Miðvikudagur, 7. maí 2008
Yessss!
Ég hafði áhyggjur af þessu en þarf þess þá ekki lengur. Þetta kemur mínum fanga ekki til gagns en þetta er samt frábært. Þetta er líka að mínu mati eina leiðin til að einhver von sé til þess að þeir komi betri þaðan út. Það hlýtur að vera takmarkið ! Fyrir okkur öll, ekki bara þá og aðstandendur þeirra, heldur samfélagið allt.
Ég hlustaði á rás 1 í dag eins og svo oft áður. Það hefur samt aldrei gerst áður að ég var komin með kökk í hálsinn og það sauð á mér reiði þegar ég var búin að hlusta á hálfan þáttinn. Í þættinum var fjallað um söng geldinga og spiluð eina upptakan sem til er af slíkum söng. Maðurinn söng á ítölsku og ég skildi ekki eitt orð en einhvern veginn skynjaði ég svo mikla sorg og örvæntingu í gegnum söng hans. Ég hef óskaplega gaman af því að hlusta á söng en þessi áhrif voru undarleg. Það sauð á mér alveg, ég sá fyrir mér meðferðina á þessum manni, þá ungum pilti. Endir varð sá að geldingar voru bannaðir og þessi siður lagðist sem betur fer af en lengst hélt páfagarður í hefðina. Þetta var auðvitað enn ein misþyrmingin í boði kirkjunnar.
Ég er að hugsa um að fara á útskrifartónleika annað kvöld.
Listaháskóli Íslands - Útskriftartónleikar
Þorvaldur Kr. Þorvaldsson, bassi, 8. maí 2008 KL. 20:00, Verð:
SÖNGTÓNLEIKAR
Þorvaldur Kr. Þorvaldsson, bassi.
Á efnisskrá eru verk eftir JSBach, Beethoven, Karl O. Runólfsson, Tshaikovsky og Verdi.
Meðleikarar Selma Guðmundsdóttir, píanó, Lenka Matéová, orgel, Þorgerður Edda Hall, selló.
Útskriftartónleikar frá Listaháskóla Íslands. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir!
15 milljónir í meðferðargang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
..... Loksins fara peningar í verðug málefni! Það var löngu tímabært. Sammála þér Ragnheiður mín að vonandi verður þetta til að hjálpa einhverjum þó margir hafi misst af þessum möguleika sér til lífs og framtíðar. Húrra fyrir þessu.
Knús í daginn þinn mín kæra!
Tiger, 7.5.2008 kl. 18:13
kvitt, kvitt til þín
Erna Friðriksdóttir, 7.5.2008 kl. 19:06
Það er sko orðið löngu tímabært að peningarnir fari á réttan stað. HEYR HEYR
Linda litla, 7.5.2008 kl. 19:31
Komin tími til
Hafðu það gott Ragga mín
Eyrún Gísladóttir, 7.5.2008 kl. 19:35
Mér var einmitt hugsað til þín þegar ég sá þessa frétt. Gott að þetta reddaðist. Kærleikskveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 19:38
Loksins var gert eitthvað gott mikið er ég glöð að sjá þessa frétt.
Þessir tónleikar verða örugglega frábærir hann syngur mjög vel og fallega.
Kveðja til ykkar.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.5.2008 kl. 19:39
Ástarkveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.5.2008 kl. 20:25
Knús á þig
Anna Margrét Bragadóttir, 7.5.2008 kl. 20:27
Frábært knús til þín Elskuleg
Brynja skordal, 7.5.2008 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.