Ég er að verða búin +viðbót

að lifa þennan dag af. Ef ég segði að hann hefði verið auðveldur þá væri ég einfaldlega að ljúga, svo einfalt er það.

Hann hverfur ekki úr huganum -ekki í smástund. Ég reyni að einblína á góðu minningarnar en söknuðurinn rífur enn svo í brjóstið.

Tónlist tengir mann mikið við ákveðna atburði. Stuttu eftir að Hilmar lést þá kom Björn alvarlegur í bragði og tók af mér tölvuna, fann eitthvað og sagði ; mamma hlustaðu, þetta er lagið hans Hilmars til þín.

Þetta var lagið Leiðin okkar allra með Hjálmum. Hérna er linkur inn á síðuna þeirra, Hjálmar . Þið finnið lagið þarna í spilaranum þeirra, endilega hlustið á textann.

Ég keypti diskinn og þarf að fara bráðum í það að finna mér einhverja græju til að spila hann í, græjurnar okkar gáfust upp við flutningana síðast. Það er seinni tíma vandamál. Ég hlusta þarna á meðan og fæ tár í augun.

Kærar þakkir fyrir öll yndislegu kommentin ykkar og ljósin á kertasíðunni hans. Þetta er ómetanlegt.

viðbótin kemur hérna;

ég er bara miklu skárri núna en áðan, fékk svo notalega heimsókn og knús frá elskulegri nágrannakonu. Mér tókst að laga til í eldhúsinu líka og gera það fínt. Þá gat ég náttlega ekki haft það svoleiðis og varð að hræra í brauð. Kelmundur bjánahundur náði að skemma j á tölvunni minni, hann ætlaði að stytta sér leið yfir mig áðan. Stundum gengur einum of mikið á fyrir honum. En ég þarf að koma tölvunni í viðgerð, það er ljóst.

Ég vildi bara segja ykkur að ég væri skárri, það er ómögulegt að fólk hafi áhyggjur af mér. Náttlega enn og aftur búin að ná mér í flensusýnishorn, undarlegur andskoti að fá gjörsamlega allar pestir þennan veturinn.

Góða nótt elskurnar og takk fyrir mig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: .

Elsku hrossið mitt, þrátt fyrir að hafa haft margt að hugsa í dag, þá hef ég í allan dag hugsað til þín, vitandi að nú er liðið hálft ár síðan Himminn þinn hvarf þér sjónum,....enn og aftur skoðaðu allt það sem var þér gleði og tengdist þínum fallega syni sem ekki náði að fóta sig í erfiðri veröld.

Guð gefi þér góða nótt og betri dag á morgun.

., 19.2.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Fékk tár í augun þegar ég hlustaði á lagið, fallegt lag og textinn...svo sorglegur, en fallegur.  

Gangi þér vel, það sem eftir líður dags og vona að morgundagurinn verði léttari. Sendi þér kveðju,

Sigrún Óskars, 19.2.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

   æjj er að hlusta á lagið og  sérstaklega textann. Hafði ekki spáð í honum áður. Hann er alveg ægilega sorglegur. En þetta lag verður alltaf fallegra og fallegra eftir því sem ég heyri það oftar.

Knús á ykkur öll í fjölskyldunni!!

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 19.2.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragga mín hugur minn er hjá þér
Knús á þig og þína Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2008 kl. 20:33

5 Smámynd: Signý

Hjálmar eru frábærir, og þetta lag er alveg æðsilegt...

En, getur þú ekki spilað diskinn í tölvunni þinni barasta?

Signý, 19.2.2008 kl. 20:33

6 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Kristín Snorradóttir, 19.2.2008 kl. 20:48

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég á þessa plötu með Hjálmum og þetta lag er í miklu uppáhaldi. Ég sem hlusta aldrei á texta ... en þessi fór alveg í hjartastað. Þegar fv. tengdapabbi dó var lagið Þórður með Sverri Stormsker vinsælt. Tengdamamma hlustaði mikið á það en í textanum kemur fram mikill söknuður og sorg. Þetta var alla tíð síðan uppáhaldslagið hennar og með tímanum þegar sárasta sorgin hafði minnkað hafði þetta lag þau áhrif að það rifuðust bara upp ljúfar minningar þegar hún heyrði það í útvarpinu.

Hugsa mikið til þín, elskan, og það loga kerti frá okkur erfðaprinsi á kertasíðu Hilmars. Vona að þér fari að líða betur. Knús yfir hafið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.2.2008 kl. 20:54

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 20:56

9 identicon

Bryndís R (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:08

10 Smámynd: Ragnheiður

Jú ég get spilað diskinn í tölvunni, langaði bara í alvöru sound Signý mín

Takk elskurnar

Ragnheiður , 19.2.2008 kl. 21:24

11 Smámynd: Gerða Kristjáns

Knús til þín

Gerða Kristjáns, 19.2.2008 kl. 21:26

12 Smámynd: Fjóla Æ.

Vil senda þér mínar hlýjustu hugsanir. Þetta hefst.

Fjóla Æ., 19.2.2008 kl. 21:28

13 identicon

Maddý (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:35

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ragga, við hjónin höfum oft hlustað á þetta lag og það er ótrúlega sterk tilfinning sem grípur mann, trúi að þetta sé erfitt fyrir þig. Þegar minn kæri dó hlustaði ég á Þórð og ég alveg elskaði að hlusta á það lag, þvílík útrás fyrir mig.  Kveiki enn og aftur ljós fyrir elsku Himma.  Hafðu það sem best elskuleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 21:57

15 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:59

16 Smámynd: Huld S. Ringsted

Er búin að hugsa til þín í dag

Huld S. Ringsted, 19.2.2008 kl. 22:15

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hér trítlar tár niður kinn.   Lagið hefur mér fundist mjög fallegt en aldrei hlustað á textann fyrr.  Framvegis kemur þetta lag til með að minna mig á Himma...... og þú ert elsku mamma. 
Ofboðslega hugulsamur hann Björn, við þig... ljúfur strákur.   

Ég finn svo djúpt til með ykkur. 

Anna Einarsdóttir, 19.2.2008 kl. 22:35

18 Smámynd: Ragnheiður

Anna mín, Björn er merkilegur ungur maður. Hann kom af fæðingardeildinni og svaf allar nætur. Hann var alltaf bestur af öllum. Hann sleppti gelgjunni og hefur alltaf verið mér til halds og trausts. Slíkur sonur er metfé og það segi ég honum eins oft og ég kem því við.

Ragnheiður , 19.2.2008 kl. 22:39

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fallegur texti! Ég hef aldrei hlustað á textann fyrr en nú!

Það er einhvern veginn þannig, Ragga mín, að ef maður er illa upplagður þá týnir maður upp allar pestir sem á vegi manns verða.

Gott að þessi dagur er að verða búinn hjá þér

Hrönn Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 23:02

20 Smámynd: Söngfuglinn

Elsku kellingin mín. Algjörlega dásamlegt lag, hef oft heyrt það en aldrei pælt í textanum. En er að hlusta núna og fæ bara gæshúð og tár.
Knús í krús til þín og þinna.

Söngfuglinn, 19.2.2008 kl. 23:28

21 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Já þetta er mjög gott lag og frábær hljómsveit..set hér þér til fróðleiks Ragga mína að í þessari hljómsveit er einn frændi strákana þinna hann heitir Davíð og spila held ég á hljómborð við vorum búin að segja Bjössa þetta en kannski gleymdi hann að segja þér þetta...

Knús og kveðja héðan úr Grindavíkinni. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 19.2.2008 kl. 23:40

22 Smámynd: Ragnheiður

Bjössinn hefur ekkert munað það hehehe....

Kær kveðja til baka

Ragnheiður , 19.2.2008 kl. 23:54

23 Smámynd: Dísa Dóra

Knús til þín

Dísa Dóra, 20.2.2008 kl. 09:03

24 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 20.2.2008 kl. 09:45

25 Smámynd: Hugarfluga

Þú ert ekki bara skárri, þú ert best!  

Hugarfluga, 20.2.2008 kl. 10:01

26 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Mér datt það líka alveg í hug hann var allavega mjög ánægður að heyra þetta...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.2.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband