Mikið búin að hugsa í morgun

Tilefni þessara hugsana allra var færsla skessunnar minnar í morgun, þessi hérna.

Stundum hef ég velt fyrir mér hvernig aðrir sjá skrif mín um Himma minn. Kannski finnst sumum ég vera að fegra hann, það er óþarfi. Hann átti allt sem hann var dæmdur fyrir...bílaþjófnaði og þjófnað úr bílum, ótrúlega fjölda umferðarsekta. Hann átti hins vegar ekki dóma fyrir ofbeldisbrot né dópsölu eða svoleiðis. Það tekst mér að vera þakklát fyrir.

Í raun var Himmi meinlaus en agalega vegvilltur. Ég ætla ekki að reyna að útskýra líðan móður þegar hún horfir á eftir ástkæru barni í fangelsi í fyrsta sinn. Ég var svo ónýt, ég var sár og reið, fannst ég hafa brugðist, vildi ekki vera mamma neins og var bara ómöguleg. Þetta er svo ekki eitthvað sem maður tekur til umræðu í fjölskylduboðum, ég fór bara ekki meðal fólks. Mín leið en ekki endilega rétt leið.

Í dag veit ég að ég hefði átt að gera öðruvísi. Ég hefði átt að halda betur utan um þennan strák minn sem í öllu baslinu sínu var mér svo dýrmætur. Það brást allt sem brugðist gat í kringum hann í þessari lokaafplánun hans. Þar á meðal ég. Það er ljóst.

Ég vildi hinsvegar sýna ykkur Himma minn nú þegar hann er öllum meinlaus, nema mömmu sinni sem verður aldrei söm.

Ég vil þó taka skýrt fram að ég er ekki að gagnrýna færslu Heiðu www.skessa.blog.is alls ekki, ég skil hvað hún er að tala um, hvert orð. Ég fór bara að hugsa með mér upp úr þessum lestri.

Ég hlustaði á Jónu í morgun. Verð að reyna að hlusta aftur á netinu í dag eða á morgun, of mikil truflun hérna í vinnunni til að njóta til botns. Svo las Valdís upp email frá einhverjum í lok þáttar og þá varð ég sár og ætla að viðurkenna það opinberlega. Viðkomandi býsnaðist yfir flatskjáum og öðru sem fangar hafa hjá sér í klefum á Akureyri, það er ekkert samasem merki milli þess að einhver hópur fái eitthvað versus annar fái ekki almennilega þjónustu. Ég myndi ekki vilja vera lokuð inni með alla heimsins helvítis flatskjái.

Takk fyrir kveðjur til Steinars

Ég held ógurlega upp á þennan texta enda lýsir hann engu betur en mér sjálfri. Ég hef alltaf farið mína leið í gegnum lífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég hef alltaf séð skrif þín um Himma sem opinská, einlæg en umfram allt jarðbundin.

Heiða B. Heiðars, 13.4.2008 kl. 12:32

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh mér finnst ég alltaf vera að skrifa færslur þar sem ég þarf að hugsa mig um hvað þig varðar! Þú mátt vita að ég dáist að því hvernig þú hefur tekist á við þetta allt saman!

Það þýðir ekkert að velta sér upp úr því hvað þú hefðir geta gert öðruvísi...þessir ormar manns hafa sjálfstæðan vilja og ég vona innilega að þú sért ekki að burðast með sektarkennd!

Heiða B. Heiðars, 13.4.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ekki vera ásaka þig þú ert góð móðir og ég veit líka að þú verður aldrei söm eins áður  ég skil þig mjög vel Ragga mín. Hann Himmi þinn hefur verið góður drengur.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.4.2008 kl. 12:36

4 Smámynd: M

M, 13.4.2008 kl. 12:42

5 identicon

Tek undir það með Heiðu!

Hitt er að það er ekki sama hvernig er fjallað um þessi mál og allra síst er það neinum til hagsbóta að slá þessu upp í einhverri slúðurfréttamennsku, því við erum að tala um fólk í sárum.

Þú hefur einmitt talað um þessi mál þannig að til eftirbreytni er!

Æi já sumir hafa þá skoðun að fangar eigi ekkert gott skilið, en mín ósk er að einhverntíman geti fangelsisvist orðið sú betrunarvist sem hún ætti að vera. Flatskjár eða ekki flatskjár, fangar eru fólk!

kær kveðja,

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 12:45

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tengdi þig engan veginn við færsluna hennar Heiðu, því ég veit nákvæmlega um hvað hún er að tala.

Ég er viss um að fjöldi fólks hefur lært að skilja eitt og annað mun betur með að lesa bloggið þitt.

Svo er það alveg undarlegt að fólk skuli alltaf sjá eina möguleikann til að bæta ástand með því að taka af öðrum.

Ég sé ekkert athugavert við flatskjái í fangelsi.  Bara ekkert og ég sé ekki hvað það viðkemur ömurlegri pólitík í málenfum barna við.

Njóttu dagsins Ragga mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2008 kl. 12:47

7 Smámynd: Ragnheiður

Heiða mín elskuleg, ég les allt sem þú skrifar. Ekki hafa áhyggjur af hvað þú skrifar, ég er alveg föst á jörðinni og skil þig alltaf, ég lofa því hinsvegar hér með að tísta ef svo fer að ég skil ekki eða er að misskilja. Hilmar vissi vel alla tíð að "vond hegðun hefur slæmar afleiðingar" Mamman tönnlaðist á því.

Ég varð samt ótrúlega sár yfir emailinu sem Valdís las upp. Það beit mig alveg innúr

Takk elskurnar fyrir innlegg í þetta.

Ragnheiður , 13.4.2008 kl. 12:49

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef alltaf lesið skrifin þín sem skrif mömmu um dreng sem fór ekki réttar leiðir en mömmu hans þótti þrátt fyrir það undur vænt um hann.

Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 12:53

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ragga mín.

Allt sem þú hefur skrifað hér um Himma eru þínar tilfinningar um son sem ekki rataði rétta leið í lífinu,svona tilfinningu fáum við öll sem stöndum í þeim sporum ég er sammála þér að Himmi var meinlaust og hann var góður strákur,ég las fæsluna hennar Heiðu ég skil alveg hvað hún er að segja hvert orð eins og þú segir,en fjölskyldur þessara manna eru brotnar og þær eiga erfritt en það er samt þannig að það er ekki bein hjálp sem þessu fólki býðst og það er miður,ég hefði viljað gera margt öðruvísi í dag en gert var fyrir Himma við lærum af reynslunni en ég held samt að það sé gott að fólk fái að tala um þessa hluti hvort sem það er í dagblaði eða séð og heyrt því það er mín skoðun að þú getur hjálpað með að deila þinni reynslu og það ert þú að gera hér Ragga mín,gott um þetta núna.

Ég vaknaði líka og hlustaði á Jónu mjög gott viðtal.

Amæliskveðja til Steinars  frá okkur hér.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.4.2008 kl. 12:59

10 Smámynd: Linda litla

Þegar ég les skrif þín um Himma, þá les ég færslu móður sem elskaði barnið sitt sem er farið. Ég myndi ekki tengja skrif "skessu" við skrif þín, skil aftur á móti hvað hún er að fara.

Í mínum augum Ragnheiður, ert þú yndisleg móður sem elskaðir son þinn og elskar börnin þín. Þú getur ekki verið eðlilegri og yndislegri móðir.

Eigðu góðan dag.

Linda litla, 13.4.2008 kl. 13:04

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Frá mér séð, hef ég öngvann lesið enn sem að skrifar betur, né af meiri hlýju eða skynsemi um þessi örviðkvæmu persónulegu mál en þig, Ragga, & ég hef reyndar heldur ekkert séð í Heiðu snilldarskrifum sem að raskast á við þín, enda er hún einn velmeinandi rafpenni.

Steingrímur Helgason, 13.4.2008 kl. 13:16

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi takk Ragga! Fékk smá hland fyrir hjartað en ég treysti því að þú myndir toga fast í skottið á mér ef þér finnst ég ekki sanngjörn gagnvart þér

En ég hef ekki hlustað á þetta mail... en get samt fullyrt að það er fullt af vitleysingum þarna úti sem vildu helst hafa afbrotamenn í gálgum á Austurvelli það sem þeir eiga ólifað
Það eru fífl og ég kýs að láta svoleiðis pakk ekki komast undir skrápinn minn

Heiða B. Heiðars, 13.4.2008 kl. 13:17

13 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert yndi vina  mín, blessuð sé mynning sonar þíns.

Stórt faðmlag til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 13.4.2008 kl. 13:54

14 identicon

Til hamingju bæði tvö með daginn í dag

Ég er sammála Heiðu um að fjölmiðlar eiga ekkert að vera að standa í því að tala við meðvirkar mæður dópsmyglara. Það gerir engum gott, ekki einu sinni þeim.

En þín skrif um Himma eru af allt öðrum toga og ekki hægt einu sinni að líka þessu tvennu saman á nokkurn hátt.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:25

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þér að segja þá er ég einlægur adáandi þinn. Finnst þú svo heil og flottur karakter, samkvæm sjálfri þér og þínu. Traust og trú og umfram allt sterk.

Heiða er auðvitað snillingur. Það er sama hvaða texta, hver sem er setur fram....allir lesa út úr á mismunandi hátt.  

Þar sem þú talar um flatskjáina þarna, mattu vita; svona ummæli gera mig GEGGJAÐA!

Ég held ég kysi frelsið fram yfir þúsund skjái jafnvel þó Bubb M sæti við hliðina á mér í lokuðu rými ....vika max! 

Heiða Þórðar, 13.4.2008 kl. 14:26

16 identicon

Ég er vissulega meðvirk með mínum börnum á köflum.En oftast ekki.Meðvirkni og kærleikur er ólíkt en samt svo undur fín lína þarna á milli.Ég var úthrópuð meðvirk,sjúk og rugluð af því að berjast svona fyrir lífi  Hauks míns.Þetta sama fólk sat með sektarkennd (og mátti hafa hana)í stofunni hjá mér þegar hann var dáinn.Öll mál skyldi skoðast ofaní kjölinn áður en dómur er látinn falla.Ég þarf að líta í eigin barm alla veganna.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:16

17 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:26

18 Smámynd: Hugarfluga

Æ, þú ert svo mikið góð sál, Ragga. Það dylst engum sem þig les. Hvort þú hefðir mátt gera eitthvað öðruvísi gagnvart Himma getur vel verið, en það segir samt ekkert um það hvort hann hefði fetað þá slóð sem hann gerði. Ábyrgð og sektarkennd, þegar engu verður breytt lengur, er ekki góð byrði. Guð blessi þig.

Hugarfluga, 13.4.2008 kl. 16:03

19 Smámynd: Helga skjol

Ég hef aldrei lesið einlægara blogg en þitt þegar þú byrjaðir að blogga um andlát Himma og fylgdist ég með frá upphafi og seigji eins og er að það að þora koma fram fyrir alþjóð hefur ekkert með meðvirkni að gera,í mínum huga varstu að opna þína dagbók fyrir okkur öllum og það er aðdáunarvert enda held ég að þú sért brautryðjandi á þessu sviði og mín kynni af þér hérna á blogginu seigja mér það að þú ert YNDISLEG kona.

Knús á þig og alla þína

Helga skjol, 13.4.2008 kl. 16:52

20 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég held að enginn geti neitt lesið annað úr þínum skrifum en að þú hafir elskað Himma þinn eins mikið og mögulegt er. En það er sko örugglega meira en að segja það að eiga barn sem er ofvirkt og hefur ekki fulla stjórn á sér. Og eins og þú segir: Hann var aldrei dæmdur fyrir ofbeldi eða dópsölu. Það sýnir að hann skaðaði engan viljandi.

Helga Magnúsdóttir, 13.4.2008 kl. 16:56

21 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Ég hef nú alltaf sagt að maður verður ekki fullorðinn fyrr en maður hættir að ásaka foreldra sína fyrir uppeldið og eigin galla. Þessu má líka alveg snúa inná við. Get ekki séð að það sé betra að vera foreldri fullt af sektarkennd. Því þá held ég að aukin hætta sé á að sjá hlutina ekki í réttu ljósi. Sumir hlutir eru einfaldlega ekki á manns valdi og maður fær þeim ekki breytt því það eru aðrir sem taka þær ákvarðanir, hvort sem það eru foreldrar manns eða börnin manns. Við gefum börnum okkar ákveðin spil á hendurnar svo er það þeirra að spila úr þeim spilum.

Einn daginn er bara sá tími kominn í samskiptum foreldra og barna að uppeldinu er lokið, Maður er búin að gefa þeim sín bestu spil eins og þau voru á þeim tíma sem maður gaf þau og maður situr eftir og það eina sem maður getur Það er að elska þetta barn sitt hvernig sem það spilar úr þeim spilum sem það hefur.

Þegar maður lendi í að barnið manns kveður veröldina á undan manni sest sorgin við hlið ástarinnar og væntumþykjunnar með öll sín andlit. Og maður fattar að þessar tilfinningar eru komnar til að vera með manni um aldur og ævi.

Bárður Örn Bárðarson, 13.4.2008 kl. 20:11

22 identicon

Þú skrifar alltaf í einlægni og það líkar mér vel að lesa.  Ég á það til að lesa eitthvað annað útúr því sem skrifarinn er að skrifa og auðvitað rataði ég á bloggið hennar Heiðu og las eitthvað sem mér tókst að taka inní kviku á mér, já ég er bara alltof viðkvæm eitthvað ... ... auðvitað á ég ekki að skrifa komment þegar ég er svona viðkvæm en það slapp í gegnum samanbitnar tennurnar ... ... hafði svo auðvitað áhyggjur af þessu og kíkti inn aftur og baðst afsökunar ... .. ohh sumir dagar eru bara svona, knús til þín Ragga mín ..

Maddý (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 20:22

23 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús til þín inn í nóttina ég vona að þú miskilir mig ekki ég var að reyna að hjálpa þér og ég hugsa mjög mikið til þín.Þú ert yndisleg kona.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.4.2008 kl. 22:15

24 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Ég hef lesið skrif þín um hann Himma þar les ég frásögn móður sem elskar son sinn meira en allt annað á þessari jörð og móður drengs sem villtist af leið. Ég held að við sem erum mæður gerum eins vel og við mögulega getum og kunnum.

Kærleikskveðja

Eyrún Gísladóttir, 13.4.2008 kl. 22:30

25 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mig langar bara að taka undir orð þeirra Steingríms og Hallgerðar hér fyrir ofan.

  Og mig langar líka, að segja þér, hve mikla og djúpa virðingu, ég ber fyrir þér og þínum skrifum, um þá miklu sorg sem þú og þín fjölskylda hafa verið að ganga í gegnum, um leið og ég hef dáðst að skrifum þínum um þessi erfiðu mál. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.4.2008 kl. 00:07

26 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Rgga mín ég skil og ég veit um hvað þú ert að tala. Þú hefur aldrei verið að fegra barnið þitt í mínum augum. Nei, þú talar af ást.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.4.2008 kl. 00:21

27 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst skrif þín einlæg og falleg.  Ég dáist að þér fyrir hugrekkið sem þarf til þess að blogga svona.  Haltu áfram að vera svona hugrökk.  Kveðja Jóna Kolla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.4.2008 kl. 01:05

28 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Ragga þú hefur alltaf verið mjög hreinskilin í þínum skrifum í sambandi við Hilmar. Hef aldrei orðið vör við að þú sért eitthvað að fegra hans misgjörðir eða draga úr þeim.

Þú er yndisleg móðir og átt allt það besta skilið.....knús á ykkur 

Og já ..til lukku með Steinar

kv Ásta 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 14.4.2008 kl. 18:55

29 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Mér finnst þú ótrúlega dugleg og raunsæ kona,

Þú hefur miðlað ótrúlegri reynslu hér,

Hafðu það sem best

Kv Anna Margrét

Anna Margrét Bragadóttir, 14.4.2008 kl. 21:50

30 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 15.4.2008 kl. 01:24

31 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín ég segi nú bara eins og þú sagðir einhvertímann við mig, ekki taka þetta inn á þig.
Þarna úti er fullt af fólki sem hakkar allt í spað sem það mögulega getur, og á þetta fólk yfirleitt afar bágt, við skulum bara senda því ljós.

Þú Ragga mín sem ert ein af mínum fyrstu bloggvinkonum, ert mér svo undurkær, það sem þú gefur mér með þínum skrifum er
ómetanlegt.
Það sem þú ert er svo langur listi að ég ætla ekki að byrja á honum,
en þú ert yndisleg kona.
Haltu áfram að tala um Hilmar eins og þig listir því allt sem þú ritar um hann gefur mér svo mikið, bara að vita að þessi drengur sem mér finnst í dag ég þekkja eigi svona yndislega mömmu gefur mér gleði.

Til hamingju með Steina þinn í gær og myndin af Sollu og Hilmari litla
er yndisleg.
                               Knús kveðjur.
                                 Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 09:00

32 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Æðinslegt lag, og mér finnst það miklu fallegra hjá Robbie Williams. Fólk fer í ýmsar áttir, við eru kanski ekki allaf sammála leiðinni, en að sjálfsögðu reynum við að vernda börnin okkar og leiðbeina þótt það takist ekki allaf. Skrif þín um Himma hafa verið mjög heilsteypt og í góðu lagi. Og ég held það væri bara eitthvað að ef þú skrifaðir ekkert um hann. Haltu bara áfram á góðri braut.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.4.2008 kl. 15:16

33 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er svo hárfín lína á milli kærleika og meðvirkni, segi ég, eins og Birna Dís og oft er þessum hlutum ruglað saman. Veit samt hvað Skessan var að meina. Meðvirkni er að mínu mati mjög ofnotað orð og getur verið særandi í sumum tilfellum. Knús

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.4.2008 kl. 18:14

34 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Mér þykir óendanlega vænt um þig Ragga mín (þó að við höfum aldrei hist) þegar að þú skrifar um Hilmar að þá ertu elskandi móðir að skrifa um barnið sitt með öllum kostum þess og göllum,því öll höfum við galla,ég verð að segja að mér finnst að hann Hilmar þinn hafi verið góður drengur, sem elskaði fjölskylduna sína mikið og var gæddur mörgum góðum kostum og það hefði verið gaman að fá að hitta hann  Það var erfitt að lesa þetta blogg og athugasemdirnar,ég er meðvirk með drengnum mínum er mér sagt, en er ekki bara eðlilegt að vera á einhvern hátt meðvirkur börnum sínum,en það er ekki þar með sagt að við sjáum ekki börnin í réttu ljósi alls ekki,við bara vitum líka um allt það frábæra og góða sem er til staðar hjá börnunum okkar,við jú þekkjum þau best í heiminum

Katrín Ósk Adamsdóttir, 16.4.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband