Miðvikudagur, 31. desember 2008
Gleðilegt ár
og við Himmi sendum ykkur hjartans þakklæti fyrir árið sem er að líða. Ég segi við Himmi vegna þess að ég vil reyna að trúa því að hann sé að skottast hér í kringum ræfilinn hana mömmu sína.
Þið hér, lesendur, hafið verið mér ómetanlegur styrkur á ári sem á ekki sinn líka, ja amk ekki síðan 1984. Árið áður en Himmi minn fæddist. Þá vissi ég ekkert afhverju ég var að missa með því að eiga hann ekki.
Nú veit ég það
Söknuðurinn er mikill.
Megi árið 2009 verða ykkur öllum gleði og gæfuríkt, uppfullt af skemmtilegum atburðum.
Nú legg ég upp í leiðangur, inn í næsta ár, sem verður jafn hörmulega Himmalaust en þó mun kjarkbetri en á svipuðum tímamótum fyrir ári síðan.
Athugasemdir
Elsku hjartans vina mín. Ég hugsa aldrei um þig án Himma né Himma án þín, þið eruð að eilífi í hjarta mínu. Hafðu það sem allra best og vona að voffarnir litlu verði rólegir í kvöld. Kveðja á Steinar og alla sem hjá ykkur verða. Kærleikur
Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 18:33
Gleðilegt ár ljúfust mín
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 18:43
Anna Einarsdóttir, 31.12.2008 kl. 20:13
Hann er með þér strákurinn Ragnheiður mín - you can bet on that for sure! Ég sendi þér líka áramótakveðju elskulegasta skottið mitt ...
Risastórt væntumþykjuknús!
Knús! --->(((((((((((((Ragnheiður))))))))))))<--- !súnK
Tiger, 31.12.2008 kl. 20:46
Gleðilegt ár elsku Ragga mín
Huld S. Ringsted, 1.1.2009 kl. 01:07
Gleðilegt árið elsku Ragga mín og takk fyrir það liðnaknús á þig og þína og farðu vel með elsku vina mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.1.2009 kl. 01:26
Ragga mín... Nú færðu svona svolítið meyrt knús frá mér... áramótin eru alltaf tími þar sem gamlar minningar eru rifjaðar upp, í bland við nýjar væntingar.
Ég ætla að elta venjuna samt, og segja: Gleðilegt nýtt ár!
(Veit ekki hvort ég get úthlutað lopapeysuknúsi núna, mér er hálfkalt eftir að hafa staðið úti áðan, í ekki alveg besta kuldagallanum. En, ég skal hafa lopapeysuna til staðar... svona just in case.)
Einar Indriðason, 1.1.2009 kl. 02:05
Knús á þig og Himma, Ragga mín
Sigrún Jónsdóttir, 1.1.2009 kl. 02:39
Gleðilegt ár Ragga mín, takk fyrir gamla árið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.1.2009 kl. 03:20
Gleðilegt ár og takk fyrir gamla, allt sem þú hefur gefið mér í gegnum bloggið þitt. Knús til þín og fjölskyldunnar Himmi fær ljós og ég trúi því líka að hann skottist í kringum þig.
Sigrún Óskars, 1.1.2009 kl. 17:29
Gleðilegt ár
Mummi Guð, 1.1.2009 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.