Laugardagur, 19. september 2009
20.09.07
áðan og tókum til á leiði Hilmars. Fjarlægðum kransana, þeir voru orðnir svo ljótir. Það eina sem er á leiðinu hans núna er rauða rósin sem Birna Dís kom með í morgun.
Hjalli hinn ólánsami kom hingað í fylgd með fullorðnum í dag. Hann á ekki að vera að keyra. Hann er að standa sig vel kallanginn minn og vill allt fyrir mömmu sína gera. Við ræðum líka hreinskilnislega um það að missa og hræðsluna í mér við að enda með að missa hann líka. Hann hefur verið í svo miklum áhættuhóp. Hann skilur mömmu betur nú.
Ég las í blaði í morgun frétt sem var mjög jákvæð. Strákar á Skólavörðustíg eru komnir í hópefli, þeir standa saman og styðja hvern annan. Mikið fannst mér þetta falleg frétt. Áfram strákar !!
Ég held að það sé ekki meira sem ég hef ætlað að segja ykkur akkurat núna. Ég hafði gott af skælinu í dag og það er friður í sálinni núna.
Munið Himmaljósin fallegu og kvitt fyrir innlitin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.