Himnaríki

er búið að vera á heilanum á mér undanfarið. Ég virðist aldrei geta fengið eitthvað létt og einfalt á heilann.

Ég er auðvitað búin að velta þessu mikið fyrir mér síðan Himmi fór. Þegar ég fór í skírn Hilmars litla um daginn þá stóð ég mig að því að skera niður hvert orð sem presturinn sagði, vega og meta og endirinn varð sá að ég henti þessu öllu frá mér jafnóðum sem bulli. (Nú fæ ég alla trúarkappana á Moggabloggi í hausinn)

Jæja en aftur að umræðuefninu.

Fólk segir undarlegustu hluti þegar það missir ástvin. Guð elskar þá sem deyja ungir (amma mín varð rúmlega níræð, var Guði illa við hana ?)

Það hefur vantað einn svona í Himnaríki (það finnst mér ekki trúlegt, það eru milljónir manna þarna uppi)

Ég held að himnaríki sé eitthvað patent sem syrgjendur fundu upp til að minnka sársaukann og það skil ég vel. Það er náttlega notalegra að hugsa sér ástvininn á góðum hlýjum stað en grafinn ofan í kalda jörðina, orðinn að skordýramat.

Nú er kominn matur hjá mér og ég legg niður fingur í bili...reyni kannski að bæta við þetta síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Himnaríki, í mínum huga, er bara einfalt orð til að lýsa æðra tilverustigi. Einhverskonar einföldun á flóknara dæmi. Sé ekki fyrir mér þetta "himnaríki" sem stað fyrir ofan kollana á okkur, bak við skýin, með vængstórum englum og hörpuhljóm. Heldur frekar sem tilverustig, sem okkur er ekki ætlað að skilja hér og nú.

Hugarfluga, 10.2.2008 kl. 19:41

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við erum stundum svolítið skrítin, en værum við að kveikja á kertum,
biðja bænir ef við tryðum ekki á alheimstilveruna, held ekki,
ég trúi allavega á allt það góða. ekki orð meira um það.
                       Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2008 kl. 19:42

3 identicon

Mér hefur verið sagt að  orðtakið að þeir deyi ungir sem guðirnir elska merki að þeir sem hann elski séu ungir á sál og líkam þar til yfir lýkur. Hafi sem sagt ekkert með árafjöldann að gera.

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 19:45

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga ég er óheyrilega sammála þér með þessar klisjur. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þeir sem guðirnir þola ekki deyja þá væntanlega í hárri elli.

Og hitt dæmið þarna, það hefur vantað einn eins og hann þarna uppi, fyrirgefðu meðan ég hendi mér í vegg.

Samt skil ég þetta.  Fólk á í verulegum vandræðum þegar einhver missir ástvin, því orðin eru svo innantóm.  Þetta er vel mein og maður tekur því bara þannig.

Himnaríki fyrir mér er eins og hjá fluvu, æðra tilverustig.  Ég

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2008 kl. 19:47

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

úps of fljót. É held að það séu fullt af tilverustigum. Við vitum svo lítið.   En ég er viss um að þau ganga öll út  á kærleik og það besta í manneskjunni.

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.2.2008 kl. 19:48

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held ég hallist að Fluvu í þessum efnum - svo hefur Milla líka mikið til síns máls.

Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2008 kl. 19:55

7 Smámynd: Ragnheiður

Æðra tilverustig segið þið, ég er bara ekkert viss um að slíkt sé einusinni til

Ragnheiður , 10.2.2008 kl. 20:20

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó jú Ragnheiður.  Ég er viss um að eitthvað æðra er til.  Eitt af því sem fær mig til að trúa því, eru mörg dæmi þess að látnir koma í draumi. 

Einn sagði konunni sinni (sem ég þekki vel) hvar hún gæti fundið hlut sem hún hafði leitað að og alls ekki getað fundið.  Hún gekk beint að hlutnum, morguninn eftir drauminn.  Tilviljun ?

Ömmu dreymdi afa heitinn.  Henni fannst hann vera kominn til að sækja sig.  Hún kallaði á ættarmót í hvelli... eitthvað sem hún hafði aldrei gert áður.  Á ættarmótinu dó sonur hennar.  Það hvarflaði ekki að henni að afi gæti verið að sækja einhvern annan en hana sjálfa.  Hún skildi þó skilaboðin rétt.  Tilviljun ?

Svo eru öll dæmin um fólk sem hefur getað lýst nákvæmlega aðstæðum í landi sem það hefur aldrei komið til.   Lýst húsi, herbergjaskipan og öllu.  Hvernig skýrum við það öðruvísi en að viðkomandi hafi verið þar áður ? 

Ég þekki konu, og þekki hana mjög vel, sem hefur dáið og verið endurlífguð.  Hún lýsti fyrir mér mjög mikilli vellíðan og mikilli birtu.

Veistu... mér finnst ómögulegt að trúa að sálir endurfæðist ekki.... og ég trúi að í millitíðinni séu þær í ljósinu mikla, hvað svo sem menn kjósa að kalla það. 

Anna Einarsdóttir, 10.2.2008 kl. 20:53

9 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er þetta með himnaríki og helvíti. Ég hef á tilfinningunni að þetta hafi alltaf verið dálítið misskilið. Í mínum huga er helvíti aðeins til hér á jörðinni í okkar lifanda lífi og það er það sem átt er við með því. Það skapar maður sjálfur að hluta, hitt geta verið örlög. Sama má segja um himnaríki. Það er hér á jörðu að fengnu hreinu hjarta, frelsi og ákveðna vitneskju um lífið og tilveruna. Þannig öðlast maður hamingju. Hitt er að í mínum huga er lífð hér á jörðinni aðeins brot af öllu okkar lífi. Hver dagur er sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir.  Allt í náttúrunni sofnar, deyr og endurnýjar sig, stundum í annari mynd. Jarðneskar leifar plantna og dýra rotna og verða að moldu, moldin nærir annan gróður og lífið heldur áfram. Tré og plöntur fara í dvala að vetri og lifna við að vori og blómstra. Þannig í móðurkviði verðum við til og andi okkar sameinast í fæðingu, að sama skapi yfirgefur andinn líkamann við dauða og líffana líkaminn sem voru hýbýli okkar hér á jörðu verða eftir. Við erum löngu farin. Svona lít ég á þetta og hvort það er rétt veit ég ekki. Eðlisfræðin kennir okkur að efni og orka eyðist aldrei heldur breytir um mynd. Efni = orka = andi <andi = orka = efni, eða þannig.

Sigurlaug B. Gröndal, 10.2.2008 kl. 22:12

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

himnaríki er að mínu mati, þegar við opnum yfir í aðra vitund, æðri vitund, helvíti eru myrk öfl, sem í raun ekki myrk, en vinna að öðrum málum, sem halda okkur í gömlu myrkri,vilja halda þróuninni til baka

Bless til þín á mánudagsmorgni

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 08:20

11 identicon

Í mínum huga og eftir mína lífsreynslu er himnaríki til.Ég dó 13 nóvember 1984 þegar dóttir mín fæddist. Það var verið að færa "lík"úr rúmi í börur þegar þeir sem héldu á mér misstu mig í börurnar sem voru á gólfinu og ég hrökk í gang aftur . Til að gera langa sögu stutta þá er himnaríki til. Guð leysti strákinn minn úr þeirri hræðilegu kvöl og áþján sem hann var í hér á jörðu og tók hann heim svo hann mætti verða heilbrigður að nýju.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 10:17

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Veistu Ragnheiður, ég held að himnaríki sé til. Þar eru allir jafningjar. Hvaðan sem þú kemur eða hvernig sem þú kemur þangað, það eru allir jafnir.

Sigrún Óskars, 11.2.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband