Lokafærslan hér

en maður á aldrei að segja aldrei.

Hérna hef ég safnað saman helstu færslunum eftir að Himmi dó. Ég vildi hafa þær aðgreindar frá blaðrinu á blogginu mínu, þá getur fólk kannski lesið þær en sleppt bullinu um hundinn og kettina, kallinn og krakkana, líkþornin og fjármálin og og og........

Bloggvinkona mín var að missa son sinn. www.lady.blog.is

Hennar spor verða svo ofsalega erfið og mér fannst hún hafa liðið nóg í sínu lífi áður en þetta kom í viðbót.

rosecandlesHugur minn er hjá þér elskuleg.

Ljósasíðan hans Himma er enn til -ég leit á hana í gær og sá kerti sem gladdi mig mikið. Málið er að við Sigga vissum fyrir nokkuð löngu (ekki alla tíð samt) að við ættum amk 2 bræður. Annar kom í ljós á facebook um daginn og við höfum verið að reyna að kynnast aðeins, allir voða feimnir og svona. En Kristján bróðir kveikti á kerti fyrir frænda sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Ragnheiður.

Ég rambaði inn á þetta blogg af tilviljun, og las það allt.

Ég vil byrja á að þakka þér fyrir að skrifa þetta, þakka þér fyrir hugrekkið sem þarf til að setja þessa umfjöllun á opinberann vettvang.

Fólk breytir rangt eða rétt, en það breytir ekkert hvað manni þykir vænt um það. Ég hef hugsað um hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir mín eigin börn, og það að sjá hvað getur gerst getur vonandi hjálpað einhverjum foreldrum  að leysa úr þeim vandamálum sem koma upp, og minna mann á að sá sem leiðist út í afbrot var barn, og er manneskja sem á ástvini, ekki bara "case" í fangelsiskerfinu.

Ari Kolbeinsson, 3.10.2009 kl. 13:02

2 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir þetta Ari. Þú nærð nákvæmlega tilætlun minni hér. Að láta fólk sjá að á bakvið alla eru manneskjur sem elska viðkomandi.

Hjartans þakkir

Ragnheiður , 3.10.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband