bæði tengi og lími

Vonandi verður þetta ekki ruglingslegt hjá mér, ég ætla að setja mín innlegg á milli sem rauð. Sjáum hvernig til tekst !

 

Samþykkt var á Prestastefnu í dag, með 56 atkvæðum gegn 53, að vísa tveimur tillögum sem lágu fyrir fundinum um lagafrumvarp um breytingar á hjúskaparlögum, til biskups og kenningarnefndar kirkjunnar.

Fyrir Prestastefnu, sem nú fer fram í Vídalínskirkju í Garðabæ, lá tillaga frá 91 presti og guðfræðingi um að lýsa stuðningi við lagafrumvarp dómsmálaráðherra um að ein hjúskaparlög gildi og þannig verði afnuminn sá munur, sem felst í mismunandi löggjöf vegna hjúskapar karls og konu annars vegar og staðfestingar samvistar tveggja einstaklinga af sama kyni hins vegar.

Hér hnaut ég fyrst um í textanum, tillaga frá 91 presti og guðfræðingi. Hversu margir eru þá á móti ? Hversu margir eru prestar ?

Sagði í tillögunni að íslenska þjóðkirkjan væri í stakk búin til að stíga þetta skref með ríkisvaldinu í ljósi ítarlegrar gruðfræðilegrar umfjöllunar síðustu ára á kirkjulegum vettvangi um kirkju, kynhneigð og hjónaband.

Geir Waage, sókarprestur í Reykholti, lagði á móti fram tillögu á Prestastefnu um að beina því til Alþingis að létta af prestum Þjóðkirkjunnar umboði til þess að vera vígslumenn í skilningi hjúskaparlaga. Sagði Geir við mbl.is, að það myndi þýða, að prestar færu ekki lengur með hið lögformlega vígsluhlutverk. Fólk þyrfti þá formlega að gifta sig, t.d. hjá fógeta, en gæti eftir sem áður notið blessunar í kirkju óskaði það þess. 

Þessi tillaga hljómar afar illa í mínum eyrum. Myndi fólk gera þetta - fara til fógetans og svo í kirkjuna ? Ég held ekki

Umræða um tillögurnar hófust á Prestastefnu í morgun og voru skoðanir skiptar. Þriðja tillagan kom þá fram frá sr. Gunnlaugi Garðarsyni um að vísa hinum tveimur tillögunum til biskups og kenninganefndar kirkjunnar sem muni síðan skila áliti um málið.

Í kenningarnefnd sitja biskupar og fulltrúar presta og guðfræðideildar Háskóla Íslands. Nefndin hefur áður fjallað um staðfesta samvist og afstöðu kirkjunnar gagnvart henni.

Hver var niðurstaða nefndarinnar áður ? Eru álit þessi birt einhversstaðar opinberlega ?

© 2010 Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
Þorði ekki annað en að hafa þetta með hohoho!
Ég er kristin. Ég vil vera í samfélagi við Guð, lifandi Guð sem er í takti við mannlíf nú um stundir. Ég vil ekki einblína eingöngu á bókina, Biblíuna, enda tel ég að margt í henni eigi bara ekki við í okkar samfélagi lengur. Sumt er algilt eins og boðorðin.
Kærleikurinn :
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
 Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.
Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok. Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum. En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum.
Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.
Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.
En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband