Búin að vera svolítið á spani

og það er viljandi. Það er vont að sitja og hugsa, hugurinn reikar alltaf eitthvað og fer á sára staði.

Í gær lést maður í fangaklefa. Það tók á að lesa þá frétt og síðan hef ég hugsað um þennan mann, fólkið hans. Mér finnst ekki eðlilegt að menn sem greinilega eru í afar miklu uppnámi séu skildir eftir í venjubundnu eftirliti, að ekki sé fylgst betur með þeim en þetta. Það þurfti að yfirbuga þennan mann með úða, það segir okkur að honum leið illa og var erfiður.

"það er litið eftir þeim á tuttugu mínútna fresti "               Kommon...

Það verður aldrei hægt að koma í veg fyrir sjálfsvíg í fangelsum. Ég set samt stórt spurningarmerki við aðbúnað þessa tiltekna manns. Líklega hefði hann átt í minnsta lagi að hitta lækni en í eðlilegum heimi hefði hann átt að vistast á bráðamóttöku geðdeildar.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

IceSave

við verðum að borga þetta

held að þessi samningur sé það skásta sem við komumst upp með

Egill Helga er með þetta...við getum ekki EKKIBORGAÐ....

Upp með hanskana, taka allt sem þessir kallar eiga sem áttu Landsbankann. Skila því öllu upp í IceSave...

Einn bankabjáninn ók í veg fyrir mig í liðinni viku, ég bremsaði en sagði svo þegar ég sá ökumanninn; andsk, ég hefði átt að keyra á aulann!!

En hann er sá fyrsti sem ég sé af óþverragenginu, hinir hafa allir gengið í björg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér varð hugsað til þín þegar ég las fréttina um dauðsfallið.  Vissi að þetta myndi reynast þér erfitt.  Alltaf sárt að endurupplifa.  Knús. 

Anna Einarsdóttir, 6.6.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Knús og kærleikur til þín elskan mín 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2009 kl. 21:31

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús til þín elsku Ragga mín

Guðrún unnur þórsdóttir, 7.6.2009 kl. 00:31

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 7.6.2009 kl. 01:59

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 7.6.2009 kl. 09:12

6 identicon

Veit ekki hvort þetta fari eftir vöktum eða hvað en þegar minn var í þessum hugleiðingum þá var allt tekið út úr klefanum, teppið og allur hans fatnaður. Hvort það muni því að minn var með læti allann tímann veit ég ekki.

En svona á ekki að geta skeð.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 12:11

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég hugsaði líka til þín Ragga mín þegar ég las greinina og ég hugsa að helst hefði maðurinn átt að vera undir læknis hendi.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.6.2009 kl. 12:33

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.6.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband