persónuleikabreytingar

hafa verið í huganum í dag. Í dag hef ég líka verið með viðkvæmara móti og illa þolað áreiti.....sakna Himmans mikið á svona mæðradegi..Hann "svarti sauðurinn" eins og hann kallaði það, átti til með að sýna henni móður sinni svo mikla hlýju....þennan dag mundi hann og hringdi í mömmu, kátur, alltaf kátur.

Mamman situr hér og bloggar, alein í handavinnuherberginu sínu, á leið í bólið með tárin í augunum. Sumir dagar eru táradagar.

Nokkuð hefur verið rætt um heilbrigða skynsemi fólks sem neytir fíkniefna. Meðan fólk er í neyslu þá er eiginlega engin von til að viðkomandi hagi sér eftir heilbrigðri dómgreind og skynsemi. Fólk er meira og minna kolruglað í höfðinu af þessum efnum þó að það sé kannski ekki undir áhrifum akkurat þá stundina. Sumir ná sér aldrei, aðrir ná sér og eiga eðlilegt líf eftir að hafa komist frá neyslunni.

Hjaltinn minn var alveg tveir aðilar, yndislegi strákurinn minn, hjartans vinurinn...en svo kom einhver alókunnugur, andstyggilegur, ljótur og leiðinlegur - hann tróð sér inn í minn strák og afmyndaði hann og skemmdi. Það er ekkert sem hefur glatt mig eins og þegar ég sá minn Hjalta skína í gegnum fíkilinn. Minn Hjalti er nefnilega frábær og ég elska hann í ræmur, hann er hjartahlýr og góður, foreldrum sínum til sóma.

Ég elskaði hann ekkert minna meðan neyslan var við völd, ég bara sniðgekk hann á þeim tíma. Ég taldi hann eiga sér betri viðreisnarvon ef mamman drægi sig í hlé og léti hann um lífsbaráttuna. Hann sá að sér. Hann er góður í dag.

Kúnstin er að elska þrátt fyrir gallana, ég á frábæra krakka...þau eru hinsvegar ekkert fullkomin enda væru þau þá örugglega leiðinleg hehe - ég elska þau eins og þau eru, ég reyni að leggja aldrei á minnið leiðinlega hluti, orð og gerðir, það er ekki til neins að muna það. Ég loka augunum og sé brosin þeirra, fallegu augun þeirra, ég heyri þau segja eitthvað sem fékk alla til að veltast um af hlátri....svona hef ég þau, í huganum. Ég er þakklát fyrir valminnið mitt.

Góða nótt elskurnar...

lasarus kveður á leið í bólið.......overandout

psst...ég er ánægð með stjórnina en áskil mér rétt til að skipta um skoðun. Veit ekki alveg með Jón eða Svandísi en er til í að sjá hvernig þau pluma sig. Hélt að ég yrði ekki svona fegin að einn ráðherrann hvarf en svona er lífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Sofdu rott Ragga min.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 10.5.2009 kl. 22:23

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2009 kl. 23:01

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Falleg væntumþykjufærsla. 

Anna Einarsdóttir, 10.5.2009 kl. 23:36

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.5.2009 kl. 23:37

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl Ragga mín

Ég get vel skilið þig. Þó það séu 40 ár síðan mamma dó þá sakna ég hennar.

Biddu Jesú um að bera byrðarnar fyrir þig og þá trúi ég að þetta geti orðið léttara fyrir þig.

Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.

Megi almáttugur Guð styrkja þig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.5.2009 kl. 01:07

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 11.5.2009 kl. 01:48

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kveðja inn í góða og bjarta viku héðan frá Stjörnusteini.

Ía Jóhannsdóttir, 11.5.2009 kl. 08:03

8 identicon

Ég þekki þetta alltof vel.Ég á mína táradaga.Þá er flóð og sviði í hjarta.Sorgin er stundum svo endalaust sársaukafull og erfið.Ég vissi ekki að hægt væri að lifa af svona sársauka en það er greinilega hægt.

Ég kalla fíkn sjúkdóminn ljóta,hann breytir góðu skynsömu fólki ,í fólk sem er dómgreindarlaust og ófært um að taka neina skynsama ákvörðun.Hugtakið orsök og afleiðing er eitthvað sem ekki er til.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:09

9 Smámynd: Ragnheiður

Nákvæmlega Birna mín, maður horfir á barnið sitt, þekkir það en kannast ekki við orð þess né gerðir. Það er eins og andsetið. Það er ófært um að bregðast við með eðlilegum hætti, það er engin skynsemi með í för.

Sumir dagar eru hunderfiðir og maður verður eiginlega að fá að hafa þá svoleiðis í friði. Það er ekkert hægt að hjálpa manni með þessa sáru daga..nema mér finnst notalegar kveðjurnar frá ykkur og þær hjálpa. Svo virkar Kelinn minn vel, knúsa mjúka feldinn hans og fæ þvott í staðinn, allt svo fallega meint hjá honum heillakallinum mínum.

Ragnheiður , 11.5.2009 kl. 11:16

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Megi almáttugur Guð bera þig í gegnum erfiðleikana.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.5.2009 kl. 12:06

11 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Lífið hefur hendur kaldar,hjartaljúfur minn,allir bera sorg í sefa,sárin blæða inn.

Segir í texta sem Villi Vill söng,þetta spila ég stundum á gítarinn ef ég er einn og líður illa og hugsa til baka.

Stundum er gott að syrgja,manni líður eins og sáli hafi farið í gott bað??

Sigurlaugur Þorsteinsson, 11.5.2009 kl. 12:20

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig fallega ljúfa kona.....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.5.2009 kl. 13:02

13 Smámynd: Marta smarta

Knús á þig mín kæra.

Marta smarta, 11.5.2009 kl. 16:04

14 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús til þín elsku Ragga mín

Guðrún unnur þórsdóttir, 11.5.2009 kl. 16:28

15 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband