Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Kirkjugarðurinn
Hún gengur hægum skrefum upp slakkann, henni finnst þessi smábrekka alltaf verða brattari. Það marrar í snjónum undir fótum hennar, snjófjúkið treður sér milli laga og skopast glaðlega við nefið á henni. Hún staðnæmist, nuddar nefið og vefur sjalinu betur að sér. Þetta er nú meira rokið hugsar hún og dæsir. Það er svo sem aldrei skjól í þessum kirkjugarði. Samt var hann verri fyrir þessum þrjátíu árum sem liðin eru síðan sonur hennar var jarðsettur hérna. Þá var gröfin á nýjasta svæðinu og oftar en ekki göptu nýteknar grafir framan í hana þegar hún fór að vitja leiðis hans fyrstu árin. Glottandi ljótar grafir. Djúpar svartar holur.
Það setur að henni hroll. Ein alversta minningin í þessu öllu var að standa þarna á grafarbakkanum og horfa á hvítu kistuna hans, kyrfilega á grafarbotninum. Hana langaði allra mest að kasta sér ofan í gröfina og fá að vera hjá honum þar um alla eilífð. En vegna hinna barnanna þá var hún tilneydd að halda áfram, halda áfram brotin á sálinni, ónóg sjálfri sér og óhamingjusöm. Hvernig lifir maður barnið sitt ? hafði hún oft spurt sig. Hún vissi enn ekki svarið við því þó að svona mörg ár væru liðin. Hún vissi bara að hver dagur leið í tímans rás og á eftir honum kom sá næsti.
Á hverju kvöldi þegar hún lagðist til hvílu hugsaði hún með sér, jæja þá er þessi dagur liðinn og ég komin þeim deginum nær að hitta drenginn minn. Svo þraukaði hún, einn dag í einu.
Hún bar sig vel við sitt fólk og út á við. Henni var til efs að einhver myndi nenna að hlusta á hennar innstu sorg. Hún vildi ekki að neinn vissi að hún taldi bara dagana. Stundum fékk hún samviskubit vegna hinna barnanna sem sátu uppi með móður sem var meira og minna stödd í andanum hinumegin. Móður sem beið með gleði dauða síns. Hlakkaði til að fá að kveðja lífið og hitta hann aftur, þann sem hún missti.
Hún gekk aftur af stað.
Gröfin hans var hulin hvítri snjóábreiðu. Englarnir hans með smáskafla á vængjunum. Þarna situr einn og les í bók, hann er samt að skáskjóta augunum á næsta engil sem er að spila á hörpu. Þeir virðast ekki alveg sáttir við hvorn annan, líklega truflar hljóðfæraengillinn þennan sem er að reyna að lesa.
Hún lítur yfir allt til að sjá hvort sé ekki alveg allt með felldu. Stundum hafa englarnir verið oltnir um og þá þarf að laga þá til. En nú þarf ekkert að gera, þeir eru líklega frosnir á sinn stað.
Margt hefur gerst síðan drengurinn hennar dó. Hún hefur lifað af kreppuna og allskyns önnur vandræði í þjóðfélaginu en ekkert hefur snert við henni.
Hún signir yfir gröfina, vefur sjalinu enn betur að sér. Það setur að henni hroll og hún reynir að hraða sér til baka. Stígurinn er svo háll.
Hún kemur aftur á morgun
Athugasemdir
Sigrún Jónsdóttir, 19.11.2008 kl. 11:46
Hrönn Sigurðardóttir, 19.11.2008 kl. 12:07
M, 19.11.2008 kl. 12:25
Æ, Ragga. Þetta er sársaukafull færsla og ég vil trúa því að móðirin finni frið í hjartanu sínu og þrái og þakki fyrir að vera hérna megin móðunnar með hinum börnunum sínum og maka.
Hugarfluga, 19.11.2008 kl. 14:42
Ragga, lofaðu mér einu. Safnaðu þessum hugleiðingum þínum saman. Þetta eru sársaukafullar hugleiðingar en um leið svo fallegar.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:36
Dísin mín.......ég tel mig skilja þig........amk hef ég upplifað líka sögu , þó sem betur fer ekki með barnið mitt, , kann ekki að setja þig inn á msn en læt guttann minn gera það fljótlega, reyndi það en allt mistókst :(.......
Hugsa til þín mín ljúfa
Erna Friðriksdóttir, 19.11.2008 kl. 15:39
Sko... nú er það ekkert með það... Þú færð flíspeysu knús frá mér núna strax. Og svo færðu lopapeysuknús frá mér, vel upphitað og hlýtt, í kvöld, þegar ég kem heim og kemst í lopapeysuna.
*KNÚS*
Einar Indriðason, 19.11.2008 kl. 15:51
Takk Einar minn.
Erna ég er stundum svona fötluð með að setja inn á msn, sonurinn bjargar því oftast fyrir mig hehe.
Kidda mín, þetta geymist hérna.
Takk fyrir knúsin og kveðjurnar.
Þessi "saga" fór að ásækja mig eitt kvöldið eftir ferð í garðinn. Ákvað að setja hana þarna og losna við hana úr hausnum í leiðinni.
Knús á línuna
Ragnheiður , 19.11.2008 kl. 16:01
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 19.11.2008 kl. 16:02
Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.11.2008 kl. 16:39
Ljúfar og hlýjar kveðjur til þín elsku Ragga mínTakk takk elskan mín að deila þessu með okkurmegi allir Guðsenglar yfir þér vaka og vernda og veita þér styrk og trú í þinni einlægu miklu sorg
Vonin er afskaplega stillt,en sterk.Þótt lítið sé til að næra hana,getur hún þraukað.Þótt birtan sé af skornu skammti lifir hún af.Hún gerir okkur kleift að lifa.
Ástarkveðja til þín frá mér
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.11.2008 kl. 17:15
Eins og skrifað um mig.Hver dagur sem líður færir mig nær drengnum mínum.Hugsað en ekki sagt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:57
Skrifaðir þú þetta sjálf Ragnheiður ?
Anna Einarsdóttir, 19.11.2008 kl. 20:49
Já
Ragnheiður , 19.11.2008 kl. 20:52
Vóóóó Ragnheiður. Ég var handviss um að þú hefðir tekið þetta úr einhverjum merkum bókmenntum.
Nú ferð þú að skrifa bók Ragnheiður. (svona ákveðinn kall)
Þessi skrif eru ekkert annað en snilld !
Stórt, stórt knús á þig ljúfust.
Anna Einarsdóttir, 19.11.2008 kl. 21:02
... áhrifamikil saga... svakalega vel skrifuð... góðar kveðjur til þín...
Brattur, 19.11.2008 kl. 21:04
Takk
Ég gef kannski út bók, fyrir næstu jól með kirkjugarðasögum
Verulega upplífgandi í kreppunni hehehe
Knús á ykkur bæði, mestu krúttin
Ragnheiður , 19.11.2008 kl. 21:42
Þetta nístir inn að beini. Hvernig lifir maður barnið sitt? Það er örugglega ekki til eitt svar við því.
Helga Magnúsdóttir, 19.11.2008 kl. 22:28
Tek undir með því em hér hefur komið fram, ekki síst frá Önnu E. Ég hvet hvet þig il að halda áfram þessum skrfium, og gefa út í fylingu ímans. Kirkjugarðsögur er eins gott heiti og margt annað. Þú ert góður penni og hefur frá sársaukafullti reynslu að segja sem nær til og hjálpar mörtgum, mín kæra. Það er ekki öllum gefið.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:06
Kirkjugarðssögur eru meira að segja snilld í þinni frásögn. Kannaðist við hugsanirnar. Knús knús.
Marta smarta, 20.11.2008 kl. 02:19
Huld S. Ringsted, 20.11.2008 kl. 09:04
Svo fallegt, en sárt.
Hulla Dan, 20.11.2008 kl. 09:07
Sko, ég get ekki sett mig inn í þann hugarheim að missa barnið sitt. En það næsta sem ég kemst að skilja það er í gegnum þig og frásögur þínar. Það sem þú skrifar snertir svo sterkt við mér, og fleirum augljóslega. Eina sem mér dettur í hug er orðið "óbærilegt" .. Ég hef fengið nasaþefinn af þeirri tilfinningu í gegnum mitt annars brokkgenga (Pollýönnu)líf, þó sá óbærileiki sé sprottinn af sorgum sem eru annars eðlis.
Þakka þér fyrir að deila og þakka þér fyrir að skrifa um eitthvað sem skiptir máli. Skrifa af einlægni og heiðarleika um tilfinningar þínar. Hér þyrfti eiginlega að standa eitthvað fyndið til að væmnisjafna, en ég man ekki eftir neinu í augnablikinu.
LOVE
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 09:26
Ragga mín, ég syt hér með táin í augunum og sakan hans hvern dag hverja mínútu,veit bara ekki hvað ég get sagt meira.
Kveðja og knús til þin frá okkur hér.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.11.2008 kl. 09:38
mikið eru þetta falleg skrif!
alva (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.