Tölfræði um sjálfsvíg á Íslandi

 Ég rak augun í efasemdarraddir hér í kommentunum um þennan fjölda sem hér kemur fram. Þess vegna ætla ég að skýra tilurð þessara talna. Þær eru fengnar af vef Hagstofu Íslands sem heldur utan um allar slíkar skráningar á Íslandi. Þessar tölur hjá þeim koma úr skráningu dánarvottorða....til fróðleiks ætla ég að líta á tölur hvað varða konur. Stúlkur fyrirfara sér flestar 1987 og þá er talan 14.

Hagstofan, fæddir og dánir

Ég er á þeirri skoðun að þessar tölur séu þær sem eru marktækar í þessu enda skráð upp úr dánarvottorðum. Tæplega 40% látinna eru krufðir. Þessi vefur Hagstofunnar er hafsjór af fróðleik.

1981 12

1982 15

1983 33

1984 37

1985 25

1986 25

1987 22

1988 30

1989 16

1990 35

1991 29

1992 23

1993 19

1994 21

1995 22

1996 28

1997 27

1998 23

1999 24

2000 42

2001 28

2002 19

2003 20

2004 26

2005 24

2006 22

Hérna eru tölur um sjálfsvíg karlmanna , tekið af vef Hagstofunnar. Þetta eru allt of margir sem gefast upp á hverju ári. Þetta eru 647 einstaklingar, að mestu leyti ungir karlar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvílík sóun. Þetta er hrein skelfing. Ég er búin að þekkja alltof marga sem hafa tekið eigið líf.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.3.2008 kl. 20:02

2 identicon

Þetta eru hrikalegar tölur. Allir sem ég þekki sem hafa svipt sig lífi voru lögreglumenn, sumir góðir vinir og samstarfsfélagar. Mér finnst ekki hafa verið tekið á því hvað margir lögreglumenn hafa framið sjálfsmorð.

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 20:09

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er afar sorglegt, ekki er ég alvitur, en maður hugsar nú sitt.
það sem ég hef alltaf sagt, og fólk hefur hreytt í mig fyrir þessa skoðun mína, en það vantar meiri félagslega hjálp í anda kærleikans.
Fólk sem vinnur í þessum geira verður að hafa hjartað opið fyrir því sem það er að gera, og hafa hugann við fólkið sem það vinnur með.
                       Kveðjur til þín Ragga mín.
                            Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.3.2008 kl. 20:24

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er hrikalegt, svo mikil sóun.

Knús í bæinn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.3.2008 kl. 20:34

5 Smámynd: Tiger

Já, mjög svo sorglegt þegar fólk sér ekki neina leið út úr hremmingum sínum - nema þá að hverfa á braut. Maður verður alltaf jafnhissa á því hvers vegna hann/hún leitaði ekki til ástvina í einmannaleika sínum og vandræðum - með von um farsæla lausn. Við getum þó ekki kennt okkur sjálfum um - nema kannski í einhverjum fáum undantekningatilfellum - því ekki vantar ástríki þeirra nánustu.

Eins og Milla segir, þá ættu þeir sem vinna í þeim geira sem hefur með málefni illa staddra að gera - að hafa hjartað opið í þeim tilgangi að sýna meiri samúð og tillitssemi. Auðvitað getur það líka verið erfitt að vinna við svona mál - ef maður tekur of mikið inn á sig, en það er þó nauðsynlegt að vera ekki bara á bókina - kuldalega kerfislegur og bara vinna vinnuna frá 8 - 17.

Við getum ekki/megum ekki hugsa með okkur, "ég hefði átt að sjá þetta fyrir - ég hefði átt að taka eftir einhverju" eða álíka. Það myndi þýða að við værum allt lífið að snúa hverju orði og gjörð okkar nánustu við - í leit af einhverju sem kannski kemur aldrei upp. Slíkt væri bara orkusuga og engum til góðs, hvorki manni sjálfum né þeim sem maður er að fylgjast með endalaust.

Skelfilegar tölur sem sýna að það þarf að virkja betur mannleg samskipti og vingjarnleika á þeim stofnunum sem vinna með afvegaleidda einstaklinga.

  

Tiger, 2.3.2008 kl. 20:46

6 Smámynd: Mummi Guð

Þetta eru hrikalegar tölur. Ég þekki nokkra sem hafa valið þessa leið og í öllum tilvikum fannst mér að þeir ekki hafa haft ástæðu til að taka líf sitt.

Ég hef samt trú á þessar tölur séu ekki alveg réttar, þær eru hærri en skýrslur segja.

Mummi Guð, 2.3.2008 kl. 21:50

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta eru rosalegar tölur en ég held samt eins og Mummi að þær séu eitthvað hærri.  Ég held að það verði að opna umræðu og taka á fordómum í sambandi við þunglyndi sem dæmi. Þunglyndi er "dauðans alvara" í orðsins fyllstu merkingu. Fordómar eru meira að segja hjá geðlæknunum sjálfum - ef þú ferð til gigtarlæknis þá eru send gögn um það til heimilislæknisins en ef þú ferð til geðlæknis þá senda þeir ekki allir gögnin áfram = fordómar ekki satt.

Sigrún Óskars, 2.3.2008 kl. 22:35

8 Smámynd: Ragnheiður

Þessar tölur eru frá Hagstofunni og unnar upp úr dánarvottorðum. Ég ætla að skýra það betur og laga færsluna aðeins til

Ragnheiður , 2.3.2008 kl. 22:58

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úff!! þetta eru svakalega háar tölur í ekki mannmeira landi! Það þarf svo sannarlega að opna umræðuna um þetta. Þunglyndi er erfiður pakki fyrir ungt fólk, já og bara alla. Eldri mín þjáist af þunglyndi aðeins 13 ára, eitthvað sem sagt er að sé ekki áunnið hjá henni,  sem betur fer er hún að fá aðstoð við því. 

Knús á þig Ragga mín

Huld S. Ringsted, 2.3.2008 kl. 23:07

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Um þetta er mikil þöggun, oftlega af völdum aðstandenda, sem að skiljanlegt er.  Þessar tölur koma mér ekkert á óvart, gæti grunað að þær væru hærri í rauninni.

Steingrímur Helgason, 2.3.2008 kl. 23:09

11 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Skelfilegar tölur og örugglega ekki ýktar, því miður.

Knús á þig Ragga mín

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.3.2008 kl. 23:11

12 Smámynd: Mummi Guð

Ég skil að þessar tölur koma frá Hagstofunni og eru opinberar tölur. Það sem ég er að meina er það að ég held að mörg sjálfsvíg séu skráð sem slys og eru því ekki inn í þessari tölu.

Mummi Guð, 2.3.2008 kl. 23:35

13 Smámynd: Ragnheiður

Þú meinar að það vanti upp á töluna ? Ég tók það öfugt , að það væru alls ekki svona mörg sjálfsvíg í raun og veru.

Maður heyrir um ökumenn sem gera svona og allskonar svoleiðis tilvik...

Ragnheiður , 2.3.2008 kl. 23:51

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þetta eru hrikalegar tölur, en sjálfsagt eru margar ástæður fyrir því að fólk ákveður að binda enda á líf sitt... eins sorglegt og það nú er. Mér finnst það hinsvegar rannsóknarefni af hverju karlmenn velja frekar þessa leið og í framhaldi af því finna leiðir til draga úr þessu.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.3.2008 kl. 00:30

15 identicon

Það er athugunarefni af hverju ungir menn eru líklegri til að velja þessa leið frekar en ungar konur.  Mér kæmi heldur ekki á óvart þó að tölurnar séu aðeins hærri en þetta því miður.

Kidda (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 01:15

16 Smámynd: Dísa Dóra

Því miður held ég að tölurnar séu í raun enn hærri en þetta sýnir.  Mörg sjálfsvíg skráð sem annað en sjálfsvíg í dánarvottorði.  Hrikalegar tölur engu að síður og sérstaklega ef maður hugsar til þess að stærsti hluti þeirra sem fremja sjálfsvíg er ungt fólk og oftar ungir karlmenn.

Dísa Dóra, 3.3.2008 kl. 08:55

17 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Samkv. rannsóknum í Bretlandi fyrirfara þrír karlmenn sér á móti hverri einni konu. Það er algengasta dánarorsök karla á aldrinum 18-44 ára en ekki krabbamein eða hjartasjúkdómar. Sjálfsvíg hafa tvöfaldast undanfarin 20 ár og eru nú algengasta dánarorsökin í þessum aldursflokki, algengari en dauðaslys.

Þetta er því aktúellt mál í kynjaumræðu en lítið sem ekkert rætt, enda er fókusinn í kynjaumræðu nær allur á konum sem fórnarlömbum og karlmönnum sem kúgurum.

Ástæðurnar eru m.a. þær að geðheilbrigðisþjónustan er frekar sniðin að þörfum kvenna, auk þess sem hegðunarmunstur karla öðruvísi þegar þeir lenda í andlegu mótlæti. Karlmenn eiga færri vini, oft á tíðum er eini vinurinn eiginkonan, eða kærastan. Stundum er konan kannski einmitt "ástæðan" fyrir erfiðleikum mannsins (sambandsslit, skilnaður) og þá stendur karlinn eftir einn með sín vandamál.

