Alveg að koma afmæli !

Það er alveg að koma afmæli

og ég er miklu rólegri en ég var síðast þegar þessi afmælisdagur rann upp. Síðast svaf ég ekki og var komin með bauga niður á höku. Skalf af þreytu og vanlíðan og sá ekki glaðan dag í eitt augnablik. Ég endaði á að gera það sem ég hafði aldrei gert fyrr, ekki viljað gera fyrr. Ég fór til læknis og fékk svefnlyf. Mér hefur alltaf verið bölvanlega við róandi lyf og svefnlyf en þarna játaði ég mig sigraða. Ég fékk nokkrar töflur og enn í dag hef ég ekki lokið við skammtinn sem ég fékk. Ég þurfti þess ekki. Um leið og ég náði að sofa í nokkrar nætur þá losnaði ég úr þessum vítahring sem ég var komin í.

Hérna er mynd sem tekin var á síðasta afmælinu hans sem hann lifði. Greinilega höfum við haldið afmælið hans degi of seint það árið og eins og myndin ber með sér þá hafði ekkert okkar grun um að þarna væri hans síðasti afmælisdagur upp runninn.

Hérna kemur slóð á kertasíðuna hans .

Ég hef enn ekki ákveðið hvort ég ætla að gera eitthvað sérstakt í tilefni afmælis hans. Samt ætla ég að færa honum rauðar rósir, tákn ástarinnar.

Þeir sem vilja leggja blóm á leiði hans um helgina fá hér slóð á hvar hann liggur og sefur sinn síðasta blund.

Angakallinn minn..ég ætla að ljúka þessari færslu með uppáhaldsmyndinni minni af honum.

Himmi að keyra

Menn verða ekki mikið sætari en þetta - gæðablóðið hennar mömmu sinnar InLove



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég man að ég sagði þér að það væri í lagi að fá eitthvað í smá tíma og það hefur reynst rétt. Þú þurftir svo sannarlega á því a halda þá.

Guði sé lof fyrir að þú ert sterk kona elsku Ragga mín. Ég sendi þér mínar bestu kveðjur og ég veit að þetta er erfitt. Guð veri með ykkur. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.11.2008 kl. 11:25

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 14.11.2008 kl. 11:27

3 identicon

Æ elsku Ragga mín! Ég held að ég geti nokkurn veginn gert mér í hugarlund hvernig þér líður. Ég bið góðan Guð um að vera með þér og gefa þér styrk og vonandi verður afmælisdagurinn hans Hilmars ljúfur og notalegur. Ég kveiki á kerti fyrir hann.

Ps. Mér finnst ég kannast eitthvað svo við umhverfið á myndinni af Hilmari, er hún nokkuð tekin hér í Vestmannaeyjum?

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:27

4 Smámynd: Ragnheiður

Jú ég held að þessi mynd geti verið tekin þar. Hann fór þangað einusinni á ævinni sinni. Gaman að fá að vita það.

Kærar þakkir fyrir kveðjurnar

Já Jórunn mín, það reyndist rétt vera enda gat ég ekki verið svona lengur....

Ragnheiður , 14.11.2008 kl. 11:29

5 identicon

Núna er ég svo tóm eftir alla hina færsluna. En sem betur fer þá eru gleðifréttir sem hjálpa til með sunnudaginn elsku vinkona.

Sammála með myndina, þessi og hin eru mínar uppáhaldsmyndir af honum. Mér líður alltaf svo vel að sitja og horfa á þessa elsku.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 11:35

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 11:43

7 Smámynd: M

M, 14.11.2008 kl. 12:52

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 15:11

9 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 14.11.2008 kl. 15:11

10 Smámynd: Hugarfluga

Gott að eiga góðar minningar í myndum.  Ómetanlegt í rauninni.  Yljaðu þér við þær, bloggvinkona. 

Hugarfluga, 14.11.2008 kl. 17:38

11 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Knús og klemm

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 14.11.2008 kl. 17:49

12 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 14.11.2008 kl. 18:10

13 Smámynd: Sigrún Óskars

 og kveðjur

Sigrún Óskars, 14.11.2008 kl. 18:23

14 Smámynd: Daggardropinn

þessir dagar eru alltaf svo erfiðir, ég kannast við það að hafa misst manneskju frá mér á þennan hátt, guð gefi þér og þínum góðan dag.

Daggardropinn, 14.11.2008 kl. 21:29

15 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og hlýjar kveðjur og von um frið í þinni einstöku sál

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:36

16 identicon

Æi já afmælisdagurinn hans.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:02

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 00:25

18 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 15.11.2008 kl. 09:10

19 Smámynd: Tína

Guð geymi þig og þína elskan mín.

Tína, 15.11.2008 kl. 12:48

20 Smámynd: .

Guð gefi þér frið og gleði í sálina, hrossið mitt góða.

., 15.11.2008 kl. 16:44

21 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Þessi mynd er tekin hérna í eyjum, á horninu Vestmannabraut-Kirkjuvegur. Hann hefur líklega verið á leiðinni til Kristjönu, en hún átti heima við hliðina á græna húsinu þarna á myndinni. Það var Margrét sem tók hana.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 15.11.2008 kl. 17:39

22 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Algerlega æðisleg afmælismynd. Minnir mann á hve augnablikið er dýrmætt Og kannski ekki síður hve mikilvægt það er að eiga góða myndavél til að skrásetja það

Margrét Birna Auðunsdóttir, 15.11.2008 kl. 19:13

23 identicon

Ekki skrýtið að þetta sé uppáhaldsmyndin. Hann er svo blíðlegur og fallegur á henni, elsku strákurinn.

Sendi þér risaknús af Skaganum.

Gurrí (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 19:31

24 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég skil þig ofurvel. Púff. Vona að morgundagurinn verði þér sem bestur.

Fjóla Æ., 15.11.2008 kl. 20:42

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guð gefi þér og þínum frið og ró það er það sem er mest um vert.
Elsku Ragga mín þú sterka duglega kona,
frá mér færðu ljós og kærleik
Þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.11.2008 kl. 21:34

26 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Ég spurði Margréti út í myndina. Þau voru að bíða eftir Fanney fyrir utan Glitnir, en hún þurfti að fara í hraðbanka. Þau voru búin að þanta sér pizzu og borðuðu hana í bílnum og notuðu pizzakassana fyrir diska. Mér finnst augnaráðið sýna, hversu vænt honum þótti um hana Margréti mína, enda voru þau mjög góðir vinir og ætlar hún að heimsækja hann á morgun. Vonandi verður morgundagurinn ekki allt of erfiður fyrir þig.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 15.11.2008 kl. 22:55

27 Smámynd: Ragnheiður

Já það er nákvæmlega málið. Honum þykir greinilega afar vænt um hana, það sést alveg langar leiðir.

Takk fyrir innleggin kæru vinir

Takk Matthilda mín, ómetanlegar upplýsingar fyrir sára móðurhjartað. Ég ætla að fara til hans á morgun og hitta fólkið mitt líka, þá sem koma.

Ragnheiður , 15.11.2008 kl. 22:58

28 Smámynd: lady

Til hamingju með daginn hans Hilmars heitinn,já maður veit ekki hvað er að missa  barnið sitt nema sá sem hefur kynnst því eins og þú,Ragga mín,ég var meir að lesa hjá þér gagnvart afmælinu hans Hilmars og sjá myndina af ykkur öll svo hress og brosandi eins og þú segir maður veit ældrei hver er næstur ,blessuð se minning Hilmars heitin sendi til ykkar stórt knús og kærleika með bestu kv Ólöf 

lady, 15.11.2008 kl. 23:13

29 Smámynd: Ragnheiður

Takk Ólöf mín

Ragnheiður , 15.11.2008 kl. 23:18

30 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.11.2008 kl. 23:50

31 Smámynd: Tiger

---------------------->  <---------------------

Til hamingju með strákinn þinn elsku Vinkona!

Tiger, 16.11.2008 kl. 00:18

32 Smámynd: JEG

JEG, 16.11.2008 kl. 00:29

33 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.11.2008 kl. 00:33

34 identicon

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:36

35 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Svala Erlendsdóttir, 16.11.2008 kl. 00:51

36 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 16.11.2008 kl. 05:51

37 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 16.11.2008 kl. 07:53

38 Smámynd: María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir, 16.11.2008 kl. 08:24

39 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Kærleikskvedja til ykkar allra .

Gudrún Hauksdótttir, 16.11.2008 kl. 08:36

40 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Kær kveðja til þín og ykkar allra Ragga mín

Ingunn Guðnadóttir, 16.11.2008 kl. 09:33

41 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 16.11.2008 kl. 11:25

42 identicon

Ragga mín innilegar hamingju óskir með Himma þinn.Þú ert dugleg og góð kona.Vonandi fylgjir ykkur friður og ró í dag sem og alla daga.Kærkveðja

Helga (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:43

43 identicon

Elsku Ragga, Steinar og þið öll sömul, vona að dagurinn verði góður fyrir ykkur öll.

Risaknús og risaklús til ykkar allra

Kidda (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 11:47

44 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju með afmælisdaginn Hilmar og til hamingju með hana sterku mömmu þína ;)

Heiða B. Heiðars, 16.11.2008 kl. 12:30

45 Smámynd: Sigrún Óskars

Megi ljós og kærleikur fylgja þér og þínum í dag Ragnheiður

Sigrún Óskars, 16.11.2008 kl. 13:30

46 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 14:00

47 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig Ragnheiður mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2008 kl. 15:16

48 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Hjóla-Hrönn, 16.11.2008 kl. 15:46

49 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

 Ég sendi þér stórt faðmlag.

Helga Magnúsdóttir, 16.11.2008 kl. 16:13

50 Smámynd: Líney

knús

Líney, 16.11.2008 kl. 19:50

51 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.11.2008 kl. 00:02

52 Smámynd: Marta smarta

   Reynið að sofa rótt kæru vinir.

Marta smarta, 17.11.2008 kl. 01:02

53 Smámynd: Einar Indriðason

Þó ég líti við svona seint.... alveg númer 54 eða svo... þá færðu nú samt knús frá mér.  Í þetta skiptið þá er þetta "bara" flíspeysu knús, og það verður að duga eins og er.

Farðu vel með þig og ykkur.

Einar Indriðason, 17.11.2008 kl. 08:48

54 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ó hvað þetta er falleg færsla. Um fallegan dreng Ragga mín. Myndin af öllu liðinu er svooo skemmtileg. Hlýtur að vera mikils virði að eiga hana. Og uppáhaldsmyndin þín stendur alltaf fyrir sínu og mun alltaf gera.

Innilega til hamingju með daginn hans Himma í gær.

Jóna Á. Gísladóttir, 17.11.2008 kl. 08:55

55 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 17.11.2008 kl. 10:26

56 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Knús, krús, kjams og blús

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.11.2008 kl. 12:24

57 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vona að gærdagurinn hafi ekki verið þér mjög erfiður

Hrönn Sigurðardóttir, 17.11.2008 kl. 15:59

58 Smámynd: Mummi Guð

Ég vona að þú hafir átt ágætan gærdag. Sérstakt að hugsa til þess að ég eigi kannski eftir að upplifa svipaðan dag á morgun!

Mummi Guð, 17.11.2008 kl. 21:38

59 Smámynd: Ragnheiður

Ég vona það Mummi minn, að ykkar dagur verði ekki alveg skelfilegur á morgun. Ég hugsa til ykkar með kærleik og styrk. Þið eruð að upplifa fyrsta afmælisdaginn eftir andlátið, hann fannst mér mun verri.

Ragnheiður , 17.11.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband