Mánudagur, 28. apríl 2008
Í felum
Stundum er ég að fela mig fyrir ykkur, ég skrifa prakkaralega færslu og sýni ykkur bara yfirborðið. Það eru dagarnir þegar ég held að afneitun dugi á ástandið.
Eins og þið hafið séð þá hef ég tekið upp störf á hinum vettvanginum líka. Það hef ég ekki treyst mér til að gera fyrr en nú. Ég hef átt erfitt með að vera ein með hugsunum mínum. Það starf byggist oft upp á mikilli bið milli ferða og það var mér erfitt. Svo er maður að þvælast um allt og á staði sem minna mig á Himma og það var líka erfitt. Málið er hinsvegar það að það er ekki hægt að reka leigubíl bara með afleysingamanni um helgar, þó ég sé með afar góðan helgarmann. Reksturinn á þessu kostar of mikið til að þetta sé hægt.
Ég hef neitað mér um að horfast í augu við að Himmi komi aldrei aftur. Ég hef tekið einn dag í einu og vakna á morgnanna og hugsa með mér ; þú þarft bara að lifa þennan dag, ekki hugsa um meira.
Hvern dag hugsa ég um prakkaraglottið, letilega Hæið hans ( það var eiginlega svona Haaaæjj) . Ég hef reynt að skoða hvað er svona sárt. Stundum finnst mér það vera að vonin um að hann yrði góður og nýtur þjóðfélagsþegn er brostin. Stundum græt ég framtíð hans sem ekki verður. Ég tætist um innan í höfðinu á mér og reyni að finna eitthvað til huggunar. Hann átti þó allaveganna ekki börn sem þurfa að alast upp föðurlaus hugsa ég í örvæntingu. Ég reyni að setja mig aftur fyrir hina, reyni að breiða yfir alla aðra og geymi sjálfa mig.
Heiður mín elskuleg skrifar ótrúlega góðan pistil í dag, allir að lesa hann. Slóðin til hennar er www.snar.blog.is
Fyrir þá sem muna það ekki þá var Himmi hjá þeim frá 9 ára til hvað 17 ára aldurs ? . Það var til þess að reyna að koma Himma í rétta átt en það gekk ekki. Það var þó alls ekki þeim að kenna. Þau reyndu gjörsamlega allt til að aðstoða þennan vegvillta unga mann. Hann fór bara sínu fram. Hann var eins og foss, rann áfram stjórnlaust.
Ég skrifaði í komment hjá Heiði. Þið sjáið um hvað hún fjallar. Þennan sólardag í ágúst kom fangelsispresturinn til okkar. Hann kom hingað, tilkynnti atburði og fór svo enda þurfti hann að koma við á 2 öðrum stöðum. Málið er að okkur hefði ekkert veitt að að fá okkar eigin sóknarpresta með honum eða einhvern sálgæsluaðila sem hefði getað stoppað lengur, setið með okkur og aðstoðað. Einhvern til að hjálpa okkur.
Ég hef stundum séð fólk hnýta í fyrirbærið áfallahjálp. Áfallahjálp er áreiðanlega ágæt. Fangaverðir og fangar fyrir austan fengu áfallahjálp. Það gleymdist aðeins eitt smáatriði, fjölskyldur Hilmars Más.
Nú ætla ég að fara að skoða hagtölur, til að sjá hversu margir fóru sömu leið og Másipjási minn í fyrra, eða hversu margir eru skráðir þannig. Mér var gerð grein fyrir síðast þegar ég birti slíkar tölur að þær væru alls ekki tæmandi. Stundum væru sjálfsvíg skráð slysfarir en væru það ekki í raun.
Athugasemdir
Ég grátbað um áfallahjálp fyrir mig og mína í 5 LÖNG ÁR.Ekki er sú hjálp enn komin.Ég gekk lækna á milli á LSH en var ávallt vísað frá.Ég las færsluna hennar Heiðu en kvittaði ekki.Ég er líka í felum suma daga.(flesta daga fynnst mér stundum).Góðan dag annars
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:39
Þetta er alveg glatað Birna mín, við bara virðumst ekki vera með í dæminu.
Ragnheiður , 28.4.2008 kl. 10:41
Það er í rauninni fáranlegt að þeir sem þurfa mest á áfallahjálpinni að halda skuli ekki fá hana. Það getur ekki verið öðruvísi að óvænt dauðsfall ástvinar hvort sem um er að ræða slys eða sjálfsvíg að við þannig aðstæður sé meiri þörf á hjálp heldur en þegar ástvinir fara vegna alvarlegra sjúkdóma. Þá finnur maður fyrir létti yfir að viðkomandi hefur fengið hvíld frá veikindunum. En það er ekki þannig þegar um óvænta brottför er um að ræða, þá er enginn undirbúningur og margt sem kemur upp, sem kemur ekki upp við alvarleg veikindi. En er nauðsynlegt að taka á, eins og reiðinni, eftirsjánni og mörgu öðru.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:00
Ég sendi bara stórt knús í vanmætti mínum.
Fjóla Æ., 28.4.2008 kl. 11:00
Hrönn Sigurðardóttir, 28.4.2008 kl. 11:07
Ég er alveg sammála þér Ragga okkar prestur (hvort sem það var þinn eða minn prestur)átti auðvita að koma með fangaprestinum, þegar ég talaði við prestinn hér fyrir um 2 vikum síðan þá sagði hún mér að hún hefði viljað vita að það var fólk í sinni sókn sem átti jafn erfitt og við hún sagði líka að hefði hún vitað þetta þá hefði hún komið og boðið hjálp(en eins og ég segi á mínu bloggi var hún ný komin til starfa og þekkti ekki nógu vel til).
Ég hef líka oft hugsa um Himma hvað ef hann hefði átt barn ég er afskaplega feginn að hann átti ekki barn því þá ætti það ekki pabba Hilmar var rosalega góður við börn og það get ég sagt því hann elskaði litlu systkini sín og þau elskuðu Himma af öllu hjárta og það var ekkert meira gamana hjá þeim en þegar hann kom og þau máttu labba upp eftir honum og hann hélt í hendurnar á þeim og svo stórt Himmaknús þegar á leiðar enda var komið þetta var Hilmar Már.
Ég held líka að það sé af hinu góða ef umræða fer af stað um þessi mál.
Kveðja til þín og takk fyrir allt.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.4.2008 kl. 11:09
Heiður, manstu hvernig þetta fór fram þegar Hafþór dó ? fenguð þið enga spes aðstoð þá heldur ?
Ragnheiður , 28.4.2008 kl. 11:15
Ragga.
Þegar Hafþór dó var þetta einhvern veginn allt öðruvísi presturinn sem var hér í afleisingum og fermdi Himma(þessi gamli ef þú manst) hann kom til okkar hann talaði við Gísla Sigga bað prestinn fyrir norðann að gera það ég var að svæfa Sverrir þegar hann kom svo þegar presturinn Gísli kom og sagði mér þetta maður ýtti svo sorginni til hliðar og bað að Davíð litli fengi að lifa og vera með okkur hann slasaðist svo mikið og fór eiginlega öll orka í það á þessum tíma var ég á steipinum með Ástu átti bara nokkra daga eftir við fengum enga áfallahjálp þá heldur en með tímanum bældi maður sorgina niður og sat með það þannig en svo þegar ég fer að vinna með Himma sorg núna þá kom auðvita allt upp með Hafþór líka þetta var allt óunnið í sálinni og hjartanu.
þetta var held ég nokkuð svona held að það sé hægt að bæla svona niður en það kemur alltaf sá tími að þetta kemur upp aftur þess vegna er áfallahjálp alveg nauðsynleg.
Kveðja Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.4.2008 kl. 12:00
Þú segir satt og ég hugsaði oft um það áður fyrr að fjölskyldur í vanda fá alrei áfallahjálp.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.4.2008 kl. 12:32
held að ég fari 100% með rétt mál þegar ég segi að það hafi í raun enginn fengið hjálp þegar Hafþór dó nema ég....töluðum um þetta á LSP þegar við vorum þar systur..NEI bara þeir sem hafa lent i slysi, orðið vitin af slysi eða verið valdur af slysi fá áfallahjálp var útskýringin sem við fengum...ekki þó að hún hafi verið stödd í öðru landi..alein...kom heim í einu hendings kasti og allt í pati...EKKERT og það var bara sagt ...átt ekki rétt á því...og málið dautt....aftur á móti er áfallateymi hérna á FSA sem er bara yndislegt...kona sem heitir Kristjana sem ég gekk til í marga mánuði á eftir... bara til að blaðra við utanaðkomandi....þar fékk maður hjálp strax um kvöldið/nóttina þegar við komum inn á spítalann og þær fylgdust með okkur fyrir sunnan og allt. en það sem líka gleymist oft er að ekki síður þarf maður á hjálpinni að halda seinna...hálfu ári eða seinna þó maður telji sig ekki þurfa á henni að halda strax fyrsta sólarhringinn....
vá gæti skrifað heilt blogg um þetta :)....segjum bara að starfsfólk LSP sé ekki í uppáhaldi hjá okkur :)
knús og þig og kallana þína :)
Dísa (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:40
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.4.2008 kl. 14:45
Ég hugsa oft þil þín elsku Ragga.Mér skortir orð þetta er svo sárt.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.4.2008 kl. 15:33
Þið eruð hetjur ....
Mundu eftir sjálfri þér kæra mín ...
Kveðja Inda
Inda (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 16:08
Ég veit ekki alveg hvað málið er með þessa svokölluðu áfallahjálp, hvað þá "sáluhjálp" sem hverfispresturinn á að veita þegar ástvinur deyr svona skyndilega.
Ég man þegar að bróðir minn fannst loksins eftir einhvera leit, þá látinn einhversstaðar middle of nowhere þá fékk ég og mín fjölskylda að vita það í gegnum síma bara eins og það væri verið að ræða um veðrið, og lögreglumanninum virtist eiginlega vera alveg sama hverjum hann tilkynnti um málið því að hann spurði ekki einu sinni eftir pabba mínum, heldur sagði bara þeim sem svaraði erindið sem var ég.... Hálftíma síðar eða eitthvað, gæti hafa verið styttri tími, gæti þó verið lengri...man þetta ekki alveg. Þá komu tveir lögregluþjónar heim og þá til þess eins að spyrja spurninga um bróðir minn og svo fóru þeir bara og við sátum öll eftir...ein og vissum ekkert um ekkert.
Það var ekki fyrr en einhverjum klukkustundum eftir þetta sem að vinkona pabba míns kom til okkar og varð alveg brjáluð yfir að það væri enginn hjá okkur til að tala við okkur eða veita okkur einhverja aðhlynningu svo hún hringdi bara í sinn eigin prest sem kom og var hjá okkur og reyndist okkur öllum algjör gullmoli...
Ég held að það sé einhver mjög stór brestur í þessu ferli sem á að fara af stað automatískt þegar einhver svo nákominn mann deyr, allavega samkvæmt því sem ég veit best... hvort sem það er af völdum slyss eða sjálfsvígs.
Signý, 28.4.2008 kl. 16:32
Huld S. Ringsted, 28.4.2008 kl. 17:54
Mér finnst þú hetja.
Knús á þig Ragga mín
Anna Margrét Bragadóttir, 28.4.2008 kl. 20:59
Knús og kveðja til þín
Anna Gísladóttir, 28.4.2008 kl. 21:04
Pabbi minn lést í bílslysi og það var bara hringt í elstu systur mína og henni gert að láta okkur hin vita að pabbi væri dáinn. Við vorum náttúrlega öll fullorðið fólk og höfum alltaf staðið saman öll sex. Við fengum bara stuðning og áfallahjálp hvert hjá öðru.
Helga Magnúsdóttir, 28.4.2008 kl. 21:24
Þetta er ótrúlegt, ef flugvél þarf að hringsóla vegna bilunar fá farþegarnir áfallahjálp við lendingu. En svo er látið sitja á hakanum að hjálpa fjölskyldum sem hafa misst börn, maka, eða foreldra vegna slysa. Þessu þarf að breyta strax.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.4.2008 kl. 01:37
Helga skjol, 29.4.2008 kl. 06:56
knús á þig Raga mín
Guðrún Jóhannesdóttir, 29.4.2008 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.