Sjá ítarlegri pistil um þetta mál hér.

Víðir Ragnarsson, 3.3.2008 kl. 09:36

18 Smámynd: Ragnheiður

Takk Víðir, ég fer og skoða það. Þú kemur einmitt með ástæður þarna sem ég tel að geti verið réttar.Karlar eiga oft erfiðara með að vinna sig út úr áföllum eins og sambandsslitum

Ragnheiður , 3.3.2008 kl. 09:38

19 identicon

Tölurnar eru mikið hærri

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 09:56

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jesús minn, mig setur hljóða.  Öll þessi líf.  Eitthvað verður að gera og það strax.  En hvað?  Takk fyrir að opna á mér glyrnurnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2008 kl. 11:55

21 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

ÆÆ þessi sjálfsvíg eru  svo sorgleg að maður getur alveg grátið við að hugsa um hvað það er mikið um að ungt fólk í blóma lífsisns taki líf sitt,þegar örvæntingin tekur öll völd.

Eyrún Gísladóttir, 3.3.2008 kl. 17:10

22 Smámynd: Evil monkey

Permanent solution to a temporary problem.

Afskaplega sorglegt.

Flottur pistill hjá þér Víðir. Ég hef einmitt smá reynslu af því að starfa í geðheilbrigðisþjónustunni hér í borg og mín reynsla og tilfinning er að það sé mikið til í því sem þú skrifar. 

Evil monkey, 3.3.2008 kl. 18:14

23 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Guð minn góður hvað þetta er sorglegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.3.2008 kl. 18:16

24 identicon

tek undir með ykkur. Þetta eru hrikalegar tölur og ég held eins og nokkrir hafa bent á hér að þær séu í raun hærri. Eins og margir hafa bent á þá getur veri að í sumum tilvikum séu sjálfsvíg skráð sem slys. Mér finnst Víðir benda á mikilvægan punkt varðanda karlmenn og sjálfsvíg. ég held að við séum komin stutt á veg hvað það varðar að veita körlum stuðningsúrræði sem falla að þeirra þörfum.

Knús til þín Ragnheiður. Þarft að vekja athygli á þessum vanda.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:57

25 identicon

Þessar tölur eru því miður örugglega allt of lágar. Það er ekkert mál fyrir ættingja að fá á dánarvottorð skráninguna "slys", sé nokkur einasti vafi á. Ég veit um eitt dæmi þar sem orð náins aðstandanda var tekið fram yfir yfirgengilega augljósar staðreyndir málsins og vitnisburð fjölda annarra. Það er auðvitað enginn að fara að spila með tilfinningar fólks í svona viðkvæmum málum en ég velti fyrir mér hvað það gerir fyrir forvarnir þegar jafnvel vantar stóran hóp fólks inn í svona tölur.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 10:00

26 Smámynd: Ragnheiður

Gunnar Hrafn, heldurðu að þetta sé svo mikið tabú að fólk vilji ekki hafa það á dánarvottorðum? Minn var náttlega krufinn og ég skipti mér ekkert af því.

Ég er ekki að rengja þig, þetta vekur mé furðu bara.

Ragnheiður , 4.3.2008 kl. 10:04

27 identicon

Tja, eins og ég segi, þá þekki ég í það minnsta eitt dæmi þar sem aðstandandi fékk úrskurði "breytt" áður en hann var formlega festur. Þannig að ekki er það mjög erfitt ef viljinn er fyrir hendi... Ég get samt ekki sagt hvað bjó að baki, þetta er náttúrulega það mikið áfall að það er engin leið að segja hvernig fólk bregst við og því síður myndi ég fara að gagnrýna það.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 18:34

28 Smámynd: Ragnheiður

nei ég skil þig og tek undir að þetta er mikið áfall

Ragnheiður , 4.3.2008 kl. 18:59

29 identicon

Mér finnst asnalegt að bæta því ekki við að ég les oft bloggið þitt og langar að þakka þér fyrir mikilvæg skrif á þessum vettvangi, þú hefur sýnt gríðarlega mikið hugrekki. Ég missti sjálfur besta vin minn í sjálfsvígi fyrir nokkrum árum síðan og veit því miður hvað margir takast illa á við þessi mál og þaga þau jafnvel í hel.

Gangi þér allt sem best í framtíðinni :) 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 19:12

30 Smámynd: Ragnheiður

takk fyrir það, ég ákvað að fela ekkert og reyna að vekja athygli á þessum málum, bæði sjálfsvígum og aðbúnaði fanga.

Takk fyrir að lesa

Ragnheiður , 4.3.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband