Sumt er bara einfaldlega fast saman

og það rak ég mig á í kvöld, er að vísu slatta pirruð enda drepleiðinleg vistin í þessu vaskafati. Steinar gat ómögulega sagt eða gert réttan hlut síðdegis, keyrði of hratt eða hægt eða ofan í holu eða næstum einhver á hann (hann var alveg saklaus þar hinsvegar) .....þegar mér finnst hann svona svakalega ómögulegur þá átta ég mig á því frekar fljótt að vandinn er allur mín megin.

Um daginn (fyrradag) ákváðum við að prufa heilsteiktan kjúlla úr Hagkaup, kvikindið kostaði innan við þúsundkall og það fylgdi honum flaska. Við bættum við hrásalati og átum skepnuna en náðum ekki nema rúmlega hálfum fyrra kvöldið, þá var að éta aftur kjúkling næsta kvöld en þá hélt ég að hann dygði ekki og sauð stóran hrísgrjónaskammt, sum til að hafa með en hin í graut.

Og þar stóð hnífurinn í kúnni í kvöld.

Það er ekkert til sem minnir meira á Himma en grjónagrautur með kanil.

"vittu kúlað"  spurði hann stundum þegar hann var lítill. Þá var hann að spá í súkkulaði. Hann var líka mikið hrifinn af Happa"krennum". Það voru margir labbitúrarnir út í sjoppu að ná í nýja Happaþrennu.

Stundum býður lífið manni undarlega flækju. Þegar Himmi var snúður þá bjó í nálægu húsi kona með álíka gamlan strák og annan á leiðinni , eins og ég. Við kynntumst aðeins en svo fluttum við burtu hvor frá annarri en ég hef fylgst með henni aðeins öðru hvoru svona úr fjarlægð.

Hún missti sinn dreng

Um daginn fletti ég honum upp í legstaðaskrá

Hann lést 19 ágúst

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daggardropinn

elsku Ragga mín, þetta er ótrúlegur heimur, ætla ekki að koma með fleiri klisjur hér, knúsa þig í botn í huganum og sendi þér góða strauma

Daggardropinn, 19.3.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Faðmur til þín

Hrönn Sigurðardóttir, 19.3.2009 kl. 21:59

3 identicon

Lífið getur verið alveg stórskrýtið, Ragga mín.

Góða nótt, vona að þú sofir rótt.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Stundum veltir maður fyrir sér hvort lífið sé tilviljanir eða hvort manni sé ætlað að ganga ákveðinn veg.  Ég hallast að því síðarnefnda vegna þess að stundum eru tilviljanir of ótrúlegar.

Sofðu vel. 

Anna Einarsdóttir, 19.3.2009 kl. 23:30

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég keypti mér svona steiktan lambabóg í Nóatúni um daginn og var svakalega glöð yfir því að Skúli Hansen afgreiddi mig, svo fór ég að hugsa   Hvað er þessi meistarakokkur að gera?  Hann er að afgreiða í Nóatúni  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2009 kl. 01:45

6 Smámynd: Sigrún Óskars

ég er sammála Önnu, lífið er ekki bara tilviljanir - en það er oft skrítið

Sigrún Óskars, 20.3.2009 kl. 08:49

7 Smámynd: Einar Indriðason

*KNÚS*

Einar Indriðason, 20.3.2009 kl. 08:50

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff, sorglegt.

En þessir tilbúnu kjúllar, ég skil ekki með þá.

Þeir eru ódýrari tilbúnir en hráir.

Það gjörsamlega er mér fyrirmunað að skilja.

Best að hafa svoleiðis aumingja í matinn í kvöld.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2009 kl. 09:43

9 Smámynd: Marta smarta

Knús.

Marta smarta, 20.3.2009 kl. 10:26

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já þetta er skrítinn heimur Ragga mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 20.3.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband