Miðvikudagur, 3. september 2008
Fréttablogg
Tekið af www.visir.is núna rétt í þessu. Set þetta inn til skýringar fyrir þá sem halda að það séu alltaf bara jólin að vera í afplánun í íslensku fangelsi. Mín skoðun er sú, alveg bjargföst að það megi ekki stækka Litla Hraun. Hættan á málum eins og þessum eykst við það.
Hvert eiga menn að flýja þegar þeir verða fyrir barðinu á svona ?
Pólstjörnufangar kröfðu samfanga um verndartolla
Fangar sem afplána dóma á Litla-Hrauni vegna Pólstjörnumálsins hafa verið aðskildir vegna meintrar ofbeldisfullrar hegðunar innan veggja fangelsisins. Þeir hafa krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þá hafa þeir tvívegis ráðist á og slasað samfanga.
Fyrri líkamsárásin var í lok mars. Þá komu fjórir fangar inn í söluturn í fangelsinu þar sem fyrir var einn fangi. Hann vissi svo ekki fyrr en hann fékk sting í aðra rasskinnina. Þegar hann fór að huga betur að varð hann var við að í rasskinninni stóð útskurðarsporjárn sem einn mannanna fjögurra hafði stungið í hann. Fanginn var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárinu. Hann var síðan fluttur til áframhaldandi afplánunar í öðru fangelsi, þar sem hann dvelur nú. Hinir fjórir voru aðskildir og yfirheyrðir sem sakborningar.
Síðari árásin átti sér stað á fimmtudagsmorgun, í kennslustofu á Litla-Hrauni. Kennarinn þurfti að bregða sér frá örskamma stund. Þrír fangar notuðu tækifærið og réðust á samfanga sinn. Þeir létu högg og spörk dynja á honum þar sem hann lá á gólfinu. Meðal annars þurfti að sauma áverka á andliti hans, auk þess sem hann var blár og bólginn. Þá hafa borist kvartanir vegna þessara sömu manna þess efnis að þeir hafi krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.
Fangelsismálayfirvöld hafa gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að atburðir af þessu tagi geti endurtekið sig. Lögreglan á Selfossi hefur fengið bæði líkamsárásarmálin til rannsóknar. Rannsókn stungumálsins er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Vegna síðari líkamsárásarinnar hefur lögregla yfirheyrt þrettán fanga, eða alla þá sem voru í skólastofunni. Unnið er að rannsókn málsins af fullum krafti, en fangarnir þrír sem grunaðir eru um verknaðinn hafa neitað sök, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.- jss
Athugasemdir
Þetta er ógeðisheimur innan fangelsisveggjanna.
Ömurlegt að lesa þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2008 kl. 10:19
Það eru alltaf til menn sem eyðileggja það góða sem er verið að gera.
þessir menn eiga að vera í einangrun.
þetta er bara sárt að lesa.
Knús kveðjur Ragga mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 10:30
Já þetta er enginn sælu vist að vera þarna og er alveg sammála að það má alls ekki stækka Litla Hraun,las þetta í fréttablðinu í morgunn og varð hugsi...
Kveðja til ykkar Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.9.2008 kl. 10:32
.Þeir sem vilja bæta sig þarna,eiga fullt í fangi með það.Sorglegt að lesa um þetta
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 10:41
Það er sorglegt að vita að þetta skuli vera til. Ég skal viðurkenna það, að ég hélt að það væri yndislegt líf að vera fangi. eða segi kannski ekki alveg yndislegt líf, hélt að þeir hefðu það ekki slæmt fangar. En þetta er a.m.k. ekki grín.
Þekki einn sem var á hrauninu og var svo fluttur á Kvíarbryggju, búinn að vera þar í einhverja mánuði núna. Hann fer á Hlaðgerðarkot eftir ca. viku og verður þar í a.m.k. 6 vikur, svo fær hann að taka út restina á Vernd.
Vonandi verður tekið hart á þessum málum á Litla Hrauni. Það þurfa alltaf að vera einvherjir að eyðileggja fyrir öðrum.
Linda litla, 3.9.2008 kl. 10:57
Það eru ekki bara þessir aðilar sem eru hættulegir samföngum sínum. Ótrúlegt hvað viðgengst þar án þess að nokkur þori að segja neitt, sem ég skil vel.
Sumir fangar eiga bara að vera innan um sína líka og helst í einangrun.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 11:55
Nei það er sko ekki sældarlíf að vera í fangelsi...það er skelfilegt að lesa þetta. kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 3.9.2008 kl. 13:12
Þetta er ömurlegt að lesa. Þetta er eins og söguþráður í amerískum fangelsisþætti - eða mynd.
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 13:28
Þetta er jú ömurlegt að heyra, en mér skilst nú að svona sé viðloðandi víða í fangelsum. Engu að síður glatað.
Knús á þig Ragga mín.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:09
óskemmtileg lesning!
Nei það þarf sennilega ekki að stækka Hraunið, það þarf að fara aðrar leiðir
Guðrún Jóhannesdóttir, 3.9.2008 kl. 14:20
Að stækka Hraunið er út í hött. Þetta er harður heimur bæði utnan veggja og innan fyrir þá sem lenda í undirheimunum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.9.2008 kl. 18:18
Þetta er harður heimur og í rauninni var það bara tímaspursmál hvenær svona nokkuð gerðist. Þarna koma inn nokkrir félagar og í krafti fjöldans reyna þeir að ná völdum innan fangelsisins. Ég hef aldrei skilið fólk sem talar um að fangelsisvist sé eins og hóteldvöl. Ég held að ég vildi verða fyrir flestu öðru en frelsissviptingu.
Helga Magnúsdóttir, 3.9.2008 kl. 19:16
Þetta er hræðilegt - íslensk glæpaklíka, sem heimtar verndartolla. Eitthvað svo útlenskt.
Kannski eru "jólin" hér í íslenskum fangelsum miðað við t.d. í Litháen.
Sigrún Óskars, 3.9.2008 kl. 19:37
Í fyrsta lagi er ótrúlegt að fólk skuli gleypa allt sem sagt er í blöðunum. Í öðru lagi vil ég fá haldbær rök fyrir því að stærra fangelsi sé verra en minna.
Egill (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:11
Ég mun svara þér skilmerkilega seinna Egill, af ástæðum sem ekki verða opinberaðar get ég ekki svarað fyrri lið spurningar þinnar í bili.
Hvað seinni liðinn varðar þá er ég hrædd um að enn stærra L.H. verði erfiðara til eftirlits fyrir þá sem þar starfa.
Þakka ykkur hinum fyrir ykkar innlegg í málið
Ragnheiður , 3.9.2008 kl. 22:51
Hrikalegt að vita af þessu. Vona að það verði hart tekið á þessu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.