Föstudagur, 29. febrúar 2008
Jæja komin heim og heilmikið niðri fyrir
Ég fékk email í morgun sem róaði mig mikið. Ég upplýsi það þegar það er heppilegt.
Annars kom einn vinnufélagi minn inn til mín í morgun og sagðist telja að Himmi minn væri á forsíðunni. Ég stökk út og náði í blaðið. Það fauk alveg herfilega í mig fyrst, mér hefði fundist betra að vera látin vita að það ætti að setja mynd af honum á forsíðuna.
Svo las ég þessa umfjöllun þeirra og skipti algerlega um skoðun. Þetta er fín grein, afar vönduð og vel unnin. Ég tek ofan fyrir Trausta Hafsteinssyni á DV. Svona á að vinna fréttirnar.
Ég hvet ykkur til að lesa þessa umfjöllun um málefni fanga í helgarblaði DV. Sérstaklega hafa þeir sem telja fanga vera í "hóteldvöl" gott af því að lesa þetta. Fyrirsögnin er ;níundi hver fangi lést 2004-2008 , 47 fangar látnir.
Ég hef með skrifum mínum hér reynt að sýna ykkur fólkið á bakvið fangann, okkur hérna ræflana sem líður illa yfir því að hafa misst ástvin okkar. Drengurinn minn átti lífið framundan, honum entist ekki æfi til að gera margt sem við teljum sjálfsagt. Hann eignaðist ekki börn. Að sumu leyti má kalla það gott núna þegar hann er látinn, það eru þá allaveganna ekki lítil börn svipt sínum föður. Margir fanganna sem eru inn í þessari tölu, 47, voru feður, allir voru þeir synir einhvers og allir áttu þeir einhvern að sem elskaði þá. Sumir auðvitað búnir að brenna brýr að baki sér en það breytir ekki því að sorgin bítur þegar ástvinurinn er látinn þó hann hafi kannski verið erfiður.
Kveðja til ykkar
Takk fyrir, DV og Trausti Hafsteinsson
Athugasemdir
Ég bíð spennt eftir að fá blaðið og lesa greininga.
Það gleður mig að þú ert sátt við skrifin, það skiptir öllu.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 16:15
DV er komið í hús en ég á eftir að lesa greinina. Að 47 einstaklingar skuli látast í fangelsi á Íslandi, á fjögurra ára tímabili, sýnir svo ekki verður um villst að eitthvað mikið er að þarna innandyra.
ÞAÐ VERÐUR AÐ VINNA AÐ ÞVÍ AÐ HARÐSVÍRAÐIR GLÆPAMENN OG MORÐINGJAR AFPLÁNI SÍNA VIST ANNARS STAÐAR EN UNGIR ÓHARÐNAÐIR MENN, SEM HEFUR ORÐIÐ EITTHVAÐ Á.
Anna Einarsdóttir, 29.2.2008 kl. 16:18
Tiger, 29.2.2008 kl. 16:37
Ég fór út í búð og og náði í blaðið og las greinina fyrst sem maðurinn þinn sagði og um hina líka mjög vel skrifuð grein svo hugsaði ég guð 47 ungir menn láta lífið þarna. Svo horfði ég á Himma þinn þennan fallega dreng. Ég sendi þér ljós elsku Ragnheiður mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 29.2.2008 kl. 17:44
Ég er sammála þér Ragga ég er búin að lesa þetta svona nokkuð en ætla að lesa þetta allt betur,þessar tölur eru háar fyrir ekki lengra tímabil og það sem þú segir þessir menn eiga allir einhvern sem elskuðu þá það gerum við líka Himmi var svo góður strákur hans er svo sárt saknað.
Takk fyrir að láta okkur vita strax í morgunn og ég kvet líka allt til að lesa þetta.
Kveðja yil ykkar Heiður
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.2.2008 kl. 17:48
Mér finnst best að vita að þú ert ekki ósátt við umfjöllunina. Það hefði verið hræðilegt.
Hugarfluga, 29.2.2008 kl. 18:18
Ég las blaðið í morgunn og var ánægð með greinina hjá DV og þarft að hafa þessa umfjöllun.Það var sláandi að lesa þetta.Ég bloggaði lítillega um fangelsismál í morgunn eftir að hafa lesið umfjöllun DV.Ég óska þér góðrar helgar Ragga mín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.2.2008 kl. 18:42
Fer og útvega mér blaðið. Takk fyrir fínan pistil elsku Ragga.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.2.2008 kl. 19:23
Ég á eftir að lesa greinina. En þú hefur aldeilis opnað augu mín og breytt sýn minni á málefnum fanga, takk fyrir það. Það er svo auðvelt að sitja heima og dæma hægri vinstri þegar maður þekkir ekkert til. En kona eins og þú hefur gefið svo mikið til okkar og komið með allt annan flöt á þennan málaflokk, svo maður hugsar allt öðruvísi í dag.
Ég er glöð að þú ert ánægð með umfjöllunina, en mér sýnist eittthvað þurfa að gera á Litla Hrauni og ef einhver bætir ástandið þá verður það hún Margrét Frímannsdóttir. Sendi þér kveðju Ragnheiður.
Sigrún Óskars, 29.2.2008 kl. 19:35
Búin að lesa skrifin í DV, það blað er ekki minn uppáhaldspóstur eftir sumarið síðastliðna, en þarna er góð grein, "níundi hver fangi á 4 árum" það er eitthvað mikið að í aðhlynningunni sem við eigum öll rétt á. Nú er bara eitt í stöðunni, vera sterkar áfram og ekki gefast upp, það kostar tár og rífur upp hjartasár, en börnin okkar treystu á okkur frá upphafi, og þau munu ekki sjá eftir því, skiptir ekki máli hvar eða hvernig þau voru stödd í lífinu, réttlætið skal á endanum sigra.Stend með ykkur Ragga mínFaðmlög og knúsMarta
Marta smarta, 29.2.2008 kl. 19:36
Ég þarf greinilega að kaupa mér blaðið, þetta er svo sannarlega löngu tímabær umræða. Knús á þig Ragga mín
Huld S. Ringsted, 29.2.2008 kl. 20:54
Þessar tölur eru svakalegar svo ekki sé meira sagt!!
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 29.2.2008 kl. 22:25
Ætla að kaupa blaðið á morgun. Gott að þú sért sátt við greinina. Farðu nú vel með þig. Sendi þér hlýja strauma.
knús og kram.
Bergdís Rósantsdóttir, 29.2.2008 kl. 22:31
Þetta er skelfileg uppljóstrun og greinilegt að það þarf að gera eitthvað róttækt í málinu. Knús frá mér og hafðu það gott um helgina
Bjarndís Helena Mitchell, 29.2.2008 kl. 23:59
Kæra Ragnheiður,
ég hef fylgst með síðunni þinni um hríð án þess að kommanta þó. Ég hef fundið mikið til með þér. Ekki á ég börn sem hafa setið inni né ættmenni. Hef þó átt systir sem "sat inni" á geðdeild fyrir átraskanir (anorexiu og bulemiu) hún lést fyrir sléttu ári (26/2-07), lést vegna sjálfsvígs - ttók inn öll sín geðlyf (vikuskammt) vitandi að öll hennar mikilvægu líffæri væru "búin á því" - hún fékk þessi elska að vita viku fyrr að nýrun gætu ekki meir og ekkert meira væri hægt að gera fyrir þessa elsku.
Persónulega á ég sjálf í gríðarlegri baráttu vegna andláts þessarar elsku þar sem ég hafði hugsað me´r að hringja í hana sama dag og hún lést ( ég bý erlendis og of langt mál að fara út í þessa sálma hér). Tel mig eiga margt sameiginlegt með þér kæra Ragnheiður. Ef þú vilt hafa samband þá bara að senda mail á kolla@one.se
Kolla (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 01:52
Ragga mín fer og útvega mér blaðið í gær,
annars eru skrifin þín góð að vanda.
Knúsý kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.3.2008 kl. 07:17
Kolla, maður situr uppi með margar spurningar þegar ástvinur tekur sitt líf. Bataferlið verður óneitanlega ansi sárt og erfitt og mikið af erfiðum tilfinningum í spilunum.
Jón Arnar, þetta árabil er tímabilið sem fjallað er um. Sumir þeirra inni, aðrir á leið í fangelsi og sumir þeirra á skilorði.
Þessi hópur er auðvitað í mikilli áhættu og hafa mörg vandamál við að etja.
Kærar þakkir öll við gott innlegg í þessa umræðu sem er nauðsynleg, við megum ekki gleyma þessum mönnum.
Ragnheiður , 1.3.2008 kl. 10:07
Ég las blaðið og fannst greinin fín, bæðið vel skrifuð og ítarlega farið yfir málin. Þetta verður þó vonandi til þess að menn fari að vinna að úrbótum fyrir fanga..... þú hefur aldeilis gert þitt til að opna augu fólks með því að segja ykkar sögu..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.3.2008 kl. 14:36
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.