Þetta þarf

að vera uppi á borðinu og sjálfsvíg ungs fólks eru hræðilegur fórnarkostnaður í lífinu. Eftir situr brotin fjölskylda og aldrei verður neitt eins.

Nú veit ég ekki hvernig málum er háttað nákvæmlega í þessum velska smábæ en get þó gert mér hæglega í hugarlund að missir 19 ungmenna setur sár í samfélagið sem óvíst er að grói á mannsaldri.

Hérna er smáfrétt og lýsing á þessum smábæ

Krakkarnir okkar eru okkur dýrmætust. Við þurfum að vera á verði og ég hefði þurft að reyna að skyggnast bakvið sæta pókerfeisið hans Himma og sjá hvað var að. Hann ,því miður, hlífði sínu fólki og sagði ekki frá því sem angraði hann.

Það reyndist banvænt.

Ég set hér mynd af pókerfeisinu hans.

Himmi að keyra


mbl.is Nýtt sjálfsmorð í welskum bæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er sorglegt Ragga mín. Kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 20.4.2008 kl. 19:43

2 identicon

Sjálfsvíg ungs fólks eru eitt það erfiðasta sem hægt er að hugsa sér, það er þörf á að hafa umræðuna uppi á borði og það hefur þú svo sannanlega gert Ragnheiður og átt skilið þakkir fyrir að deila svo opinskátt þessari erfiðu reynslu þinni.

kær kveðja :)

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 19:54

3 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Það er satt. Umræðan um sjálfsvíg ungs fólks þarf að vera upp á borðinu. Með því að hafa hana upp á borðinu má kanski finna leiðir til að mæta ungu fólki í vanda áður en það grípur til örþrifaráða.

Kærleikskveðja Ragga mín.

Kristín Snorradóttir, 20.4.2008 kl. 20:19

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skelfilegt að lesa um þessi 19 sjálfsmorð á árinu.  Hvað grasserar þarna?

Kveðja

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Brynja skordal

úff mikið er þetta sorglegt og skrítið mál maður spyr sig hvað veldur svona miklum tolli í einu bæjarfélagi Góða nótt Ragga mín

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er ofboðslega sorglegt og óskiljanlegt hvernig þetta hefur getað gerst, svona mörg á svona litlum stað.  Kærleikur til þín og þinna

Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 22:58

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ó guð. Þetta er svo sorglegt allt, Ég hef heyrt um þetta. ´Ég veit ekki hvað er á seiði þarna. Guð veri með þér og þínum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.4.2008 kl. 23:00

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sjálfur reyndi ég þetta 14 ára gamall af hræðslu við pabba minn, ég hafði staðið mig illa í prófum í gagnfræðiskóla. 

Hinsvegar tóku æðri máttarvöld í hendinni og breyttu heimsrásinni fyrir mig og honum í óhag.

Sigurbjörn Friðriksson, 20.4.2008 kl. 23:01

9 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

ójá hræðilega sorglegt og að ég held einn sá erfiðasti aðskilnaður fyrir aðstanendur

Í einhverjum fræðibókunum sem ég hef verið að lesa í mínu námi kom fram að rannsóknir bentu til þess að mikil umræða um sjálfsvíg, fréttir um sjálfsvíg í blöðum o.s.frv. geta aukið sjálfsvígstíðni.  Það var talið að með þessum fréttum þá væru fleiri sem "sæu" þessa "lausn" á vanda sínum og notuð því þessa leið.  Sorglegt.

ENNNNN Ragga mín ég er ekki alveg sammála þessu, mér finnst einmitt að umræðan eigi líka að snúast um tilfinningarnar/sorgina sem eftir stendur eins og þú ert búin að gera svo hetjulega.  Held að með þeirri umræðu þá verði meiri vakning hjá foreldrum/aðstandendum að reyna að tengjast börnunum sínum betur og með því að reyna að koma í veg fyrir svona sorgaratburð. Einnig að sá einstaklingur sem líður svona skelfilega illa viti að hægt sé að fá hjálp.

Ég held að vegna þessarar rannsóknar/álíktanna séu einmitt ekki eins mikið talað um þessi sorglegu mál í fjölmiðlum á Íslandi, kannski ekki rétt hjá mér en bara áliktun.

Guð veri með þér elsku Ragga 

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 20.4.2008 kl. 23:35

10 identicon

Var með hugann hjá þér og Himmanum þínum í dag.Ég var að heimsækja vin sem er í fangelsi.Það verða svo margar spurningar og engin svör þegar ástvinur tekur eigið líf.En ég las einu sinni setningu sem einhver skrifaði til ástvinar sem tók eigið líf.Hún skrifaði,Ég virði ákvörðun þína kæri vinur.Það er mikil sátt að baki slíkri setningu.Guð gefi þér og þínum styrk.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 00:28

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessi fjöldasjálfsmorð í Bridgend eru hræðileg, öll sjálfsmorð eru hræðileg.     Kær kveðja, þín bloggvinkona Jóna Kolla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.4.2008 kl. 01:15

12 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Góðan daginn Ragga mín.

þetta er hræðilegt 19 brotnar fjölskyldur .

Ég held að umræða er alltaf af hinu góða og hafa þessa hluti uppi á borðinu þegar ég las það sem Elísabet skrifaði held ég að auðvita geti nokkuð verið til í því að fleyrir finni þessa leið en ég held líka það geti hjálpað að ræða þetta,Himmi hafði flott pókerfeis og  segi ég hér fyrir mig að hann skildi velja þessa leið kom í bakið á mér.

En þetta eru mjög vandmeð farin mál en ég hefði vilja vita meira þegar við gengum í gegnum okkar áfall....

Eigðu góðan dag kveðja úr Grindavíkinni. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 21.4.2008 kl. 10:20

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er hræðilegt að lesa. Ég held nú að þú hafir komið umræðunni af stað með þínum hreinskilnu athugasemdum. Það er hreint frábært hvað þú hefur skrifað fallega um hann Himma þinn og hans örlög. Ekki gast þú vitað við hvað hann glímdi fyrst hann reyndi hvað hann gat til að fela það fyrir þér. Maður er ekkert að leita að svona vísbendingum fyrr en sá sem um ræðir léttir af því hulunni.

Helga Magnúsdóttir, 21.4.2008 kl. 13:44

14 Smámynd: Ragnheiður

Það er rétt Páll, ég þekki ekki forsöguna þarna.

Ragnheiður , 21.4.2008 kl. 20:52

15 identicon

Alveg hreint hræðilegt. 

Sjálf missti ég mömmu mína með þessum hætti þegar ég var fjórtán en ég er sextán í dag. Besta vinkona mín hefur nú bæði misst móður og bróður.

En hér á Íslandi er ástandið slæmt og ætti heldur að fjalla betur um það og efna til betri fræðslu til yngri barna í stað þess að segja frá bæ í útlöndum. Margir vita ekki að hér á Íslandi eru sjálfsmorð oft skráð sem slys og öllu sópað undir teppið. Hræðilegt 

... (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 02:53

16 Smámynd: Ragnheiður

Já óskráð, þetta er skelfilegt. Ég er enn að bíða eftir hagtölum síðasta árs og mun birta þær um leið og þær berast. Þá næ ég í opinberar tölur síðan í fyrra um sjálfsvíg hér á landi, þá get ég séð það hversu margir fóru sömu leiðina og hann Himmi minn í fyrra.

Það var umfjöllun nýlega í DV um svipaðan faraldur sem gekk yfir austfirði. Það var sláandi.

Við verðum að svipta hulunni af þessum svo við getum mögulega spornað við og ef við getum það ekki þá allaveganna stutt hvert annað eftir þessa miklu sorg.

Ragnheiður , 22.4.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband