Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 22. september 2007
Félagsmálakerfið á Íslandi
Hérna í gamla daga þegar ég bjó ein með mínum börnum þá sagði fólk oft við mig að ég skildi bara tala við félagsþjónustuna um aðstoð og hvað það allt hét. Ég fór einu sinni. Þá var eitthvað basl, þða getur hafa verið gleraugun á línuna,skólabyrjun eða eitthvað svoleiðis. Ég lagði fram þá pappíra sem beðið var um og var tilkynnt að ég væri með allt of háar tekjur. Þannig fór það.
Hjalti var að segja Anítu um daginn frá uppvextinum. Það var yfirleitt aldrei til peningur sagði hann en ég var aldrei svangur. Mamma var snillingur að búa til mat úr engu. Hann gladdi mig með þessu. Oft fannst mér þau eiga svo miklu betra skilið, greyin litlu. Þau voru samt svo góð. Þau borðuðu það sem ég kom með og kvörtuðu yfirleitt ekki yfir neinu.
Nú eru komin frístundakort (held að þau heiti það) sem eiga að jafna stöðu barna til tómstunda og íþróttaiðkunar. Það finnst mér sniðugt. Þau hefðu haft gott af því mín að fara í eitthvað svoleiðis, orkuboltarnir mínir. Björn komst aðeins í karate og seinna í júdó. Hann að vísu hætti í báðum en hafði gott og gaman að meðan hann hafði áhugann á þessu.
Hann er eiginlega heppnastur af þeim. Hann býr hér enn heima og hefur síðustu árin búið á ágætlega búnu millistéttarheimili og vantar ekki neitt til neins.
En jæja, í framhaldi af pælingunni um félagsþjónustuna, þá hef ég sagt Hjalta að fara þangað til að fá aðstoð. Hann getur enn ekki unnið útaf fætinum á sér en það fer nú að lagast bráðum. Hann prófaði að hlaupa svolítið á þessum umrædda fæti í gær og það gekk alveg. Hljóp náttlega ekki langt en svona aðeins. Hann hefur fengið fjárhagsaðstoð, að vísu skammtaða naumt en þó eitthvað. Um daginn gekk hann hérna eins og grenjandi ljón, hann var með svo slæma tannpínu. Ég sagði honum að sækja um styrk til að láta gera við tennurnar í sér. Ég (leikmaður) skoðaði þær og sá ansi mörg slæm vandamál á ferð. Hann sótti um og skrapp til heimilistannlæknisins (sem hefur að vísu ekki séð hann lengi enda Hjalli alltaf auralaus) . Hann skoðaði þetta og er að semja aðgerðaáætlun. Svarið kom hins vegar frá félagsþjónustunni í vikunni. Nei hann fær ekki styrk vegna þess að hann er ekki búinn að vera skjólstæðingur þeirra í 12 mánuði ! Nú ætla ég ekki að láta Hjalta berjast um með tannpínu fram á vor. Ég mun þá sjálf sjá um að borga þetta fyrir hann. Situr einhver manneskja á toppi félagsmálabatterísins og ákveður svona reglu ?
Hvað ef Hjalti ætti ekki mömmu sem ræður við að borga þetta ? Hvað þá ?
Hvað finnst lesendum um svona reglur ?
Himmaljós og KLÚS inn í þennan dag.
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 21. september 2007
þreyttust
enda ekki nema von. Það var hunderfitt að fara aftur í sömu kirkjuna og útför Hilmars fór fram frá. Við sátum aftarlega sem kom sér frekar vel, ég varð að læðast út þegar athöfnin var að verða búin. Mér varð svo flökurt að ég hélt að ég myndi hrynja í gólfið. Kistan var ekki borin úr kirkjunni og við Steinar náðum að laumast út lítið séð. Ef einhver hefur orðið hneykslaður á mér þá verður bara að hafa það, þetta var skárri lausn en að gubba í viðstadda kirkjugesti. Svo fórum við í erfidrykkjuna og síðan heim.
Leiðið hans Himma var svo tómlegt í gær eftir að við tókum kransana að við fórum og keyptum einn stóran engil og settum það. Settum svo fimm rauðar rósir hjá honum. Hann var svo lasinn karlinn minn, fallegi og góði drengurinn minn. Hjalli og Steinar komu með mér í dag, það var gott að hafa þá með mér.
Það var mjög álíka margt í þessari jarðarför og þegar Himmi var jarðaður...aðeins fleiri núna enda verið að jarða fullorðna konu sem víða hafði sett sín góðu og fallegu spor. Hennar skarð er vandfyllt.
Ég hef verið í mörgum asnalegum sporum undanfarið, komið mér í þessar aðstæður í kjölfar dauða Hilmars. Ég er rosalega lokuð að eðlisfari og fer helst ekki á nein mannamót, það mætti líklega kalla þetta félagsfælni. Þessu hef ég orðið að svipta af mér og það hefur verið mun meira en að segja það. Ég er nánast viss um að þeir sem þekkja mig halda að ég sé orðin snargeðbiluð....manneskjan sem fer ekkert að heiman og gerir ekki neitt....kemur fram í fjölmiðlum eins og það sé bara ekkert mál !!! Nei ég er ekki meira galin en vant er, ég er hins vegar rosalega sorgmædd en í sorginni langar mig svo að láta gott af mér leiða. Í veikburða von um að hægt sé að knýja fram umbætur, að það þurfi ekki önnur mamma að standa í þessum voða sporum að taka við barni sínu látnu úr afplánun. Maður er svo vitlaus að maður heldur að barni manns sé óhætt meðan það er í betrunarvist, þá sé það ekki að brjóta af sér né í slæmum aðstæðum úti í lífinu....þvílík mistök hjá mér að hugsa slíkt !!
Vonandi nást fram einhverjar umbætur - þá losna ég kannski við hluta af þeirri tilfinningu að ég hafi misst elskulegan son minn til einskis....líf hans var dýrmætt -það var okkur ómetanlegt, okkur sem áttum hann að. Við elskuðum hann takmarkalaust.
Munið fallegu ljósin hans og kveðjur hérna í kommentin. Ein vinkona hans gladdi mig mikið í dag. Hún sendi mér í tölvupósti myndir af honum. Ein myndin braut Hjallann alveg niður, hann hágrét. Hilmar er svo sakleysislegur á henni. Ég set hana hérna....
Sæti kallinn hennar mömmu sinnar...
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Föstudagur, 21. september 2007
Annasamur dagur
Ég fór í viðtal við þá Kompás menn, þeir eru þrælnotalegir og ég hef mikla trú á þessum þætti.
Svo fékk ég rétt áðan svo gleðilegar fréttir. Hjalli var hjá löffanum sínum áðan og sá telur ekki miklar líkur á að þau þurfi að sitja inni. Ég veit að þessi lögfræðingur gerir góða hluti, það hefur reynslan sýnt mér. Nú ætlar Hjalli að snúa við blaðinu..hann er alveg viss um það. Það verður síðasta gjöf Hilmars til litla bróður síns.
Í dag förum við í jarðarför, í dag á að jarða hana Erlu ömmu hennar Sollu minnar. Það var merkileg kona og einstök. Hennar mun ég sakna verulega. Hún var bara best af öllum.
Dagurinn í dag verður annasamur....kveikið ljósin fyrir Himmann okkar...
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 18. september 2007
13 september 2007
13.9.2007 | 10:59
frá móður fanga.
Það eru að spinnast afar fjörlegar umræður hjá henni Jenný Önnu um málefni fanga. Í þeim kemur svo berlega í ljós að margir vita ekkert um málefni fanga né aðbúnað þeirra.
Fólk heldur að þeir fái tannlæknaþjónustu ókeypis, ég hélt það líka þar til við Hilmar komumst að öðru.
Ég hélt líka að sálfræði og geðlæknaþjónusta væri mun öflugri, ég komst að öðru þegar drengurinn minn var búinn að svipta sig lífi af sálarkvölum.
Jenný mín hringdi áðan, henni varð á að setja (að henni fannst ) óvarlegt orðað komment á sína eigin síðu. Þannig er Jenný, gull af manni. Ég las kommentið og sjá hvernig það passaði við umræðuna í kommentakerfinu og þetta truflaði mig ekki. Knús á þig sætust....
http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi
Ljósin hans Himma og ég ætla í dag að hugsa hlýlega tið móður unga mannsins sem leitað var að. Hennar sorg er líka þung þó að sumir telji að hún sé ekki "löglegt" fórnarlamb. Hún er það samt. !!
13.9.2007 | 15:57
Í dag er ég búin að vera reið...
við fólk sem bæði hefur linkað á fréttina um fangann sem strauk af Vernd eða þá sem kommentað hafa á sömu færslur.
Þvílíkt þekkingarleysi og nornaveiðar !!
Menn eru dæmdir eftir lagaramma sem settur er á Alþingi. Samkvæmt þeim lögum geta menn sótt um reynslulausn eftir afplánun 1/3 dóms, þá er metið hvort fanginn telst hæfur til þess. Menn fara þá á Vernd og þar er verið að koma þeim af stað inn í þjóðfélagið aftur, sem nýtum þegnum.
Það er nú aldeilis ekki auðvelt ferli fyrir þá....margir vilja þá ekki í vinnu og þeir eru jafnvel með brotnar fjölskyldur sem ekki treysta sér til þess að hýsa þá eða neitt. Foreldra sem hafa kvalist að mestu leyti í þögn enda þögull minnihlutahópur. Fordómarnir gegn föngum eru slíkir að þá skilur enginn nema sá sem fyrir þeim hefur orðið.
Svo sitja einhverjar smásálir inn á bloggvefjum og bulla bara...kasta steinum úr glerhúsi og þykjast geta upphafið sig á því. Þvílíkt lið !!! Meðan þið hafið ekki reynt þá raun að horfa á eftir börnum ykkar æða veginn til glötunar þá ættuð þið einfaldlega að hafa vit á að steinþegja !! Það er bara svo einfalt.
Ég er gjörsamlega fokreið.
Þið ykkar sem blogguðuð um þetta mál í morgun með stórum orðum eruð beðin um vinsamlegast að gera mér einn greiða að skilnaði. Ef þið eruð skráð hér sem blogg "vinir" þá skuluð þið þegar í stað afskrá mig sem bloggvin. Það er einfaldara að þið gerið það heldur en ég, ég nenni ekki að lesa blogg um þetta til að gá hver sagði hvað....
Takk!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. september 2007
12 september 2007
komin heim aftur, fór svo sem ekki langt -bara í vinnuna...og þar var brjálað að gera, fólk greinilega ekki til í að fara með strætó eða labba í þessarri ausandi rigningu.
Sumir sátu hér í búri og pössuðu sitt hús, rosalega fegnir þegar ég kom heim. Fóru nebblega bara út í mýflugumynd í morgun, þeim finnst ekki í lagi að fara út að pissa í kolvitlaust veður. Betra að halda í sér segja þeir...Núna var svo pissað með innlifun. Þeir hafa ekki verið einir heima að gagni mjög lengi, fyrst var "mamma" í sumarleyfi og svo dundu yfir þessi ósköp með hann Himma. Nú sitja þeir sitt hvoru megin við mig og mæna á mig ástaraugum.Gott að einhver gerir það á þessu heimili hehehe.
Fyrir nokkrum árum kallaði Himmi í mig, tónninn var þannig að ég flýtti mér til hans. Hann stóð í forstofunni, hann hélt á skó. Agnarsmáum skó Hjördísar systur sinna, held að hún noti nr 35 eða eitthvað álíka lítið. ,,Mamma!" segir Himmi með þjósti.,,þú hefur ekki verið að vanda þig !!" Ég horfði á hann og skóinn og skildi ekki neitt. Datt helst í hug að hann ætlaði að skamma mig fyrir skóframleiðslu. ,,Sjáðu !" segir hann byrstur og bendir á skóinn og því næst á eyrað á sjálfum sér. ,, Hvurslags vinnubrögð eru þetta ?" Svo sprakk hann úr hlátri. Hilmar var með þau minnstu og sætustu eyru sem hægt var að hafa. Honum fannst skótau systur sinnar álíka smátt.
Ég held að ég skrifi ekki meira í bili, er hálf heilalaus eftir vinnuna og svo er Hjalli að koma. Var að bjarga honum neðan úr bæ, sat þar nánast bensínlaus kallanginn.
Ljósin hans Himma
http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi
KLÚS !!
12.9.2007 | 20:41
ég er ein heima og var að gera merka uppgötvun...
Nú ég nenni ekkert að loka á eftir mér þegar ég fer á klóið þegar ég er ein heima. Ég gerði merkilega uppgötvun áðan þar sem ég sat á postulíninu. Ég hef stillt sjónvarpinu í stofunni upp þannig að það er hægt að horfa á það beint þaðan af hásætinu ! Hversu snjallt er það ? Ég ætla samt að sleppa því að segja Steinari frá því...vegna þess að ef hann situr þarna..... já förum ekki nánar út í það hérna.
http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi
Ljósin hans Himma
Útfararstjórinn fékk mér bækling um missi ástvinar..þar er m.a. fjallað um það að fólk á oft ekki auðvelt með að sýna samúð og veit jafnvel ekki hvernig best er að bera sig að. Ein regla er þó höfð í hávegum í bókinni og hún er að reyna ekki að þvinga sínum eigin skoðunum upp á þann sem syrgir. Nú höfum við að mestu fengið viðbrögð sem hafa glatt okkur og styrkt, ja fyrir utan eitt asnalegt email og nokkrar spurningar um hvort ég sé ekki að jafna mig. Það geri ég auðvitað aldrei en ég þarf að læra að lifa með þessu. Eins og við öll, þau í Grindavík og systkynin hans Himma okkar.
Nú bið ég um að fólk sleppi því að skipta sér af hvort ég á að vera farin að vinna eða ekki. Ég veit að fólki gengur gott eitt til en mér er alveg treystandi fyrir að finna sjálf minn farveg, það ákvað ég strax að finna mína leið í sorginni og fara hana. Ég áskil mér þó allan rétt til að taka beygjur eða stöðva för þegar mér finnst það henta mér. Það taka aldrei neinir 2 svona áföllum eins.
Ég skal fúslega viðurkenna að ég yrði ekki hissa þó minn drengur kæmi valhoppandi hér inn með bjarta brosið sitt, ég veit vel að hann kemur ekki. Ég er bara eins og er í afneitun og það er bara allt í lagi. Það breytist ...örugglega.
Ein saga af Hjalla sem pabbi hans sagði um daginn.
Hjalli var lítill. Hann hefur alltaf verið nokkuð snöggur að reiðast. Pabbi hans situr inní eldhúsi og Hjalli trítlar eftir ganginum. Skyndilega flækir hann löppunum saman og steinliggur á gólfinu. Hann sprettur jafnhratt upp aftur, hvessir augun á pabba sinn blásaklausar og segir með þjósti ; Þú geþþþir þetta !!! Alveg hinn versti við pabba sinn.
12.9.2007 | 23:35
Fór með kallana mína í skóleiðangur um daginn og fékk á þá sitthvort parið. Þeir spurðu báðir, Steinar og Björn , hvort mér litist ekki á neina skó þarna. Ég á nóg af skóm sagði ég. Björn horfði á mig lengi og dæsti, veistu mamma stundum efast ég um að þú sért kvenkyns Svona segir engin kona !!!
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Hjalti fór einu hverju sinni með okkur gamla settinu í verslun. Ég stóð við hillu og skoðaði mismunandi útgáfur af galdrakerlingum á kústum. Langar þig að fá þér eina svona spyr Steinar. Þá hrekkur upp úr strák, Iss við þurfum ekki svona, við eigum svona heima !! Það stóð maður rétt hjá okkur og var að lesa tímarit, ég hélt að hann myndi kafna innan í blaðinu Þennan dag var Hjalti ekki sáttur við móður sína og það braust svona snilldarlega út. Kerlinguna keypti ég, eiginlega mest fyrir hann Hjalla minn.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Góða nótt og munið Himmaljósin fallegu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. september 2007
11 september 2007
11.9.2007 | 14:11
þessi dagur í dag, 9/11, hefur skrýtna merkingu í huga mér í dag.
Þegar þessi ósköp dundu yfir þá var ég að vinna næturvaktir, þennan dag þurfti ég að vakna snemma. Ég ætlaði til Hilmars sem þá var í hegðunargreiningu á Stuðlum. Ég kveiki í rælni á sjónvarpinu heima áður en ég fer, sé eitthvað brot að því sem er í gangi. Ég man að ég hugsaði með mér, andskotans amrísku bíómyndir alltaf ! Steinar keyrir mig svo á Stuðla og ég ber þar að dyrum. Það líður langur tími áður en opnað er og ég þurfti að berja oftar en einu sinni að dyrum. Loksins opnar starfsmaður, móður og másandi, hann þekkir okkur strax og segir óðamála...komiði bara inn og hann hverfur inn í setustofuna. Við göngum inn og sjáum að það standa allir fyrir framan sjónvarpið og horfa. Hvað er í gangi segi ég. Það var gerð árás á Bandaríkin segja þau öll.
Svo á Pétur,systursonur minn, afmæli í dag og þangað ætla ég á eftir. Ég var búin að biðja Hjalla og Anítu að koma líka. Þau þurfa að finna að þau tilheyri í fjölskyldunni, þau þurfa að fá okkar stuðning við það sem þeirra bíður. Stuðning allra hafa þau vísan. Þau eru búin að vera saman í 6 ár í september og mér gæti bara ekki þótt meira vænt um Anítu þó ég ætti hana sjálf. Hún er alveg yndisleg.
Svo hef ég alltaf haldið nokkuð mikið upp á eina af kærustum Hilmars. Ég hef geymt t.d. símanúmerið hennar þó að þau hafi verið fyrir nokkru hætt saman áður en hann lést. Hún kom svo oft með honum og er svo heillandi karakter. Það er meira að segja mynd af henni hérna, annars hef ég ekki birt myndir nema af þeim sem ég er alveg viss um að mega birta myndir af. Hún skammar mig þá bara þessi elska. Þá sendi ég Hjalla minn í að fótosjoppa myndina þannig að Himmi sé einn á henni, Hjalli hefur gert það áður.
Ég man ekki hvað ég ætlaði að skrifa meira. Ég fór aðeins í erindi áðan en lagði ekki í að fara í bankann. Ég er hálfléleg enn í erindum. Mér verður á að tárast yfir minnstu smámunum, eitthvað sem minnir mig á Himma eða ég fer að hugsa um hann. Það er ekki smart þegar maður stendur inn í banka eða einhverju svoleiðis....
Ásthildi Cesil og Óskari hennar Ásdísar óska ég til hamingju með daginn líka.
http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi
og hér er slóðin á ljósin hans Himma míns
11.9.2007 | 17:38
Hérna kemur þetta -kannski- þetta var spilað í útför Hilmars. Njótið vel, ég er farin í afmæli !
11.9.2007 | 22:03
Ég er frekar ósátt og ein megakrúttfærsla
við það að morgunblað birtir mynd af bíl manns sem lést í umferðarslysi núna, slysið gerist á sjöunda tímanum en myndin er fyrst birt 19.34
Okkur liggur ekki svona á fréttunum. Myndin er það skýr að þessi bifreið þekkist vel, tegund og litur. Mér finnst þetta tillitsleysi !
Þið eruð ótrúlega dugleg að setja ljós fyrir hann Himma á kertasíðunni hans, mér þykir voðalega vænt um það.http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi
Svo ætla ég að birta uppáhaldsmynd systur minnar, sem tróð okkur svo út af mat í afmælinu að við erum með á hreinu hvernig jólakalkúna líður !
ðð
Maður sér alveg hlýjuna í augunum hans þarna, elsku kallinn hennar mömmu sinnar
Svo kemur hér svakakrúttfærsla úr kommentunum. Ungi maðurinn sem um ræðir er dóttursonur minn, Patrekur Máni, hann er fimm ára síðan í júlí
Í gær var Patrekur að leika sér með vini og vinkonu hérna í garðinum. Þau voru að búa til sand-og drullukökur. Vinkonan spurði svo Patrek hvað þau ættu að gera við allar kökurnar. Þau voru þá búin að gera ca. 20 kökur en hann vildi endilega gera fleiri. Svarið hans var "Sko Selma, Hilmar bróðir mömmu var að deyja. Ef við gerum rosalega margar kökur þá getum við haldið stóra veislu fyrir hann í garðinum. Þá verður hann sko rosalega glaður á himninum"
Þetta er nú með því krúttlegasta sem ég hef heyrt, fékk mig allavega til að brosa allann hringinn. Og örugglega fengið Himma til þess sama. Svona getur maður nú verið hugulsamur þó maður sé bara fimm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. september 2007
10.9.2007
10.9.2007 | 11:40
ég er ykkur svo þakklát fyrir allan þennan mikla stuðning sem ég og mitt fólk höfum fengið, hann hefur hjálpað gríðarlega á erfiðum tímum. Ég ætla að sýna ykkur mynd sem mér finnst lýsa þessu vel hvernig ég hef upplifað ykkur.
Draumur minn um að ná að segja frá hvað Hilmar var hefur ræst, mín von eru sú að allir sem hafa lesið hér eitthvað af gagni hafi séð hann, son foreldra sinna, bróður systkyna sinna og vin vina sinna. Elskulegan strák sem fann ekki réttu leiðina.
Dómasystemið sem Hjalli er að fara í, þar voru þeir saman bræðurnir. Þetta held ég að Hilmar hafi vitað og vitað þar með að hann yrði að sitja af sér 9 mánaða skilorðið af þessum 3ja mánaða dómi sem hann þegar sat inni fyrir. Þetta ásamt öðru sem ég mun ekki fjalla um hér (ég má bara fjalla um mitt fólk) varð til þess að hann sá enga færa leið aðra en þessa.
Það er slagveður, útvortis og innvortis. En samt hef ég það merkilega gott, í sófanum með laptop og Kela knúsibollu hér til að hlýja mér á. Keli hafði einhvern grun um slæma atburði síðast þegar hann hitti Hilmar....hann urraði á hann og lét svo illa að við urðum að setja Kela í búrið. Hilmari leist bara ekki á blikuna. Keli hélt rosalega upp á Hilmar og hafði aldrei látið svona fyrr. Þetta veldur enn heilabrotum.
Vitið þið um góðan miðil ? Ég er ekkert inn í svoleiðis málum.
Ég er enn að hugsa upp leið til að fá sálfræðings/geðlæknaþjónustu elfda í fangelsunum. Það á að taka myndarlega á inní fangelsunum, það eru okkar allra hagsmunir að strákarnir komi betri út. Það gera þeir auðvitað ekki ef þeir eru geymdir þarna í búrum og ekki unnið vel með þá.
Það er verst að fangelsismálin falla undir ráðherra sem mér finnst hafa steinhjarta....því miður Björn Bjarnason, ég held að þú skiljir ekki sorg móður sem missir barnið sitt.
10.9.2007 | 22:19
öðruhvoru.
Ég verð að reyna að þola það líka, ég held bara að mig vanti knús
http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. september 2007
10 september 2007
10.9.2007 | 18:21
myndir sem hún Heiður var svo elskuleg að skanna og senda mér....
Hilmar í fermingunni sinni
Mamma heitin, Hilmar og pabbi
Sætir bræður, Björn Hilmar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. september 2007
9 september 2007
9.9.2007 | 09:11
frá því að sonur minn lést.
Ég er hvergi nálægt því að skilja það enn. Það virðist engu breyta að hafa séð lík hans né hafa verið í jarðarförinni. Ég er enn dofin og slegin yfir þessu.
Þegar ég fer út meðal fólks þá finnst mér ég alltaf sjá honum bregða fyrir...það liggur stundum við að ég sé eltandi unga menn eins og sauður til að vera viss um þar sé ekki Himmi minn.
Ég hef fengið undarlega spurningu nokkrum sinnum, fólk spyr ; ertu ekki að jafna þig á þessu? Hmm nei en ég er að læra að lifa með þessu....Það tekur áreiðanlega tíma.
Á hverjum degi segi ég sjálfri mér að ég megi fá kast á morgun svo fresta ég því um einn dag....ég get enn ekki hugsað um að ég sjái hann aldrei aftur, það er allt of sár hugsun.
Svo vakna ég eins og bjáni svona snemma á sunnudagsmorgni....til hvers ? Veit það ekki...
http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi
Vog: Gjöf þín frá himnunum er lækningakraftur. Þess vegna tekur þú eftir öllu sem fer úrskeiðis í heiminum. Kannski þarfnast slæmar aðstæður bara ástar þinnar?
Ég bætti við stjörnuspánni minni, hún er nú hálfskrýtin.....
9.9.2007 | 22:15
Fólkið hans Hilmars úr Grindavík kom í dag. Ég herti mig upp í að baka pönnsur á gasinu, ég hafði verið hálfkjarklaus að baka pönnsur. Það var eitthvað sem við Himmi gerðum alltaf þegar hann kom til mömmu eftir svona útivistir. Ég sagði það líka við hann núna þegar hann fór inn ; Himmi,við fáum okkur mikið af pönnsum þegar þú kemur aftur. Þetta eru bara 3 mánuðir og líða eins og skot bara !
Hann kemur aldrei í pönnsur til mömmu aftur þessi elska.
Það var gott að hitta þau, ég lét Hjalla koma líka og hann fékk ómetanlegan stuðning frá pabba sínum varðandi þetta dómavesen sem hann er að fara í. Það HAFÐI áhrif á Hjalta, hann talaði um það eftir á. Hann hefur séð pabba sinn í allt öðru ljósi síðan Hilmar okkar dó. Það verð ég ævinlega þakklát fyrir og ég veit að Grindavíkurfjölskyldan mun hjálpa til við að koma Hjalta á rétta braut aftur. Þau eru yndisleg.
Sollan mín á ósköp bágt, elsku amma hennar (síðasta amma krakkanna) lést 1 september. Það var merkileg kona, ég þarf að setja saman fallega grein um hana. Hún var amma allra krakkanna minna þó að DNA rannsóknir hefðu kannski leitt annað í ljós. Hún lagði á það ríka áherslu þegar ég skildi við son hennar að ég hefði ekki skilið við hana og samband okkar hélst áfram gott.
9.9.2007 | 22:15
Fólkið hans Hilmars úr Grindavík kom í dag. Ég herti mig upp í að baka pönnsur á gasinu, ég hafði verið hálfkjarklaus að baka pönnsur. Það var eitthvað sem við Himmi gerðum alltaf þegar hann kom til mömmu eftir svona útivistir. Ég sagði það líka við hann núna þegar hann fór inn ; Himmi,við fáum okkur mikið af pönnsum þegar þú kemur aftur. Þetta eru bara 3 mánuðir og líða eins og skot bara !
Hann kemur aldrei í pönnsur til mömmu aftur þessi elska.
Það var gott að hitta þau, ég lét Hjalla koma líka og hann fékk ómetanlegan stuðning frá pabba sínum varðandi þetta dómavesen sem hann er að fara í. Það HAFÐI áhrif á Hjalta, hann talaði um það eftir á. Hann hefur séð pabba sinn í allt öðru ljósi síðan Hilmar okkar dó. Það verð ég ævinlega þakklát fyrir og ég veit að Grindavíkurfjölskyldan mun hjálpa til við að koma Hjalta á rétta braut aftur. Þau eru yndisleg.
Sollan mín á ósköp bágt, elsku amma hennar (síðasta amma krakkanna) lést 1 september. Það var merkileg kona, ég þarf að setja saman fallega grein um hana. Hún var amma allra krakkanna minna þó að DNA rannsóknir hefðu kannski leitt annað í ljós. Hún lagði á það ríka áherslu þegar ég skildi við son hennar að ég hefði ekki skilið við hana og samband okkar hélst áfram gott.
Það eina sem skyggði á daginn er í kommentum hérna við næstu færslu að neðan. Ég mun biðja Guð að reyna að hjálpa með það mál eftir megni, svona má þetta ekki vera.
http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. september 2007
8 september 2007
8.9.2007 | 14:12
er í sjónvarpinu en að þessu sinni ekki í aðalhlutverki. Það er verið að sýna frá útför hans á ítalskri rás.Útförin fer fram í Dómkirkjunni í Modena, heimabæ hans. Það er alveg magnað að sjá þessa kirkju að innan,íburðurinn gríðarlegur og kirkjugestir taka nokkuð mikinn þátt í helgisiðunum. Maður sér glytta í nokkuð mörg stórmenni. Síðan Pavarotti lést þá hef ég verið að hlusta svolítið á hann á Youtube, bæði hann einan að syngja Nessun Dorma og svo tenórana þrjá, Pavarotti,Carreras og Domingo. Alveg magnaðir listamenn. Nú er Pavarotti farinn til himnaríkis og nú vil ég að hann syngi fyrir Himma minn, Nessun Dorma, af öllum kröftum með kveðju frá mömmu. Kistan hans er íburðarmikil og með fallegum silfurhöldum, stórri litríkri skreytingu ofan á.
Mér hefur borist styrkur víða að. Fyrirbænir fólks skila árangri, það efast ég ekki um. Bæði var haft samband við miðil og líka við nunnurnar í Hafnarfirði. Þær eru,greyin, búnar að vera á fjórum fótum í klaustrinu í nærri 3 vikur enda hefur mér ekki veitt af því. Það allra versta sem hrjáði mig í upphafi var það að mér var kennt sem krakka að ef maður fyrirfæri sér þá fengi maður ekki að koma til Himnaríkis. Tilhugsunin um minn dreng á vergangi eða á ljótum stað ætlaði að gera út af við mig. Sr.Bjarni sagði mér að þetta stæði hvergi í Biblíunni og Hilmari væri vís vist hjá Guði, Guð hefði fagnað honum eins og þeim týnda syni sem hann var. Mér létti stórlega.
Hilmar spilaði á allan tilfinningaskalann í fjölskyldunni sinni, stundum var ég reið við hann en þá kom hann oftast stökkvandi -hann þoldi sérlega illa að mamma væri reið við hann og hann vissi að fyrirgefning mömmu var alltaf vís. Bara knúsa gömluna sína og þá fyrirgaf hún,hann vissi að mamma er ekki langrækin við strákana sína. Mamma vill þeim vel og hefur áhyggjur þegar illa gengur. Oft var maður sár við hann líka, þá hafði hann gert eitthvað alveg glatað. En þegar hann dó þá var sátt við alla í fjölskyldunni nema Hjalta litla bróður hans. Þess vegna hefur þurft að halda svo utan um Hjaltann og segja honum aftur og aftur, Hilmar elskaði þig og hann var þér áreiðanlega ekki reiður þegar hann dó, alveg örugglega ekki. Hilmar var ekki langrækinn frekar en mamma hans. En vegna þess hversu blítt innræti Himmi hafði þá hentaði honum illa að vera í þessu lífi sem hann var kominn í, það kvaldi hann. Hann var þannig að hann mátti ekkert aumt sjá og hann vissi að hann olli fólki kvöl..bæði sínu fólki og fólki sem varð fyrir barðinu á honum. Oft hefur maður heyrt unga forherta snáða bölva lögreglunni í sand og ösku, það gerði Hilmar aldrei. Hann sagði mér að aðeins einusinni hefði lögreglan verið vond við hann,það var þegar hann var tekinn fyrir að aka eins og óður um allar götur í febrúar sl. " en mamma það var von,, sagði hann. ,,þeir voru orðnir dauðleiðir á að elta mig!" og svo kom ómótstæðilegt bros. Einuhverju sinni var verið að tala um matinn á Skólavörðustígnum, ég kallaði í hann og spurði hann hvort maturinn þar væri ómögulegur ? Hann horfði hissa á mig ,, nei það er allt í lagi með hann ". Þannig var Himmi, hann var jákvæður og geðgóður.
Ásta Björk minnist á orð prestins í ræðunni yfir Hilmari. Hérna kemur brot úr ræðunni ;
Í vor sagði Hilmar Már brosandi sínu blíðasta við móður
sína: Veist hvað ég gerði! Ég keypti græjur í bílinn
minn! Ég tók nótu og ég skal sýna þér hana.
Af þessu má sjá að Hilmar tók sjálfan sig mátulega hátíðlega og hann var að basla við að snúa við blaðinu. Það veit móðurhjartað fyrir víst. Það gekk bara ekki á nema eitt hátt.
-------------------------------------------------------------------------------------------------
Næsta áhyggjuefni hefur þegar druslað sér fram í dagsljósið. Hjalti ,sem átti einn 3ja mánaða dóm óafplánaðan ,fékk lögregluna í heimsókn í fyrradag. (dagur svörtu færslunnar) Í mars sl lét Hjalti eins og bjáni, hann var stelandi smáhlutum hingað og þangað og nú er komið að skuldadögunum. Hann á að mæta fyrir dóm í næstu viku. Ég hafði verið vongóð um að ná fram samfélagsþjónustu fyrir þennan 3ja mánaða dóm en nú er ég ekki bjartsýn. Eins og ég sagði við Hjalta þá mætti ekki vera eitthvað meira á leiðinni, það minnkaði svo líkurnar. Mín von er sú að vegna þess að hann hefur ekki setið inni áður þá fái hann kannski að vera á Kvíabryggju eða einhversstaðar þar sem vel fer um lítinn strák. Ég veit samt að þeir fyrir austan yrðu góðir við hann, þeir hafa svo sannarlega sýnt að í þeim býr gott hjartalag. Hann er alveg staðfastur í að hætta núna allri vitleysu og ætlar þá að ljúka afplánun með því að fara í meðferð. Hann er að vísu hættur í flestum efnunum, gengur illa að hætta í hassinu. Hjalti á líka nokkuð af umferðarsektum sem hann þarf að ganga frá. Nú er lag, Hjalli minn segir mamma sífellt. Þú verður líka að átta þig á að mamma getur ekki meira. Nú er mamma búin að missa Himma og mamma þolir ekki að missa líka Hjallann....Ég ætlast ekki til þess að synir mínir svari ekki til saka
fyrir það sem þeir gera en ég er að reyna að ætlast til þess af þeim (Hjalli einn eftir í þessarri deild) að þeir sjái að sér. Björn hefur aldrei farið eitt spor í þessa átt, hann leit alveg upp til Hilmars en fylgdi ekki í fótsporin slæmu. Sem betur fer.
Það er nokkuð rétt að yfir mér er friður. Það er friður sem mér er sendur, frá ykkur, frá öllum sem til okkar hugsa á þessum erfiðu tímamótum. Ég veit líka að drengurinn minn gengur í friði, héðan af getur enginn sært hann né meitt hann. Fái hann að kíkja aðeins á mömmu þá vil ég að hann sjái sannleikann. Mamma hans elskar hann og er ekki reið.
Nú hvet ég ykkur til að halda áfram að kvitta, það skiptir máli.
http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi
og kveikja á kertum, líka fyrir Hjalta sem þarf svo að taka sig á. Honum veitir ekki af styrk til þess
8.9.2007 | 21:22
Selfyssingar,systur og landsleikur
Hann Steinar er útnúmeraður (outnumbered) hérna í augnablikinu. Hann var nebblega ekki heima þegar fótboltinn byrjaði og við vorum að horfa á eitthvað annað - hann veit nú betur en að reka okkur Hjalla í að skipta um rás. Þar með liggur hann upp í rúmi og HLUSTAR á fótbolta.
Hjalli las færsluna um sig í dag og kom stökkvandi, ekki baun móðgaður samt yfir umfjöllun móður sinnar. Lát Hilmars hefur fengið hann til að skilja margt betur.
Ég hef þvælst um bloggheima og lesið hitt og þetta merkilegt í dag....þessi færsla hérna fannst mér ferlega fyndin og hálfeitruð...Nú þarf ég náttlega að skammast mína allaveganna til miðnættis.
Systir mín er í jeppaferð með vinnunni sinni og mér finnst það eiginlega glatað ! Hún fór til Berlínar í sumar og mér fundust þessir fimm dagar verða að eilífð. Of háð systur minni ? Gæti verið sko....
Björninn er að fara í spánnýja vinnu á eftir. Síðasti atvinnurekandi var svo almennilegur að senda Birni uppsagnarbréf að kvöldi útfarardags Hilmars...ótrúlega smart eða þannig sko .. Siggi Steinars hjálpaði litla bróður að finna aðra vinnu og það skotgekk alveg, við fórum svo í leiðangur með Björn um daginn..taka ljósmyndir, sækja skattkort og opna bankareikning..keyptum líka skó á hann. Hann átti bara gamla klossa sem áttu að vera reimaðir, reimarnar týndar og skórnir búnir. Þeim var hent með viðhöfn.
http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi
Ljósin hans Himma okkar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)