Þetta er erfitt

Ég lenti í svipuðum erfiðleikum, ég hafði engin símanúmer hjá neinum og varð að birta bara í blaðinu dánartilkynninguna í von um að vinir Himma sæu það. Ég var með eitt símanúmer frá gamalli tíð,hjá fyrrum kærustu hans. Ég gat hringt í hana.

Svo tók við að reyna að hafa upp á dótinu hans, það tókst en ekki allt. Síminn hans er til dæmis ekki hérna. Við erum með föt frá honum og bílinn sem hann átti síðast. Bíllinn er bilaður en verður hafður hérna. Kannski vilja bræður hans laga hann seinna.

Ef okkur hefði verið sagt eitthvað meira frá þeim sem vissu, þá hefðum við náð aleigunni hans og bílnum áður en brotist var inn í hann og öllu stolið.

Þetta fór ótrúlega í mig á sínum tíma en í dag er ég sátt við að hafa þó þetta sem ég hef hérna.

Elsku Himmi....


mbl.is Týndu farangri manns sem lést
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já þetta er mjög erfitt og þú ert dugleg að vinna úr hlutunum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.4.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Hulla Dan

 Elsku Ragga

Hulla Dan, 9.4.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband