Gömul saga

Síminn hringir inni á gangi.

Lítill strákur hendist af stað, hleypur eins hratt og fæturnir bera hann.

Hann svarar í símann, leggur tólið niður og hleypur fram ganginn á sama ógnarhraðanum....

,,Alda Berglind dind dind dind, það er síminn til þín"

Svo hló hann klingjandi bjölluhlátri.

Eins og þið sjáið t.d. hér í gestabókinni þá notuðum við Alda þetta gælunafn síðan. Hún var kölluð DindDind...og það var flott nafn. Gefið bara henni af ást lítils snáða á vinkonu sinni...

Nú eru þau bæði látin.

Því hefði ég ekki trúað þá.

Ég er að reyna að pakka saman reiðinni, reiðinni yfir að missa hana, reiðinni yfir að hún fékk ekki að vera hjá telpunum sínum, þessum frábæru smátelpum, reið yfir að hún fékk ekki að upplifa tíu ára brúðkaupsafmælið í september, reið yfir að hún fékk ekki að verða 35 ára ....endalaust reið og miklu reiðari en mér finnst gott að vera.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragga mín, vertu bara reið, reiðin er EGÓ breytist í sorgina sem síðan er hægt að vinna úr, tekur mislangan tíma, kemur samt.
Ljós og kærleik til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Samhryggist þér innilega. Hræðilegt að svona ung kona skuli þurfa að fara frá börnunum sínum. Skil vel að þú sért reið og láttu það bara eftir þér.

Helga Magnúsdóttir, 16.4.2009 kl. 13:45

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Falleg saga um lítinn dreng og unga stúlku

Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 14:16

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 16.4.2009 kl. 14:45

5 identicon

Skil þig ósköp vel, elsku vinkona.

Knús og kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:25

6 identicon

Segi eins og Milla, með reiðinni ertu líka að vinna í sorginni, er á því að reiðin sé líka nauðsynlegur þáttur í sorgarferlinu.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:20

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skil þig fullkomlega.   Kveðja Ía.

Ía Jóhannsdóttir, 16.4.2009 kl. 19:47

8 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 16.4.2009 kl. 20:02

9 Smámynd: Bailey

Bailey, 16.4.2009 kl. 21:32

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 16.4.2009 kl. 22:21

11 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Leyfðu þér að verða reið, þetta er ósanngjarnt,, ég skil þessa reiði  og vonleysi . Hugsa til þín mín kæra

Erna Friðriksdóttir, 17.4.2009 kl. 01:35

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 18.4.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband