Sólin skín

og ég hef ákveðið að byrja á þessu sem ég hef hugsað um í margar vikur, út að labba meðan sólin skín. Ég hef verið rög að byrja vegna þess að ég þoli svo illa kulda í gigtina, þá verður tilfinningin eins og það sé bein í bein þegar ég hreyfi mig og það er frekar vont.

Himmabíllinn stendur hérna úti. Þegar Solla kom í pönnsurnar þá hrökk hún við og hugsaði ; Víj hann er kominn ! Um leið kom leiðréttingarhugsunin upp, hann er ekkert kominn, hann er dáinn !! Þetta kannast ég við. Í vinnunni hrekk ég við þegar ókunnugur bíll stoppar fyrir utan gluggann og upp kemur..Himm........nei auðvitað ekki. Hann gerði þetta, stoppaði fyrir utan gluggann til að sjá hvort mamma var að vinna eða einhver annar.

Ég var að rifja upp með sjálfri mér áðan...vítiskvalirnar fyrst. Ég hugsaði alvarlega um að reyna að deyfa sársaukann með víni eða einhverjum pillum. Bloggvinir réðu mér frá því og þungt vegur auðvitað Jenný mín með snúrubloggin sín. Ég veit hvernig ég er, ég hefði hvergi stoppað, geri aldrei hlutina til hálfs, ég hefði drukkið mig beint ofan í gröfina. Ég fékk svefnpillur hjá lækninum þarna í kringum afmælið hans þegar sturlunin hafði náð þeim hæðum að ég svaf alls ekki. Ég notaði bara nokkrar, meðan ég var að ná að snúa ofan af þessu. Hinar sofa bara í náttborðinu mínu. ZZzzzzzzzzz.

Nú skal arkað af stað, ég er of þung ! Of máttlaus ! of stirð! Ég held að ég sé 83 kg og það gengur nú ekki upp. Steinar rifjar stundum upp þegar við kynntumst...100 ár síðan náttlega. Þá mátti ég þakka fyrir að tolla í 50 kg. Þangað ætla ég þó ekki aftur en verð sátt ef ég næ að mér 15-20 kg.

 

Annars góð..................njótið sólarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Gangi þér vel í sólinni, það er alltaf gaman að rölta úti með hundana. Allir svo kátir að gleðin nær inn að hjartanu. Knús frá mér

Bjarndís Helena Mitchell, 8.3.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það gerir andanum gott að hreyfa líkamann..... en ferlegt sem maður er latur við það á íslenskum vetri.  Í dag ætla ég að taka mér þig til fyrirmyndar og annaðhvort ganga eða synda.

Njóttu dagsins Ragnheiður mín. 

Anna Einarsdóttir, 8.3.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: M

Kveðja inn í daginn

M, 8.3.2008 kl. 12:11

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Njóttu göngunnar. Fátt betra í svona sólarbirtu en rölta rólega um.

Hrönn Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 12:45

5 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar, búin að labba og kom rennsveitt heim, fór í sturtu og ég er eins og ný kona. Djö sem maður fer illa með sig á hreyfingarleysi !

Góða helgi elskurnar

Ragnheiður , 8.3.2008 kl. 13:04

6 Smámynd: Bryndís

Dugleg ertu   Kannast við svona hreyfingaleysi:-(  Ætla samt að labba fullt í Minneapolis í næstu viku   Bið að heilsa Kelmundi   Ég kalla eldri strákinn minn oft Kristmundur haha, hann heitir Kristófer og þá segir hann alltaf: já mammsið mitt

Djí..... ein með stutta ritgerð á annara manna bloggi......

Knús úr Mosóbæ

Bryndís, 8.3.2008 kl. 17:15

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Fínt hjá þér að fara út að ganga, það er ekki bara líkamsrækt heldur geðrækt líka.  Það er mín reynsla.

Sigrún Óskars, 8.3.2008 kl. 19:45

8 identicon

Frábært!

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 20:26

9 identicon

Ekkert eins gott fyrir sálina og góður göngutúr ætti sennilega að taka þig til fyrirmyndar og fara í göngu.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband