Hvernig stendur á því ?

Að manni dettur það ekki í hug fyrr en svo seint að strákar eru alla tíð í mun meiri lífshættu en stúlkur ?

Strákar eru uppátækjasamir, það virðist vera í eðli þeirra. Þeir eru líka meiri glannar en stúlkur. Þeim virðist líka vera hættara við að svipta sig lífi.

Þegar maður horfir með stoltum móðursvip á drenginn sinn ungan þá dettur manni bara alls ekki í hug að eitthvað þannig geti komið fyrir.

HimmisætasturHvernig átti mér að hugkvæmast að þessi litli, sæti þarna væri í hættu staddur ?

Hugur minn er hjá öðru fólki í dag, fólki sem þarf að ganga þessa skelfilegu píslargöngu að hafa misst vegna sjálfsvígs.

Ég er ekki svo voðalega reið núna, það tókst mér að sofa úr mér aftur en ég ætla að sjá til á eftir hvort mér og gigtinni takist ekki að skreppa aðeins út í gönguferð. Arga út á sjóinn...

Ég er samt að hugsa á fullu og vildi hreinlega óska þess að ég gæti slökkt á heilanum, hann er orðinn svo þreyttur.

(þessi mynd af Himma er frá öðrum jólum hans, hann er nýorðinn ársgamall og situr þarna prakkaralegur í ömmusófa, auðvitað búin að spóla úr sokkum og skóm....sætastur !)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stelpan min! Það er heldur ekki hægt að hugsa þannig að börnin manns séu endalaust í hættu stödd - sem þau eru náttúrulega!!

Það mundi gera mann brjálaðan. En strákar ERU í miklu hærri áhættuflokki einmitt vegna alls þess sem þú telur upp og að auki eiga þeir miklu erfiðara með að nota orðin sín! Það er eins og þeir reyni alltaf að þegja allt í hel.

Vona að dagurinn þinn fari batnandi

Hrönn Sigurðardóttir, 26.11.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Innlitskvitt og kveðjur til þín.

Magnús Paul Korntop, 26.11.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Hugarfluga

Vildi óska að ég gæti sagt eða gert eitthvað til að láta þér líða betur. Það er svo erfitt að líða svona illa ... svo lýjandi.  Vonandi birtir upp hjá þér, Ragga mín.

Hugarfluga, 26.11.2008 kl. 15:28

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 26.11.2008 kl. 16:06

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 26.11.2008 kl. 18:53

6 identicon

Hæhæ. Við mamma vorum að eignast skanara og fundum í gömlum myndum frá ömmu Grétu og fundum mynd sem við höldum að sé af stelpunum þínum og eina af mömmu þinni.
Var að spá í að senda þér þær og vantar netfangið þitt :)
Bestu kveðjur úr sveitinni

Guðný (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:44

7 Smámynd: Ragnheiður

Já ! Guðný, endilega ....netfangið mitt er ragghh@simnet.is

Bestu kveðjur til baka í sveitina

Ragnheiður , 26.11.2008 kl. 19:52

8 Smámynd: Brynja skordal

komin aftur á kreik eftir netleysi! Falleg mynd sendi þér knús elskuleg

Brynja skordal, 26.11.2008 kl. 22:29

9 identicon

Æi þetta er svo vont.Faðmlag til þín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:07

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Falleg mynd. Ef þau gætu bara alltaf verið svona og við gætum alltaf passað þau.

Helga Magnúsdóttir, 26.11.2008 kl. 23:12

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku ljúfust Ragga míntakk fyrir mig ljúfust og sömuleiðis fallegu orðin þínég á alltaf til auka sængog ég á til nóg af ástég á til nóg af hlýju til að gefa þérá líka til stórt faðmlageinnig á ég til fleiri hlý orð handa þér elsku kellingin míneitt máttu vita ljúfust að sorgina þekki égog hún er það erfiðasta og sársaukafulla raun sem ég hef þurft að berjast viðog kannski þess vegna,skil ég þigmissirnn á elsku litla stóra barninu þínu mun alltaf verða sár,en við lærum samt að lifa með henniaf hverju jú,því við þurfum að hugsa um börnin okkar sem eru enn hjá okkur og þau elska okkur og sakna þess sem var áður en það er farið og hann kemur ekki aftur elsku vinkona míntaktu eitt skref áfram og einn dag í einu og ég skal lofa þér því að sorgin verður á endanum falleg ljúf og dýrmæt minningminning sem enginn getur tekið frá þér eða mér og þessar minningar þessar ljúfu einstöku minningar fara ekki,þær verða hjá þér um aldur og ævi.knús á þig elsku fallega konaog þúsund þakkir fyrir einstaka ljúfa og yndislega vináttu

MySpace and Orkut Rose Glitter Graphic - 2MySpace and Orkut Rose Glitter Graphic - 2

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.11.2008 kl. 23:25

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Yndisleg mynd af stráknum þínum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.11.2008 kl. 01:03

13 identicon

bara láta vita að ég les alltaf reglulega :)

Dísa (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:16

14 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Elsku Ragga sem betur fer veit maður ekki fyrirfram hvað skeður og hef ég verið þakklát fyrir það. Ástarkveðjur vina mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.11.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband