Þessi mynd

Hilmar,Björn og Hjalli

Hefur truflað mig aðeins. Ég á eftir að fara í gegnum gamlar myndir í kassa og ég veit að þær eru nokkuð margar frá þessum árum, elsku Himmi. Hann er þarna lengst til vinstri, svo sætur. Svo er Bangsinn minn á hjólinu og Hjalli með prakkarasvipinn sinn.

Nú sendi ég Björn að sækja kassann og vind mér í málið !

Engan aumingjaskap Ragnheiður !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg mynd af drengjunum þínum.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.2.2008 kl. 14:42

2 Smámynd: Marta smarta

Svo sætir og stoltir af litla bróðir.

Það gerði mér gott að fara yfir gamlar myndir, en það kostaði líka kassa af tissue og mörg tár, mæli með því samt, það léttir á manni eftir á.

Baráttukveðja Marta

Marta smarta, 26.2.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fallegir strákar....vildi að ég gæti sent þér styrk...en tek undir orð Mörtu, manni léttir eftir á og minningarnar eru manni svo mikilvægar.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:58

4 Smámynd: Tiger

  Ég er stoltur af því hve dugleg þú ert Ragnhildur. Þú skalt vera sterk og hugsa bara um hve góðar minningar eru tengdar þessum myndum. Ekki hugsa um hvað sé horfið - hugsaðu um það sem var á þessum tíma með gleði í hjarta og mundu hvað þú ert heppin, heppin og blessuð með það sem þú átt núna.

Eitt það erfiðasta við svona áföll hjá okkur er þegar verið er að skoða hluti og tengingar við þá sem hafa horfið. Alfarið í okkar verkahring að láta minningarnar vera glaðlegar og yndislegar - deila þeim með okkar nánustu en ekki gleyma þeim samt sem eftir eru hjá okkur og elska okkur líka jafnmikið. Æi, ég veit hvað það er erfitt að láta ekki sorgina fljóta yfir allt - og hve manni finnst maður vera að svíkja horfna ástvini ef maður svo mikið sem brosir að einhverju - en ég veit líka hve horfnir ástvinir myndu verða sorgmæddir ef maður missir daglega gleði þeirra vegna.

  Þess vegna kýs ég að gleðjast á hverjum degi, brosa og faðma að mér alla í kringum mig og segja mínum nánustu alla daga hve mikið ég elska þá. Þá veit ég að ég er líka að gleðja mína sem eru farnir. Vertu sterk Ragnhildur mín, þú getur þetta og njóttu þess bara að staðsetja minningarnar á sinn stað, þær eru geymdar en ekki gleymdar, það vita englarnir.

  

Tiger, 26.2.2008 kl. 17:48

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Æj þesi mynd er frábær af þeim bræðrum ég man svo vel þegar þeir fengu hjólin þeir voru svo glaðir og monntnir litlir strákar....ég er með eina mynd sem Auður á af henni og Himma þau eru svo sæt systkin á henni..um leið og talvan mín er komin úr viðgerð þá skanna ég hana inn og sendi þér Kveðja Heiður.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 26.2.2008 kl. 18:48

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Krúttleg mynd af prinsunum þínum.  Þú átt póst frá mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.2.2008 kl. 20:23

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtileg mynd af þeim strákunum.

Marta B Helgadóttir, 26.2.2008 kl. 20:53

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvað er það sem þér finnst trufla þig við þessa mynd? Ég sé skemmtilega mynd af glöðum og kátum strákum!

En þetta eru þínir strákar. Þú þekkir þá betur.

Hvað sérð þú ljúfust?

Hrönn Sigurðardóttir, 26.2.2008 kl. 21:02

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Allt hefur sinn tíma Ragnheiður.  Ef þér finnst erfitt að skoða myndirnar núna.... þá geymir þú það bara, þar til aðeins síðar.   

Anna Einarsdóttir, 26.2.2008 kl. 21:24

10 Smámynd: Ragnheiður

Hrönn, bara það að vera ekki búin að taka saman gamlar myndir af þeim. Búin að því núna

Ragnheiður , 26.2.2008 kl. 22:05

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knúsu prinsarnir eru flottir Ragga mín það er ekkert yndislegra en að fara í gegnum gamlar myndir, en ég skil alveg hvers vegna þú ert treg til þess en það verður allt í lagi.
                              Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2008 kl. 11:53

12 identicon

 

Ég á svo erfitt með að fara í gegnum mínar "gömlu"myndir.ég brotna alveg.En það gengur yfir.Fallegir krakkar og yndisleg mynd.Knús til þín duglega hetja.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband