Sunnudagur, 28. september 2008
Má vera að þetta hljómi furðulega
en það verður bara að hafa það.
Hilmar minn er eitt þeirra barna sem ekki pössuðu í normið. Oftar en ekki var hann búinn að gera skammir af sér, hann virtist framkvæma hraðar en heilinn vann. Oftast vissi hann vel að um afbrot var að ræða. Hann varð ótrúlega sár við sjálfan sig. Þegar hann lést í fyrra þá misstum við svo mikið, við misstum strák sem elskaði okkur öll með stóra hjartanu sínu. Við elskuðum hann líka öll til baka. Annað var ekki hægt. Einn hans mesti kostur var hversu góður hann var, hann var meinlaus. Hann lenti í erfiðum aðilum, sem vildu láta hann bæta tjón sem hann olli. Á því hafði hann sjaldnast möguleika nema þegar hann sat þá inni fyrir brot sín. Þeir hræddu hann. Þeir hræddu okkur, stundum í gegnum hann.
Hann reyndist of meinlaus þegar upp var staðið, þeir brutu hann.
En líti ég til baka á strákinn minn, þá sé ég meinlausa bangsann minn. Ég er stolt af því að hafa fengið að vera móðir hans. Ég hefði ekki viljað missa af honum fyrir nokkurn mun. Hann var strákurinn minn, stóri glaði og káti strákurinn minn. Ég mun elska hann allt mitt líf. Ég mun líka vera honum þakklát allt mitt líf fyrir þá ást sem hann sýndi mér.
Hvíldu þig ástin mín, mamma elskar þig.
Athugasemdir
...og ég elska þig
Hrönn Sigurðardóttir, 28.9.2008 kl. 21:49
Helga skjol, 28.9.2008 kl. 22:02
Vitanlega elskarðu hann og ert stolt af því að vera mamma hans. Það sem ég hef kynnst honum í gegnum bloggið þitt sýnir svo vel að hann var enginn stórglæpamaður sem skaðaði aðra. Hann fór bara, eins og þú segir, stundum fram úr sjálfum sér.
Helga Magnúsdóttir, 28.9.2008 kl. 22:11
Engin tilfinning er voldugri en móðurástin - hún nær út yfir gröf og dauða.
Þú ert rík að eiga slíkar tilfinningar - og sonur þinn var ríkur að eiga móður sem elskaði hann með kostum og göllum - móður sem elskar hann enn, eins og hann var.
Hlý kveðja.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.9.2008 kl. 22:17
Knús Ragga mín
Huld S. Ringsted, 28.9.2008 kl. 22:18
Tek heils hugar undir orð Ólínu hér að ofan, þau segja í raun allt sem segja þarf, min kæra
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 28.9.2008 kl. 22:32
Knús og kvitt Ragga mín!
Berglind Nanna Ólínudóttir, 28.9.2008 kl. 22:34
Knús og kvitt
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.9.2008 kl. 23:01
"Ég hefði ekki viljað missa af honum fyrir nokkurn mun" er setning sem fær mig til að tárast. Elsku vinkona... það er svona jákvæð hugsun sem fleytir manni í gegn. Að vera þakklát fyrir að hafa fengið þó þann tíma sem maður fékk með barninu. Að gera sér grein fyrir að þrátt fyrir óendanlegan sársaukann við missinn, fékk maður að njóta ástar og nærveru við ástvininn um tíma.... ólýsanlega dýrmætan tíma.
Faðm.
Anna Einarsdóttir, 28.9.2008 kl. 23:03
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 23:50
Þú ert yndisleg Ragga mín
Sigrún Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 00:07
Eyrún Gísladóttir, 29.9.2008 kl. 01:01
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 02:32
Hulla Dan, 29.9.2008 kl. 07:27
Hjartafylli af ljúfu knúsi og fallegri hlýju til þín elsku Ragga mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.9.2008 kl. 09:34
Kristín Gunnarsdóttir, 29.9.2008 kl. 10:50
Ég kynntist Himma lítið eitt þessa einu helgi sem hann var hérna í eyjum. Mér fannst þarna fara drengur með stórt hjarta, þó að ég vissi að hann hafði lennt í einhverjum erfiðleikum, en ekki hverjum. Þú getur verið stolt af drenginum þínum.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 29.9.2008 kl. 11:23
Rut Rúnarsdóttir, 29.9.2008 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.