ég er nú ekki fljótust að hugsa

en að mér læðist illur grunur. Ég held að við, almúginn, eigum að borga þetta svínarí allt.

Ég fann nefnilega nánast innheimtumann ríkissjóðs í forstofunni hjá mér áðan, að vísu í bréflíki. Honum var snarlega skúbbað upp og ég fór með hann til endurskoðandans. Endurskoðandinn brosti bara, bréf eru til þess að svara þeim glotti hann og taktu gleði þína á ný Ragnheiður ...

En svo fór ég að spá...

framtalið mitt er nánast eins og í fyrra, árið þar á undan og árið þar á undan....

Hvað vill þessi innheimtumaður ?

 

Steingrímur, viltu gjöra svo vel og fara vel með atkvæðið þitt !


mbl.is Nauðungaruppboðum ekki frestað frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

G'oð

Ásdís Sigurðardóttir, 26.4.2010 kl. 16:36

2 identicon

Og hvað vildi innheimtumaðurinn þér ? Ertu ekki að keyra leigubíl er það ekki rétt hjá mér ? Vinnan þín hlýtur að hafa minnkað og  þar af leiðandi tekjurnar og reksturinn upp úr öllu valdi með hækkandi eldsneyti og tryggingum og öllum varahlutum.  Held að flestir í þínum bransa reikni sér lítil laun þessa dagana, þessi ríkisstjórn er til skammar !!

Elísabet (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 17:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég er búin að fá upp í kok af fjórflokknum, þar hefur enginn reynst betri en annar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2010 kl. 17:46

4 Smámynd: Ragnheiður

Elísabet, rétt hjá þér en ég verð að játa að ég las bréfið ekki þannig að ég muni hvað hann skrifaði. Henti því í endurskoðandann enda er hann með bókhaldið mitt ...takk fyrir þitt innlegg.

Veit ekki hverju á að kenna um Cesil en eitthvað er rotið í danaveldi

Ragnheiður , 26.4.2010 kl. 17:58

5 identicon

Var einhver virkilega svo vitlaus að halda að Nornin og Nágrímur ætluðu að bjarga einhverjum öðrum en sjálfum sér og þeim sem þeim sem drífa Samspillinguna og Vinstri Geðveilu.

Fyrst skyldi koma bondum á Sjálfstæðisflokk og kenna Daó um allt.

Svo skyldi séð um Jón ræfilinn því að hann og gamli faðir hans í Bónus hafa löngum nýst Norninni.

Svo kemur að gömlu kommunum sem fengu að skíta uppá bak í viðræðum við UK og NL.

Að síðurstu kemur svo að sauðsvörtum almúganum.... nema þá eru hvorki peningar né vilji fyrir hendi!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 18:13

6 Smámynd: Ragnheiður

Úff já, þannig ætlar það að vera greinilega

Ragnheiður , 26.4.2010 kl. 18:32

7 identicon

Nei, nei, auðvitað kemur mér ekkert við hvað hinn æruverðugi innheimtumaður vildi þér, meinti það ekki þannig, en ég þekki talsvert til leigubransans og veit að það er ekki gæfulegt ástandið þar

Elísabet (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 20:04

8 Smámynd: Ragnheiður

já nákvæmlega- menn hafa einhvernveginn lafað (og konur) en það verður ekki mikið lengur ..Tók þessu ekki sem svoleiðis hnýsni heldur fannst mér þessi spurning hafa alveg rétt á sér

Ragnheiður , 26.4.2010 kl. 20:14

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að það hafi aldrei annað staðið til en að við almenningur borguðum brúsann.  Því miður.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.4.2010 kl. 00:36

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

  ég er hugsi, og halla undir flatt.

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.4.2010 kl. 07:05

11 Smámynd: Kidda

Hugsa stundum eins og við séum stödd i þríhyrningi og á okkur er þrýst af  öllum hliðum. Hlið A hækkar alla þjónustu og vörur, hlið B hækkar skattana og allt annað sem þarf að hækka eða lækka, hlið C eru lánin okkar sem belgjast út af hliðum A og B. Það endar með því að við getum ekki lifað í þríhyrningnum okkar því það þrýstir svo á okkur af öllum hliðum.

Knús og klús

Kidda, 27.4.2010 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband