Ég get sjáð !!

Gólaði Himmi minn um árið. Hann hafði fengið hið versta glóðarauga og augað steinlokaðist. Það tók 2-3 daga að opnast aftur og þá kom hann þjótandi og gólaði : Mamma, ég get sjáð !! . Hann tilkynnti öllum þetta þann daginn.

Nú getur mamma "sjáð". Kvefið virðist vera á undanhaldi, nema það sé að safna liði og hjóli í mig aftur. Nefrennslið er mun minna og augað er opið. Hnerruveikin er samt ennþá en þetta er allt að skána.

Ég heyrði greinilega í lóunni áðan. Nú ætla ég að reyna að sjá til ferða hennar, það er bara svo hvasst að ég þori ekki út svo ég espi ekki upp kvefið.

Ég er náttlega að púsla, hef sett myndir í púslalbúmið. En það er eins gott að enginn sér myndina sem ég er að púsla núna.Sögusviðið er vínkjallari og það er þvílík svall-kynlífsorgía í gangi. Ég er búin að handfjatla heilan haug af rössum og brjóstum, flöskum og ámum.

Fyrst þegar Björn sá púslið þá sagði hann ; Aha, nú skil ég afhverju amma drakk aldrei neitt !? Hún hefur haldið að hún yrði þá að láta svona!

Þetta púsl kemur nefnilega frá ástkærri móður minni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Knús inn í daginn

Brynja skordal, 16.4.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Krúttlegt

Anna Margrét Bragadóttir, 16.4.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott þú getur sjáð aftur........

Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 11:57

4 Smámynd: M

Pornópúsl ?

M, 16.4.2008 kl. 12:25

5 identicon

ég þekki þig nú ekki neitt og hef alldrei kvittað fyrir mig þó ég lesi hjá þér daglega. ég er púslusjúk manneskja, en hefur þú nokkuð prófað að púsla hér í tölvunni á feisbúkk (skrifa það eins og það er sagt) þar er allveg fult af myndum sem gaman er að púsla

Erna (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:26

6 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Krúttlegt

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.4.2008 kl. 12:30

7 Smámynd: Ragnheiður

Erna ; ég hef púslað svona tölvupúsl og finnst þau ekki jafnast á við þessi alvöru sem maður er með í höndunum. Púsla þau bara þegar ég kemst alls ekki í venjuleg púsl.

Ég ætla samt að kíka á feisbúkk...og sjá hvað ég finn þar.

Ragnheiður , 16.4.2008 kl. 12:33

8 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Sammála þér Ragga, það jafnast ekkert á við alvöru púsl.  Það er svo róandi að sitja og pússla, svo er alltaf svo gaman að sjá þegar myndin kemur meira og meira í ljós.

kv frá mér 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 16.4.2008 kl. 12:52

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Knús og batakveðjur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.4.2008 kl. 15:00

10 Smámynd: Marta smarta

Gott að þér er að batna kvefið.
Lóan komin. Yes...
Allt að lagast, eða er það ekki ???
Mín búin að vera niðri í kjallara með sálartetrið.
Nú finnst mér þetta vera orðnn of langur tími og strákurinn minn eigi bara að fara að koma aftur
Geng ekki í takt við tímann, en það hjálpar mér alltaf að lesa skrifin þín, er semsagt að notfæra mér þig, sorrý, en takk fyrir að þú bloggar.
Kveðja

Marta smarta, 16.4.2008 kl. 16:10

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gott að þér sé að batnaRagga mín.

Það er alltaf gaman að púsla.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.4.2008 kl. 16:24

12 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Eg dáist af fólki sem hefur þolinmæði til að fúsla hef aldrei getað það, en þetta virðist vera áhugavert púsl hjá þér haha.

GÓÐAN BATA RAGGA MÍN.

Eyrún Gísladóttir, 16.4.2008 kl. 16:53

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vissi ekki að það væru til klámpússl en auðvitað, hvernig læt ég.

Láttu þér nú batna kona, og halltu þig innandyrra þó þú getir sjáð

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 19:29

14 identicon

Haukur minn hrópaði einu sinni þegar hann var lítill ungi sjáðu flugginn þegar gæs flaug fram hjá okkur hehehehehe.Yndislegt.Klámpúsl?hehehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 20:01

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott að þér er að batna, ekkert jafnömurlegt og að vera að drepast úr kvefi. Púsl er sko afbragðs afþreying.

Helga Magnúsdóttir, 16.4.2008 kl. 20:03

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað segir þú ertu með klámpúsl, eru þetta ekki bara svona dansmeyjar úr Rauðu Millunni í Paris.?
Yndislegt að þú skulir eiga púsl frá mömmu þinni.

MAMMA ÉG GET SJÁÐ!!! er þetta ekki hjartnæmt, æ dúllinn hefur verið svo ánægður að geta sjáð.
                             Knús til þín
                              Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.4.2008 kl. 20:39

17 Smámynd: Ragnheiður

Nei Milla mín, þetta eru blindfullir berrassaðir aular eltandi hvern annan um allt. Ég set mynd þegar það er búið, sjónleysið er að trufla mig. Kvefið var bara að hvíla sig í dag en það fór ekkert.

Ragnheiður , 16.4.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband