Mánudagur, 19. maí 2008
Í dag eru
liðnir 9 mánuðir síðan sonur minn ákvað að vera hér ekki lengur. 19 ágúst 2007 fyrirfór hann sér í fangelsinu á Litla Hrauni.
Dagarnir síðan hafa verið slæmir en misslæmir þó. Suma daga sit ég enn undrandi yfir hversu undarlega auðveldlega lífið hefur þó haldið áfram. Samt finn ég alla daga fyrir söknuði og sorg yfir að hafa misst hann. Ég ákvað á sínum tíma að reyna að jaxlast í gegnum þetta án hjálpar frá pillum eða neinu svoleiðis. Ég hafði ykkur hérna mér til aðstoðar, þið urðuð sálfræðingurinn minn, öxlin til að gráta á. Fyrir það verð ég alltaf þakklát.
Svona sá ég ykkur.
-----------------------------------------------------------------
Hérna kemur svo sagan um nafnið hennar Öldu, Dindind.
Hún bjó hjá okkur oft um lengri tíma. Einhverntímann hringdi síminn og Himmi svaraði. Hann var nú oft á talsverðri hraðferð. Hann hentist inn ganginn að sækja Öldu í símann og gólaði ; Alda Berglindindinddinddind!!!
Síðan hefur hún verið kölluð Dinddind hérna heima hjá okkur
Athugasemdir
Það verða tvö ár þann 9 júní hjá mér.Það er aðeins að byrja að skána lífið.Potast þó hægt fari.Þannig er sorgin.Söknuðurinn er og sorgin en það hafa orðið jákvæðar breitingar.Ég var í kirkjunni í Reykjanesbæ í gærkvöldi og kveikti auðvitað á kertum fyrir okkar stráka.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:32
Alveg datt mér í hug að Himminn þinn ætti orsökina á þessu skrýtna nafni Öldunnar þinnar. Heill meðgöngu tími síðan hann kvaddi, svona veltur tilveran áfram, hrossið mitt góða, og eitt er víst að ekki ráðum við ferðinni... mér þykir vænt um þig ..... þrátt fyrir að hafa aldrei séð þig.
., 19.5.2008 kl. 15:46
Marta smarta, 19.5.2008 kl. 15:47
Þið eruð yndislegar og svo sannarlega sömuleiðis elsku Halla mín, við eigum eftir að hittast. Það er ég viss um.
Elsku Marta, þú skilur manna best, það veit ég svo vel
Ragnheiður , 19.5.2008 kl. 15:57
Endalaust af knúsi á þig elsku bloggvinkona
Hulla Dan, 19.5.2008 kl. 16:06
Heil eilífð búin að líða. Skil þig svo vel það eru bara næstum 2 mánuðir hjá mér og það er eilífð.
Kveiki á kerti fyrir þig núna þegar mér er það kleift. Knús á þig.
Fjóla Æ., 19.5.2008 kl. 16:06
Hvern dag hverja mínútu hverja sekúntu sakna ég Himma en auðvita mis mikið þó....
Ég hló bara þegar ég las Dinddind var búin að gleyma þessu og hvað þetta var oft sagt á mínu heimili sérstaklega þegar hún var sem mest hjá þér alltaf gaman að rifja upp takk Ragga.
Kveðja og knús á nesið til ykkar
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 19.5.2008 kl. 16:22
Hugur minn dvelur hjá þér í dag og nú seinnipartinn mun loga á kerti á stofuborðinu mínu fyrir Himma. Í mínum huga ertu hetja fyrir að deila þessari erfiðu reynslu með okkur.
Kv.
Dísaskvísan
Dísaskvísa, 19.5.2008 kl. 16:57
Elsku Ragga Kærleik og knús færðu fyrir þig og þau skjóðan mín.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.5.2008 kl. 17:09
Timinn vinnur með manni þó söknuðurinn hverfi aldrei það verður bærilegra að bera sorgina.....frábært nafn og hvernig það er tilkomið...dinddind
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.5.2008 kl. 17:15
Kveikti á kerti í stofunni minni til minningar um Himma
Þó ert ótrúleg hetja að mínu mati
Knús á þig
Anna Margrét Bragadóttir, 19.5.2008 kl. 17:18
Milljón kerti og knús til þín elsku Ragga.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2008 kl. 17:43
Það er á hverjum degi kveikt á kerti hjá mér, bæði fyrir þig og alla sem eiga um sárt að binda.
Knús elsku Ragga, þú ert hetja
Huld S. Ringsted, 19.5.2008 kl. 18:05
ÉG átti yndislega vinkonu sem missti dóttur sína árið 1999, 9 mánuðum seinna dó hún sjálf í bílslysi, í mínum huga er samt skýrt að hún dó úr sorg, hef aldrei kynnst annari eins sorg. Ég hugsa alltaf til ykkar elsku Ragga
Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 18:18
Mín kæra og ljúfa Ragnheiður. Það var mér heiður að kynnast þér hérna á blogginu og sannarlega hef ég fallið fyrir styrkleika og dugnaði þínum. Þú hefur sýnt mikinn dugnað með því að skrifa um sorg þína og ég er handviss um að þú hefur hjálpað mörgum með að blogga um allt ferlið.
Gott að vita að þú hafir sótt styrk í bloggvini þína, sannarlega held ég að við höfum öll reynt eftir fremsta megni að vera þér styrkur með orðum og vináttu. Sannarlega vona ég að þér sé farið að finnast lífið auðveldara og að meiri birta sé farin að sjást framundan hjá þér mín kæra. Svo mikið til í því að lífið heldur sannarlega áfram og tíminn mildar sorg og vanlíðan. Heljarmikið knús á þig elskulegust og gæti þín og þinna - englar heimsins.
Tiger, 19.5.2008 kl. 19:15
Blessuð sé minning hans himma þíns og knús til þín.
Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 19:38
Hann hefur verið mikill húmoristi hann Himmi þinn
M, 19.5.2008 kl. 20:29
Ég held, elsku Ragga mín, að þú áttir þig ekki hvað þú hefur gert mikið fyrir aðra með skrifunum þínum, mér hlýnar svo oft um hjartarætur þegar ég les síðuna þína. Þú hefur sýnt mörgum þennan heim sem margir hafa kosið að fyrirlíta (af vanþekkingu) og opnað augu fólks fyrir hinni hliðinni. Mér finnst ég orðið þekkja Himma þinn og mér líkar einstaklega vel við hann. Risaklús í bæinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.5.2008 kl. 21:03
Kærleikskveðjur
Sigrún Jónsdóttir, 19.5.2008 kl. 21:19
Ég kveiki á kerti fyrir Himma þinn og sendi þér samúðar- og baráttukveðjur, því barátta hlýtur það að vera að komast heill í gegnum svona áfall.
Helga Magnúsdóttir, 19.5.2008 kl. 22:05
Hér er kveikt á kerti fyrir Himma ykkar þú hefur gefið mikið með skrifum þínum Ragga mín knús inn í nóttina
Brynja skordal, 19.5.2008 kl. 22:22
Það er ekki annað hægt en að þykja vænt um þig, Ragga. Þú gerir það svo auðvelt. Himmi er hjá þér, hvort sem þú trúir því eða ekki. Ég skrökva aldrei. Sendi Dindind góða strauma áfram. Knús á þig, darling.
Hugarfluga, 19.5.2008 kl. 22:26
Elsku Ragga, ég kveiki á kertum mínum, og drýp höfði af virðingu til þín, sem hefur miðlað okkur bloggvinum svo miklu í óendanlegri sorg þinni. - Ég kveiki á öðru kerti til minningar um HIMMA ÞINN. - Þannig finnst mér ég styrkja þig best, með því að senda þér ljós og mínar fallegustu hugsanir. Og óskir til þín um bjarta framtíð. Kærleikskveðja Lilja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 22:41
elsku Ragga mín mikið ertu búin að vera dugleg ég kveikti á eitt grænt kerti í kvöld og bað fyrir þér og fjölsk kær kveðja ÓLÖF
lady, 19.5.2008 kl. 23:02
Kærleiksríkar kveðjur til ykkar allra.
Heiða Þórðar, 19.5.2008 kl. 23:13
Elsku Ragga, mikið skil ég þig vel núna! Og það er alveg satt sem fram hefur komið, að þetta smá potast, og áður en yfir lýkur, verður sorgin yfirstaðin, og söknuðurinn orðinn ljúfur, og þú getur dregið fram minningarnar til þess eins að brosa og ylja þér á þeim. Það geri ég með minningarnar um bróður minn, sem ákvað að kveðja fyrir meira en 12 árum síðan. Nú nýt ég þess að tala um hann, og sjaldnast er það með sorg, en alltaf með óendanlegri hlýju og mikilli væntumþykju. Ég sendi knús á þig og þína, kveiki á kerti fyrir Himma og öðru fyrir þig, og því þriðja fyrir Dindind. Knús í nóttinni!
Berglind Nanna Ólínudóttir, 20.5.2008 kl. 04:27
Það eru komnir 9 mánuðir. Ég get ekki sett mig í þessi spor, en það hlýtur að vera mikil sorg að missa barnið sitt svona. Ég hef misst nokkra kunningja undnafarin ár, sem hafa framið sjálfsmorð, over dose-að eða dáið af völdum fíkniefna. Það er sorglegt, en langt frá því jafn sorglegt og það sem þú ert að ganga í gegnum.
Hafðu það gott elsku Ragga, guð geymi þig og þína.
Linda litla, 20.5.2008 kl. 08:53
Knús Ragga mín
Benna, 21.5.2008 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.