Í huganum

faðma ég hann, held honum fast að mér og sleppi aldrei takinu.

Í raunveruleikanum er faðmurinn tómur, hann er horfinn mér og kemur aldrei aftur.

Og það vantar í mig stykki, stórt stykki. Eins og ég sagði DoktorE í gær þá vil ég ekki lifa að eilífu, ég er að flestu leyti ekki mótfallin því að láta gott heita nú þegar en málið er þó þannig að ég stjórna því auðvitað ekki.

En mér finnst það stundum asnalegt að fólk sem hefur miklu meiri tilgang hérna megin er rifið burt en ég hangi hér í ráðaleysi og veit oftast ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga eða hvort ég eigi yfirleitt að vera að stíga í einhverja fætur.

Og ég verð pirruð og ég verð sár.

Og ég kvarta og röfla hér.

Eini friðurinn er þegar ég sef, þá losna ég við þennan nagandi verk og endalausar hugsanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.2.2009 kl. 18:19

2 identicon

Ertu búin að lesa það sem hún Vilborg Davíðs skrifaði á síðuna sína nýlega. Það er alveg frábært.

Mundu að þú ert óendanlega mikilvæg öllu þínu fólki - stóru og smáu - .

Bros úr Þolló.

Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 19:18

3 Smámynd: Ragnheiður

nú hefði ekki veitt af tengli á það Ingibjörg

Linda mín, knús til baka

Ragnheiður , 11.2.2009 kl. 19:39

4 identicon

Veistu Ragga að það er þó nokkuð síðan ég komst á þá skoðun að þú hafir tilgang á jörðu hér. Þú breiðir út kærleika, umhyggjusemi og fleira mín kæra

Þú ert engill í huga mér

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 19:55

5 Smámynd: Ragnheiður

Takk Kidda mín  við Himmi sko, ansi lík stundum

Hérna kemur linkur á það sem Ingibjörg minnist á. Við skoðun á síðunni kemur í ljós að bóndi þeirrar sem skrifar þennan góða pistil er bróðir vinar míns og vinnufélaga.

http://www.vilborgd.blogspot.com/

Ragnheiður , 11.2.2009 kl. 20:07

6 identicon

Þú ert góð manneskja, Ragga mín og gefur svo mikið af þér. Það er alveg mökkur af fólki sem þykir vænt um þig

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 22:24

7 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 11.2.2009 kl. 22:28

8 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Það hafa allir einhvern tilgang hér á jörð..en fæstir vita hvað það er ef það er þá einhver sem það veit.

Ég hef heyrt að ef við náum ekki að klára eitthvað visst í þessu lífi að þá reynir maður að klára það í næsta lífi.

Hafðu það gott Ragga mín.

Knús knús.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 11.2.2009 kl. 23:50

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert yndisleg

Sigrún Jónsdóttir, 11.2.2009 kl. 23:54

10 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

Komdu sæl, greip niður í nokkar færslur á hraðferð.  Þú skrifar svo fallega um hluti sem ætti ekki að leggja á neinn.

Ætla að koma aftur við betra tækifæri og kynnast þér betur ef ég má?

Bestu kveðjur, Kristín.

Kristín Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 23:55

11 Smámynd: Ragnheiður

Velkomin Kristín, ævinlega

Takk Sigrún mín og Guðrún Ágústa

Ragnheiður , 11.2.2009 kl. 23:59

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hjartahlýjan og yndislegheitin eru orðin sem mér dettur í hug um þig Ragga mín.  Svo er þetta spurningin að vilja lifa að eilífu, ég held að enginn vilji í alvöru lifa að eilífu.  Þá endar maður aleinn einhvern tíma. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.2.2009 kl. 01:00

13 Smámynd: Einar Indriðason

Eitt stutt innlitskvitt, með *LOPAPEYSUKNÚSI*

Og hana nú!

Einar Indriðason, 12.2.2009 kl. 04:28

14 Smámynd: Sigrún Óskars

Ragga mín - þú ert yndileg kona - sendi þér knús yfir

Sigrún Óskars, 12.2.2009 kl. 11:09

15 identicon

Í huga mínum faðma ég minn strák og sleppi ekki en svo vakna ég.Það kemur til með að ganga á með "éljum"þegar sorgin á í hlut.Sumir dagar nokkuð bærilegir og svo aðrir óbærilegir.En þeim góðu fjölgar smátt og smátt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 12:31

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ragga mín, þú veist að þú ert ómissandi fyrir svo marga. Mér varð hugsað til þín um daginn þegar ég las einhvers staðar að börnin sem lifa vaxa og fara frá okkur en þau sem deyja eigum við að eilífu.

Helga Magnúsdóttir, 12.2.2009 kl. 15:00

17 Smámynd: Ragnheiður

Já Helga mín, þetta spakmæli er alveg hárrétt. Hilmar mun aldrei yfirgefa mig, hann býr nú innra með mér.

Ragnheiður , 12.2.2009 kl. 15:23

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ómissandi í beinar (kjánahrolls) útsendingar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.2.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband