Fimmtudagur, 16. október 2008
Ég er nokkuð viss
um að þetta er ekki það sem ég og fleiri aðstandendur fanga höfum haft í huga þegar við höfum fagnað því að þeim gefist tækifæri til að mennta sig.
Mín sýn á þessi mál var einföld og kannski barnaleg. Ég vildi að þessir menn kæmu betri út og yrðu það sem við hin köllum "nýtir" þjóðfélagsþegnar.
Ekki að þeir menntuðu sig á einhverjum þeim sviðum sem stórvirkar í málum sem þessum.
Ég er hnuggin yfir þessu, ég er alltaf svo hrædd um að svona kappar skemmi fyrir þeim sem er í raun hægt að endurhæfa.
Ég á hinsvegar afmæli á morgun og ég er alveg búin að finna hvað mig langar í í afmælisgjöf, mig langar í tandurhreint hús...hehe. Kostar ekkert og ekki mjög erfitt í framkvæmd, en kannski verð ég bara að gefa mér gjöfina sjálf þetta árið.
Höfuðpaurar á reynslulausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru alltaf "svartir sauðir" sem skemma fyrir heildinni.
Til hamingju með afmælið á morgun....knús og kveðjur
Sigrún Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 21:13
Mikið er ég sammála þér, ég vil líka hreint hús í jóla og afmælisgjöf.... sting upp á því við vini og ættingja þegar líður að jólum.
Hafðu það gott mín kæra og stórt knús á þig.
Linda litla, 16.10.2008 kl. 21:21
Já mér var einmitt hugsað þetta þegar ég sá fréttina,það eru auðvita alltaf svartir sauðir sem eru í raun skemdavargar...
Knús til þín og atórt afmælis knús.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.10.2008 kl. 21:26
Við verðum vitanlega að horfast í augu við það að sumum er hreinlega ekki viðbjargandi. Það á þó að leggja áherslu á mannbætandi meðferð því þeir eru eflaust fleiri sem hægt er að bjarga.
Til lukku með afmælið á morgun. Ég myndi gefa þér hreint hús í afmælisgjöf ef ég væri ekki þessi endemis klaufi í húsverkum.
Helga Magnúsdóttir, 16.10.2008 kl. 21:33
Ragga, þetta breytir öngvu um að endurhæfíngarúrræðin eigi að vera góð, þó að fréttamenn vilji framsetja hlutina svona. Það þarf enda öngva 'efnaverkfræðíngzmenntun' til að framleiða ~ólöglegt~ lyfjadóp. Bara aðgang að alneti & einfalda leztrarskilníngskunnáttu & þokkalegt verkvit.
Hryggur af svörtum sauð er enda alveg jafn góður & hvítum.
Steingrímur Helgason, 16.10.2008 kl. 22:05
Já ok Steini minn, er þetta bara einfalt mál ? Ekki veit ég neitt um það sem betur fer enda bara góður borgari sem aldrei flækir sig í vitleysu, samt virðist mér hafa tekist að ná mér í milljarðaskuld án þess að fatta nokkuð hvernig ég fór að því að skuldsetja mig og mína afkomendur með þessum hætti en það er efni í annan pistil.
Ragnheiður , 16.10.2008 kl. 22:24
Ragga mín þú ert ekki bara stórskuldug kona, þú ert líka terroristi.
Knús inn í afmælisdaginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 23:42
Ó shit...ég gleymdi því auðvitað...
rækallans..er það þá endaþarmsleit í öllum flugstöðvum heimsins ?
Ragnheiður , 16.10.2008 kl. 23:47
Jabb verður ekki undan garnarrannsókn komist.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.