Föstudagur, 22. febrúar 2008
Jæja er komin heim
og er eiginlega alveg bensínlaus, merkilegt hvað maður verður þreyttur af því að gera ekki neitt.
Var að hugsa um á heimleiðinni um öll undarlegu nöfnin sem krakkarnir hafa verið kallaðir í gegnum tíðina og ég man áreiðanlega bara sum þeirra.
Himmi var kallaður ;
HimmiTimmiTíkall
HimminnMár
HimminnSmár
Másipjási
Hjalti fékk aðeins önnur nöfn:
Hattinndó (Himmi gat ekki sagt nafnið hans betur fyrst)
Patti
Patti mús
Fjólmundur Patti mús
Músmundur
og svo er hann oft kallaður Hjalli í dag
Björn heppnastur;
Bangsi
Spotti
Bear
Bangsímon
--------------------------------------------------------------------
Það er kannski ekki undarlegt að menn séu hálffurðulegir með öll þessi aukanöfn. Svo önsuðu þeir þessu öllu saman vandræðalaust.
Himmi hló alltaf þegar ég kallaði hann ljósið mitt. Honum fannst það ekki alltaf réttnefni og hafði ákveðnar skoðanir á því hvað hann væri og hver. Við töluðum einmitt um það hérna heima þegar kistulagningin var búin að hann hefði laglega fussað yfir öllu þessu hvíta sem hann var vafinn inn í og breitt yfir hann sjálfan.
Angakallinn....
Með hlýju í hjarta, hugsandi um Himma minn, býð ég góða nótt.
Athugasemdir
Góða nótt, yndisleg þessi nöfn. Auka gælunöfnin hér eru yfirleitt hundana. Afríka er oft kölluð Fríkí, Chiquita er oft kölluð Chiqui, eða Grimmhildur Grámann, Svali er oft kallaður kelibófinn en við eigum enn eftir að finna nafn á Evu Maríu. Knús frá mér
Bjarndís Helena Mitchell, 22.2.2008 kl. 00:51
Já ég hætti mér ekki einusinni út í það. Hér er knúsibolla, Kelmundur, Mundi =Keli.
hundalappir, lapplingur, afturlappir, lapp-lapp =Lappi
Og það er öruggt að eitthvað er að gleymast
Ragnheiður , 22.2.2008 kl. 00:59
Stundum kalla ég strákinn minn Sinfjötla. Man eftir bók sem hét "Sonur minn, Sinfjötli". Kubbur er náttúrlega læða og oft segi ég bara Kubbsa við hana en þegar Tommi gerir eitthvað af sér kalla ég hann Tómas Einarsson og þá skammast hann sín ógurlega. Hehhehe
Góða nótt og dreymi þig vel.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.2.2008 kl. 01:02
Hehe já kannast við svona skammast sín dæmi.
KELMUNDUR KNÚSIBOLLA ! HVAÐ NÚNA!!
Þá sér maður að hvutti er helst á því að sökkva niður úr gólfinu, þvílíkt skömmustulegur greyið
Ragnheiður , 22.2.2008 kl. 01:14
Iss... það er nú einu sinni þannig að þegar mömmur eru að kalla börnin sín ljós - að þá átta þær sig bara alls ekki á því að það eru sannarlega þær sjálfar sem eru ljósin okkar!
Þú ert ljós Ragnheiður, gleymdu því aldrei. Ljós sem logar fyrir alla þá sem eru núna í kringum þig - og ljós sem sést alla leið til himna líka - mundu það!
Guð geymi þig og blessi ykkur öll.
Tiger, 22.2.2008 kl. 03:24
Ég kalla Aþenu Marey mína alltaf ljósið mitt, er ljósið hennar ömmu komið? og þá segir hún (ef hún er í góðu skapi) já amma mín og þú ert ljósið mitt, stundum kemur hún hlaupandi yfir og er eitthvað örg,
en hún jafnar sig strax. við segjum nú ýmislegt við Neró greyið,
eins og nebbi, nari, lordinn þá er hann mjög merkilegur með sig,
en ef maður segir hver er bestur þá vælir hann og kemur til mans
og kúrir, segið svo að þau séu vitlaus, þessir snúðar.
Rek augun í þín skrif Tigercopper um ljósið þetta er rétt hjá þér
ég horfi á sum börn til dæmis og Vá, þau eru ljósverur send til að lýsa okkur hinum, og reyndar getum við öll verið ljós en eins og þú segir þá vitum við það ekki alltaf, og Ragga mín þú ert svo sannarlega ljós
það hef ég sagt þér áður.
Knúsý kveðjur á ykkur allar.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.2.2008 kl. 07:31
Ég kallaði alltaf litla minn lilla púmba
Knús
Kristín Snorradóttir, 22.2.2008 kl. 09:08
Hehe já mínir eru oft kallaðir Pagg, Iddi, og Gunnitunn, Þeir heita nú Ragnar Ingi og Gunnar.
Það kemur nú oftast vegna þess að þeir gátu ekki sagt nafnið hjá hvorum öðrum, nú eða sjálfum sér.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 10:38
Mín eiga nokkur "aukanöfn"líka.Það er svo yndislegt að ylja sér við fallegar minningar. Ég er að vinna flesta daga í Grafarvogskirkju og þá daga sem ég er er ávallt kveikt ljós fyrir ljósin okkar.Knús á þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.