Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Pæling
ég fór að hugsa útfrá kommenti sem ég sá hjá henni Heiðu (www.skessa.blog.is) og datt í leiðinni í hug gamall málsháttur um að ekki eigi að nefna snöru í hengds manns húsi. Man hann náttlega ekkert orðrétt
Þar fær Heiða skammir frá einhverjum fyrir að nota þetta alkunna orðatiltæki að þora að hengja sig upp á eitthvað. Þetta segja voða margir og nákvæmlega ekkert að því, ég segi þetta stundum meira að segja sjálf.
Maður getur oft valið yfir hverju maður verður móðgaður og sár. Ég hins vegar nenni ekki að vera virkt fórnarlamb og reyni að muna hvern dag að ég get bara valið fyrir mig en ekki fyrir aðra. Ég get líka ekki breytt neinu af orðnum atburðum. Ég finn að ég er viðkvæm sumsstaðar fyrir en almennt er ég jafnólseig og ég hef alltaf verið.
Ákveðin tónlist getur hinsvegar ruglað mig alveg í ríminu og þá sérstaklega það sem valið var til útfararinnar hans Himma. Ég hlusta ekki á það nema ég sé tilbúin í það og ákveði það sjálf.
Ég er mun hressari í dag en í gær, mér tókst að ná mér í einhvern magapestarvott og lá fyrir og þorði tæpast að hreyfa mig. Steinar færði mér vínber í gær og ég át nokkur svoleiðis og er bara búin að ákveða að það hafi breytt málinu úr slæmu í ágætt.
Aníta mín á afmæli í dag, til hamingju elskan mín. Hún er kærastan hans Hjalta og hún er líka vinur minn. Yndisleg stúlka og nú er hún orðin 21 árs. Þegar Himmi dó þá datt rænan úr húsmóðurinni á heimilinu. Aníta var þá klár, hún birtist með mat ofan í liðið sitt. Best í heimi.
Hérna sitja þau við eldhúsborðið með gömlu sinni.
°°°°°°já já já ég veit, ég er að fara að taka til !
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið hennar Anítu. Það er gott að eiga svona stúlku að.
Ég skil þetta með tónlistina.
Vonandi lagast magapestin fljótt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.4.2008 kl. 11:54
Til hamingju með Anítu Ragga mín.
Sammála þér með það sem þú skrifaðir inni hjá Heiðu. Maður verður að vera trúr sjálfum sér. Ekki hægt að ritskoða sig vegna mögulegra skoðana og upplifana annars fólks.
Knús og meil á leiðinni bráðum
OG FARÐU SVO AÐ TAKA TIL KJÉDDLING
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 11:59
Sammála Jenný um það sem þú skrifaðir á kommennti.Er ég þá komin í einhvern já kór?.Þetta er eins og engin mætti segja dóp eða geðveiki í minni návist. TIL HAMINGJU með afmælið og eigið góðan dag
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 12:24
Til hamingju Aníta og þið hin.
Góða skemmtun í tiltektinni í dag
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 12:24
Til hamingju með afmælið hennar Anítu. Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2008 kl. 12:27
Til hamingju með daginn Aníta! og Ragga mín til hamingju með þessa yndislegu tengdadóttir
Huld S. Ringsted, 3.4.2008 kl. 13:01
Það getur stundum snöggfokið í mann eða maður verður snögglega reiður en svo hefur maður valið þegar maður nær því að hugsa, held að það sé algengara að snöggreiðast eða eitthvað svona snögg... þegar maður er yngri, svo vitkast maður eða ætti allavega að gera það ..
Til hamingju með tengdadótturina, mikið er þetta heimilislegt þarna við borðið hjá ykkur, ég elska þegar það sést að fólk eigi heima á heimilinu ...
Maddý (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 14:13
Madddy þú meinar allt draslið á borðinu Hehe við vorum annaðhvort að byrja eða enda á að borða hehe
Ragnheiður , 3.4.2008 kl. 14:15
Til lukku með Anítu ykkar flottur Afmælisdagur
Brynja skordal, 3.4.2008 kl. 15:20
Til hamingju með Anítu. Það á að sjást að fólk búi inná heimilinu, ég var algjörlega tuskuóð en er hætt því, það kemur svo kannski af öðru.
Knus
Kristín Gunnarsdóttir, 3.4.2008 kl. 15:22
Til hamingju með sonarkærustuna, greinilega fín stelpa þar á ferð.
Helga Magnúsdóttir, 3.4.2008 kl. 18:06
Æj elsku Aníta á afmæli í dag þarf að hringja í hana hún er svo yndislega mér þykir líka vænt um hana og þau bæði....
kveðja Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.4.2008 kl. 19:18
Ójá Ragnheiður mín, sammála því að maður á að vera sjálfum sér algerlega samkvæmur og ekki láta sig neitt varða hvað öðrum finnst. Það er endalaust ljótt af manni ef maður ætlast til að aðrir breyti sér til að þeir falli betur að því sem manni sjálfum finnst að ætti að vera. Engin hefur rétt á því að reyna að breyta öðrum og allir ættu að koma fram við aðra eins og þeir sjálfir myndu vilja láta koma fram við sig!
Knús á þig Ragnheiður mín og til hamingju með tengdadótturina. Og já, það er hellingur sem getur komið manni úr jafnvægi - t.d. lög sem tengjast minningum og veikindi náttúrulega... knúserí!
Tiger, 3.4.2008 kl. 20:00
Til hamingju með afmælið hennar Anítu Hún er greinilega alveg yndisleg stelpa Það er gott að þú ert að hressast Ragga mín,vonandi fer nú allt að horfa til bjartari vegar Risa knús til þín bestasta
Katrín Ósk Adamsdóttir, 3.4.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.