Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 16. október 2007
Björgun lokið
og ég er svo sátt núna. Það leysti ein vandamál mitt með msnið mitt og mér tókst að komast þar inn og náði öllum emailunum mínum sem komu eftir að Himmi dó. Þau voru svo falleg og yndislegt að eiga þau. Ég las þau flest aftur núna og ég var svo þakklát, það var gott að lesa þau núna þegar nokkur tími er liðinn. Þegar þau bárust þá var heilabúið meira og minna í verkfalli. Ég hef líka verið heppin,ég hef nánast ekkert fengið sent nema eitthvað sem er svo vel viðeigandi. Líka hérna á síðunni í kommentunum.
Einhver Erna er nú samt að æpa eitthvað í rasistafærslunni um myndbandið sem ég setti inn í gær. Hún segir að ég (við?) séum illa gefnar. Ef það væri minnsta vandamál mitt þá yrði ég alsæl hohoho.
Smáhundafærsla;
Það eru 2 bæli til að sofa í inni hjá okkur Steinari. Keli heldur meira upp á annað þeirra. Í nótt þegar ég fór inn að sofa þá var Lappi í uppáhaldsbælinu. Eftir smábras labbaði Keli til hans og bankaði í hann með framloppunni. Hinn hrökk á fætur og færði sig snarlega svo barnið kæmist í rúmið sitt. Haldiði að hann sé blúnda blessaður ? Hann lætur snúast í kringum sig hérna og skammast sín ekki hætishót.
Nú fer ég bloggrúntinn
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 13. október 2007
Svolítið ósátt
en það jafnar sig áreiðanlega brátt. Með því að tapa msninu mínu svona eins og ég gerði þá tapaði ég helling af tengiliðum og frábærum e-mailum sem mér bárust eftir lát Hilmars. Það er sorglegt og ég er svolítið svekkt yfir því. Það nær þó bara ekki lengra.
Ég fór fyrirvaralaust og óvænt í leikhús áðan, í fyrsta sinn á æfinni. Systir mín var með miða en sá sem ætlaði með forfallaðist óvænt. Ég stökk nánast á svuntunni og við skemmtum okkur ágætlega. Við sáum Lík í óskilum. Það var bráðskemmtilegt.
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir öll kommentin ykkar. Þau eru frábær,alveg mögnuð. Farin að sinna einkabílstjóranum, hann vill kannski félagsskap
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 12. október 2007
Sko
mér finnst þessi pæling mín um að loka í sjálfu sér ekki góð. Aðalástæða þess að ég hef bloggað svona opinskátt um Hilmar og okkur hin sem stöndum sorgmædd eftir er til að sýna ykkur að hann var okkur svo mikilvægur. Hann var strákurinn okkar, alla tíð. Það er ekki hægt að setja skilyrðislaust samasem merki milli afbrotamanns og slæmrar manneskju. Hilmar var ekki slæmur maður, hann hinsvegar skildi ekki suma hluti. Það var samt ekki byggt á neinni vonsku né á einbeittum brotavilja eins og stundum er sagt. Hann var góðhjartaður, stundum einum of og lenti í vanda þess vegna. Hann fékk aldrei dóm fyrir líkamsmeiðingar, hann fékk dóma fyrir smáþjófnaði. Lengst sat hann inni vegna gríðarlegs fjölda af umferðarsektum, hann gat yfirleitt ekki greitt þær. Hann ók of hratt, hann ók próflaus, hann ók yfir á stöðvunarmerki. Hann lenti yfirleitt ekki í árekstrum enda afar góður ökumaður, það vantaði ekki. Hann hefði sómt sér vel í Narcar eða öðrum amerískum kappakstri. Hann bar ekki hönd yfir höfuð sér þó á hann væri ráðist, hann flúði bara. Nú er flóttanum lokið, allar skuldir við samfélagið greiddar.
Eftir situr hnípin mamma og bjástrar við lífið í gegnum hvern dag. Mamma sem myndi skipta við konur sem þrá lífið en fá það ekki vegna veikinda. Samt veit ég að ég verð hér áfram, hversu lengi veit ég ekki. Það veit enginn. Mér óraði ekki fyrir því, aðfararnótt 16 nóvember 1985 ,að fallegi litli drengurinn sem ég hélt á myndi eiga svo erfiða æfi og að æfi hans myndi ljúka svo sviplega og hann bara 21 árs.
Hilmar minn var góður drengur. Við sem elskuðum hann vitum það allra best. Hann var lagður af stað í réttu áttina, það vitum við nú. Vonin var sterk. Mamma taldi í laumi niður dagana þar til afplánun yrði lokið að þessu sinni. Við vorum hálfnuð ...þá lauk biðinni og sorgin ein flutti inn í móðurhjartað.
Björn segir stundum að kúla í hausinn væri skárri en þessi líðan. Hann ætlar þó ekki að setja kúlu í kollinn á sér. Ungir menn orða hlutina svona við mömmu sína, ungir menn vita að mamma skilur.
Verið nú sérstaklega almennileg við spéhræddu konuna. Þó þið séuð ekki bloggvinir, vinsamlega skiljið eftir spor ykkar hér, í kommentunum (það er einfalt,smá reikningsdæmi bara) eða í gestabókinni. Það er vont að vera feimin.
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (79)
Fimmtudagur, 11. október 2007
Hvert skref
er farið en hægt er það. Það er ekki við öðru að búast. Ég er annars á leið í háttinn og hef átt bærilegt kvöld. Fékk notalegt email frá ungri konu sem þekkir sporin mín, það er ótrúlega gott að vita af öðrum sem skilja og þekkja kvölina.
Ég hefði verið lánsöm ef dagurinn í dag hefði verið eins og til var ætlast. Að þessi fallegi og góði strákur hefði komið hér með breiða brosið sitt, knúsað mömmu eins og hann gerði alltaf og fengið pönnsur og makkarónugraut. Það var hans uppáhald. Heiður man það líka vel.
Ég ætla að reyna að sofa núna, það gekk ekki vel síðustu nótt.
Fallegi og góði Himmi minn
Góða nótt og verið þið dugleg með ljósasíðurnar, það veitir svo mikla gleði og styrk.
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 10. október 2007
Kannski næsta ár
þá kemur kannski einhver með mér á svona stund. Þessar elsku manneskjur sem hafa fallið svona fyrir eigin hendi. Þetta er voðalega raunalegt og á bakvið hvern og einn er fjölskylda eins og mín. Öll svo særð og brotin.
Munið Himmaljósin og ljósin fyrir stúlkurnar þrjár ----------------------->
Fórnarlamba sjálfsvíga minnst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 10. október 2007
Litlar vörður á langri leið
Mér tókst bölvanlega að sofa í nótt. Það truflaði mig allt sem hugsast gat,veðrið úti ,hvuttarnir og tilraun til martraðar.
Ég var líka nokkuð búin að kvíða fyrir deginum í dag. Í dag er dagurinn sem hann átti að koma skoppandi með sólskinsbrosið sitt til mömmu, laus við dóminn sinn. Hann er auðvitað laus við dóminn en það er óvíst að mamma sjái hann koma vappandi,hífandi upp um sig buxurnar í skrefinu. Hann mundi ekkert hvar hann hafði síðast séð beltið sitt og þær áttu til að leka niður um hann buxurnar. Bara sætasta krúttið...
Mér tókst aðeins að laga til í gær, hef verið hálflömuð í heimilisdeildinni undanfarið. Ég hef þjáðst af rolugangi sem veldur því að mér tekst ekki að byrja á neinu af viti. Það er alveg borin von að karlarnir mínir sjái nokkuð draslið og ég nenni ekki á láta það ergja mig. Mínir karlar eru bara svoleiðis...og þegar það fer í mig þá er oftast um að kenna að ég sjálf nenni ekki í verkin.
Í öllu þessu heilaleysi undanfarið tókst mér að verða mér til skammar, ég gleymdi að minna Steinar á afmæli afaprinsessunnar og ég fékk einhverskonar furðuaugnaráð frá honum í gærkvöldi. Fyrirgefðu Steinunn mín...heilinn er bara bilaður.
Okkur systrum var boðið í stórafmæli um helgina, eini verkurinn er að það er langt í burtu. Málið er enn í rannsókn. Við eigum mikið uppáhaldsfrændfólk á vestfjörðum og þangað væri þá förinni heitið. Litla afaskvísan ætlar líka að halda upp á fimm árin sín um helgina.
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 9. október 2007
Myndir
Ég pantaði þetta kerti hjá Karmel nunnum í Hafnarfirði. Það er óskaplega fallegt, handmálað og með nafni Hilmars, fæðingar og dánardegi.
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 9. október 2007
Það er komin nótt
og ég er að hugsa um að fara að sofa. Horfi smástund á fallega Himmaandlitið sem er á náttborðinu mínu...sendi honum alla mína ást og fallegu hugsanir og vona að hann skynji það til Himnaríkis. Mér líður þá allaveganna betur þegar ég hef eytt stundinni okkar saman. Ég hef líka beðið fyrir þeim sem mér finnst þurfa, bæði í gegnum ljósasíðunar og líka á okkar Himmastund.
Ég sakna hans svo, það eru einungis 2 dagar þar til hann átti að koma heim aftur... Ég set í þessa færslu mynd eins og þessa sem er á náttborðinu mínu. Munið Himmaljósin og vonandi hafið þið það sem best elskurnar.
Klús og góða nótt
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 8. október 2007
Vondar fréttir
en get ekki upplýst nánar um málið í augnablikinu...Þetta ár er að stefna í það að verða það versta sem ég hef lifað. Það hafa hrunið frá okkur ættingjar allt árið ! Nú eru það vinirnir....grrrrr....
Munið Himmaljósin..
Hann var blíðastur og bestur...
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 4. október 2007
Í dag
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)