er ekkert meira ónæði af hænum en köttum eða háværum páfagaukum!

Hænur takk! (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 18:26

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Við viljum hænur !

Ég styð hænsnabændur landsins, hvar sem þeir eru.

Anna Einarsdóttir, 3.12.2010 kl. 20:06

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Styð hænur og langar í eins og þrjár eða fjórar :)

Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2010 kl. 12:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er með hænur, meira að segja bæði íslenskar og þýskar.  Varð að láta farga hananum, því hann var með ofbeldi við aðrar hænur en sínar tvær uppáhalds.  Er að fá annan, sem verður vonandi ljúfur og góður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2010 kl. 13:18

6 Smámynd: Ragnheiður

Já hænur eru snjallar. Það er ótrúlega gaman að spá í þær.

Haninn minn var fantur við hænurnar og réðist á yngri hænurnar - það hefði líklega jafnað sig en hann hafði alltaf verið með tilburði í að hjóla í mig og þar brast þolinmæðina.

Ragnheiður , 4.12.2010 kl. 13:53

7 identicon

Ótrúleg geðvonska að kvarta yfir hænunum.Hefði skilið það er það hefði verið hani sem galaði um miðja nótt en smá kvak í hænum .Sorglegt að vera svona pirruð típa.Hænurnar eiga minn stuðning

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 17:53

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Ef ég er alveg hreinskilin þá finnst mér hanar mjög leiðinlegir - sorrý !!

Ég verð ekkert vör við hænurnar þínar Ragnheiður, en er ekki bara heimilislegt að hafa hænur í garðinum?

Sigrún Óskars, 4.12.2010 kl. 19:36

9 Smámynd: Ragnheiður

Hanar eru hundleiðinlegir :) það er bara þannig... Jú jú þær eru bara hérna í garðinum. En í girðingu samt þannig að þær fari ekki út um allt

Ragnheiður , 4.12.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband