Snilldarkvöld

og við erum komin heim aftur, ég og gamli og Bjössi. Maturinn klikkar sko ekki á Ruby Tuesday. Hjalli borðaði á sig gat, ég hef ekki séð hann borða svona mikið lengi lengi. Ég sannfærðist enn um það að ég á þá frábærustu og skemmtilegustu krakka sem til eru.

Ég fékk síðbúna afmælisgjöf og hana sko ekki af verri endanum. Það var falleg lyklakippa sem er með krossi á og myndir af Himmaljósinu mínu sitt hvoru megin.

Þessi hérna öðrumegin

Sætur Himmi

Og svo er þessi hinumegin

hilmar! (2)

Yndisleg gjöf.

Steinar læddist með okkur inn og tók myndir af okkur saman við borðið. Við vorum 3 öðrumegin við borðið en 2 hinumegin. Áberandi hvað það vantaði eða öllu heldur var ágætt pláss til að hafa Himma með okkur en hann var kannski þarna samt. Hann var allaveganna ofarlega í huga okkar hinna.

Nú ætla ég að liggja á meltunni og býð góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Halla Rut

Ég borðaði einmitt á Ruby Tuesday í hádeginu.

Hann Himmi var pottþétt með ykkur eins og alltaf.  Sá sem þú hugsar til er hjá þér.

Halla Rut , 17.3.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Brynja skordal

Yndisleg gjöf Hafðu góða nótt

Brynja skordal, 17.3.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Ragnheiður

Kæra móðir í hjáverkum, við vorum 5 saman og smökkuðum allt í kross og vorum öll alsæl með matinn. Skilaðu þakklæti til hans.

Ragnheiður , 17.3.2008 kl. 23:03

5 Smámynd: Brattur

... þetta hefur greinilega verið fallegt og notalegt kvöld hjá ykkur... og falleg lyklakippa... góðar kveðjur og góða nótt...

Brattur, 17.3.2008 kl. 23:05

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég borða stundum á Ruby Tuesday. Ég er svo vissum að hann Himmi var með ykkur elsku Ragga mín Góða nótt elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2008 kl. 23:05

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegt að eiga svona kvöldstund með krökkunum sínum.

Sofðu rótt Ragga mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2008 kl. 23:06

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Frábært hjá þér og ykkur ég er nú nokkuð viss um að Himmi hafi verið með  æðislegt með lykklakippuna hlakka bara til að fá að sjá hana....

kveðja og góða nótt Heiður...

Ps þetta eru líka svo flottar myndir af Himmanum. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 17.3.2008 kl. 23:17

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Maturinn á Ruby Tuesday er frábær, og þetta er flott gjöf þessi lyklakippa.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.3.2008 kl. 00:36

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndislegt hjá ykkur Ragga mín og lyklakippan, frábært.
Mér finnst ég nú bara finna kærleikan alla leið norður sem með ykkur býr.                           

           Kisses     Knús á ykkur öll Milla. 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2008 kl. 08:36

11 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 10:03

12 Smámynd: Tiger

  Svona á að hafa það - dásamlegar samveru stundir með þeim sem maður elskar. Þú getur treyst á það Ragnheiður mín - að Hilmar er hjá ykkur á öllum ykkar gleðistundum, það er ekki spurning! Þegar þú gleðst þá er hann glaður! Knús í daginn þinn ljúfust.

Tiger, 18.3.2008 kl. 17:07

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Yndislegt að heyra þetta. Ruby er einmitt uppáhaldsstaður sonar míns og vina hans og við förum þangað reglulega. Yndisleg afmælisgjöf og ég er viss um að Himmi hafi verið með ykkur, allavega í hjarta ykkar allra.

Helga Magnúsdóttir, 18.3.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband