Sunnudagur, 21. september 2008
Málfarsþátturinn hinsegin
en hérna sko....
Heima hjá mér er orðið Úfinn notað í stað orðsins að vera reiður. Þetta er eins og margt annað frá Himma. Hann vildi helst leika úti annan daginn og hentaði ekki alltaf að koma inn í mat eða í hreint eða hvað það var sem móður hans hugkvæmdist að ónáða hann með.
Eitt sinn tók ég hann inn og hann var EKKI sáttur við mig. Í aumri tilraun til að skipta um umræðuefni þá kom móðurinni ekkert annað í hug en að beina athygli snáðans að undarlegri hárgreiðslu hans þegar lambhúshettan hafði verið rifin af önugum sveittum snáðanum. ,,Nei sko Himmi, þú ert úfinn !"sagði mamman.
Hann taldi mig vera að sneiða að honum fyrir geðvonskuna og síðan hefur alltaf verið sagt að einhver sé úfinn.
Annars er ég góð, en þið ?
Komið endilega með svona heimsmíðuð orðatiltæki ef þau finnast hjá ykkar fjölskyldum.
Athugasemdir
Að vera úfinn hefur svipaða merkingu í minni fjölskyldu og eflaust víðar. Sbr. úfinn sjór. Ég er t.d. afskaplega úfinn (geðvond) núna vegna þess að ég er með hita.
Kveðja og kaffiboð stendur enn opið út næstu viku.
Múhahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2008 kl. 17:26
"Ég sigli heim", þegar ég legg af stað frá fólkinu minu, og heim á leið....
(uppruni: óþekktur)
Einar Indriðason, 21.9.2008 kl. 18:02
~Þúrtnú meira mæjónezið, Jónazinn þinn ... ~
Steingrímur Helgason, 21.9.2008 kl. 20:02
Mér finnst það gott að nota orðið úfinn þegar einhver er úrillur. Man ekki eftir neinu sérstöku sem við segjum hér.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.9.2008 kl. 20:27
Hann gat nú ekki sagt það fyrst. Hann sagði bara ; Úvei ! og svo tók hann smá hárlokk upp og setti í brýrnar..bara sætastur
Ragnheiður , 21.9.2008 kl. 21:03
Elsku Ragga míntakk elskulegust fyrir blogg vináttunaknús á þig og bestu kveðjur til þín og þína
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.9.2008 kl. 21:37
Örbeygluofninn er ennþá notað á mínu heimili, en það var orðið sem minn yngri notaði á fyrirbærið örbylgjuofn, svo átti ég víst það til að vilja "melta mæðuna" þegar verið var að reka á eftir mér í uppvaskið í gamla daga.
Knús og kveðjur til ykkar Ragga mín
Sigrún Jónsdóttir, 21.9.2008 kl. 23:45
Hér er notað, ef einhver er að æsa sig, það er að hvessa. Ef húsmóðirinn sem er víst ég byrja að hvessa, þá er gefin út stormviðvörun á heimilinu sem er : Hann er sunnan sjö núna.....og þá koma þau sér öll í var og hundurinn líka. En það lægir nú oftast fljótt.
Erna, 22.9.2008 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.