20.09.07

Ég er nebblega ógreidd og á náttkjólnum !

Hún Heiða gladdi mig í morgun (www.skessa.blog.is) Hún hittir svo gjörsamlega naglann á höfuðið í dag.

Ég er nokkuð viss um að ef ég færi fram á vefnum að fólk skrifaði undir áskorun um að bæta sálgæslu í fangelsum og byggja nýtt fangelsi fyrir yngstu afbrotamennina þá fengi ég ekki svona margar undirskriftir eins og áskorunin um Randver fær.

Málið er að fólk er oftast til í að skrifa sig á dægurmála áskoranir en þegar dauðans alvara blasir við þá koðna mótmælin oftar niður.

Ég vil líka stórauka það sem gæti heitið endurhæfing í fangelsum. Hilmar minn var t.d. þannig að hann kunni ekki að stjórna ofvirkninni sinni. Það hefði hann þurft að læra betur á. Í dag veit fólk mun meira um ofvirkni en það gerði. Hann var settur á lyf en það eitt er ekki nóg þegar ungir mann neita svo lyfjagjöf. Þegar hann hætti á lyfjunum þá var hann eins og blaðra,full blaðra sem maður sleppir áður en maður er búinn að binda hnútinn á hann. Blaðran fer um allt þar til loftið er búið.

Ég hef sagt ykkur að Hilmar var góðhjartaður, hann var stundum einum of góðhjartaður. Ef ég hefði t.d. sagt honum að JóiJóns væri vondur við mig og skuldaði mér aura þá hefði Hilmar brugðist við. Hann hefði ekki lamið Jóa en hann hefði farið og sótt eitthvað af eigum hans í bætur. Hálfgerður Hrói Höttur...á skakkan máta. Þá sagði mamma oft; Himmi minn, það má ekkert gera svona ! Þú lendir bara endalaust í klandri !! Já en mamma, veistu ekki hvað hann var búinn að gera við (einhvern vininn) ??. Hann vildi réttlæti en fór kolvitlaust í það...kolvitlaust.

Í fyrra varð hann var við að systir hans var eitthvað blönk. Hann sendi vinkonur sínar með aura og keypti af henni bílinn. Hann bjargaði málum þar. Þá sat hann inni og fékk einmitt viðbótardóm meðan hann sat inni.Það fannst honum erfitt þá. Það sama var að gerast nú, núna gat hann það ekki og gafst upp. Ég var að skoða færslur á gömlu bloggi síðan þá og ég sé að mamman gat þetta þá tæplega heldur. Ég hef verið farin að hlakka svo til að hitta hann og varð greinilega mjög sár þegar hann varð að vera lengur.

Hann var fyrst dæmdur 2004 og hann lést 2007. Þetta er ekki langur tími. Ég hef þá trú að ef það hefði verið hægt að gera eitthvað annað í hans málum þá hefði hann kannski náð betri tökum á sjálfum sér. Hann var ráðvilltur ungur maður með hjarta úr gulli, það vita allir sem þekktu hann.

Ég lokaði öðrum kafla í sorgarsögunni í gær, ég greiddi reikning útfararstofunnar. Þá er það frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband