Gengið niður minningastíg

Undanfarið hef ég af mestu varkárni þrætt hugann til baka og dvalið nokkuð við dagana dimmu og ljótu. Ég hafði áður reynt að bægja þessu sem mest frá mér, óviss um að ég þyldi að hugsa um þetta af neinu viti. Þetta gerist samt afar varlega, ein hugsun í einu og ég spái í hana þann daginn.

Það hjálpaðist reyndar nokkuð margt að í að gera þetta "þolanlegt". Suma daga var þetta samt næstum óbærilegt.

Ég man heimsókn prestsins, ég man símtalið við prestinn fyrir austan sem fékk það ömurlega verkefni að láta Hjördísi vita.Ég gat ekki hringt í hana með þessar fréttir, það var bara ekki hægt. Ég man líka vesenið með að ná í krakkana. Solla og Jón að koma að austan úr sumarbústað, þeim var fyrirskipað að koma hingað...beina leið. Ekki veit ég hvað þau héldu greyin. Það náðist ekkert í Hjalla símleiðis og Jón og Björn voru settir í að fara heim til hans og sækja þau. Þeir urðu að vera með pókerpeis dauðans alla leið hingað. Björn kom til mín og sagði ; þetta var erfitt !. Það blikaði á tár.

Að þurfa að segja börnunum sínum að nú hafi eitt þeirra látist er hryllingur.

Systir mín kom hingað og ég minnist nærveru hennar allan þennan vonda dag. Hún hlustaði á mig tauta um allt og ekkert, kvarta sáran yfir öllu mögulegu en hún hlustaði líka á þegar móðirin allt í einu rétti úr sér og tilkynnti við eldhúsborðið : Hann verður ekki jarðaður í kyrrþey !! Hann var strákurinn minn !!

Til mikils léttis þá gekk faðir hans alveg samstíga mér með það. Hann vildi heldur ekki jarða Himma í kyrrþey.

Ég er að verða búin að ganga gat á þennan dag í huganum. Ýmislegt undarlegt vildi ég endilega gera. Það skrýtnasta eflaust að láta vita í vinnunni minni að ég kæmi ekki á réttum tíma úr sumarleyfi. Það var nú samt nægur tími til að spá í það, heil vika eftir. Samviskusemin að drepa konuna...

Við hittumst fyrir utan sjúkrahúsið á Selfossi. Þar beið hann okkar, elsku strákurinn. Við vorum öll meira og minna klumsa. Enginn vissi eiginlega neitt hvað ætti að segja eða gera....presturinn fór með bænir en ég man ekki eitt orð. Ég man að áfallið við að sjá hann var svo mikið að ég átti ekki eitt einasta tár til, ekki eina hugsun meðan ég horfði á lík sonar míns á börunum. Vantrúin var svo mikið. Honum var svo kalt ! Það var svo undarlegt að horfa á hann að um tíma fannst mér eins og ég væri alls ekki þarna. Við strukum kollinn hans og kysstum hann. Ég man hversu áberandi kollvikin hans voru. Hann var búinn að skamma mig fyrir þetta. ,,ég er að verða sköllóttur mamma !" eins og afi !!  En svo brosti hann. Þarna brosti hann ekki. Hann lá kyrr, kaldur....farinn frá okkur.

Hann hafði gengið út í síðsumarið síðla nætur, einn ...alltaf einn.

Hluti af þessu að vilja ekki jarða hann í kyrrþey birtist hérna á síðunni. Núna þegar hann er ekki lengur hér þá á hann marga að sem þykir orðið vænt um hann. Það eruð þið sem hafið kynnst þessum strákanga eins og mamma hans sá hann, ekki eins og réttvísin sá hann. Að vísu veit ég að mörgum þeim sem um hans mál fjölluðu þótti nokkuð til hans koma. Gæðin skinu af þessum góða, vegvillta strák.

Þegar ég hugsa um þennan vonda dag, þá kemur líka upp mikið þakklæti, þakklæti til þeirra sem stóðu mér næst þennan vonda dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Knús til þín.

Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú stendur þig með prýði mín kæra vinkona. Knús og klem

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.2.2008 kl. 13:10

3 identicon

Elsku Ragnheiður...

bara kvitta fyrir mig...gott að lesa hugleiðingar þínar.

 kv Dísa og co

Dísa (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú hlýtur að vera þreytt eftir þessa færslu ljúfan mín.  Það tekur á að kafa svona og rifja upp en allt er þetta hluti af för þinni í gegnum sorgarúrvinnsluna.  Eitt skref í einu og þú ert á leiðinni í rétta átt.  Svo vel hefur þú skrifað að mér finnst ég hafa þekkt Hilmar og skynja einungis hlýja og jákvæða strauma til hans.  Hún systir þín er gull. 

 

Anna Einarsdóttir, 9.2.2008 kl. 13:38

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Enn á ný fyllist ég aðdáun að því hvernig þú nærð að tjá þig um þetta mál Ragga mín!

Þetta eru erfið spor - en nauðsynleg. Hlýtur að taka á þig að rifja þetta upp.  Farðu vel með þig ljúfust

Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 14:10

6 identicon

Er ein af "ókunnugum" sem kem oft hingað inn án þess að láta vita.  Nú get ég ekki orða bundist.  Þú mátt og átt að vera stolt af því hvað þú hefur opnað augu, eyru og hjörtu margra.  Og það gerirðu í minningu sonar þíns.  Hilmar er heppinn að eiga þig sem móður. 

Edda (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 14:41

7 identicon

Það að hafa lesið síðuna þína hefur gert mig að betri manneskju!!! Ekki af því ég hafi alltaf verið sammála þér heldur af því þú hefur fengið mig til að hugsa mig um....færa rök fyrir hinu og þessu!!!!  Takk fyrir það!!!

Kv, Valla 

Valla Ósk (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 15:00

8 identicon

Vel gert hjá þér Ragga mín,þú ert sönn hetja að koma þessum degi í orð og á blað.  Knús til þín ...

Maddý (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 15:26

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert bara yndislegust.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.2.2008 kl. 16:47

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 9.2.2008 kl. 16:49

11 identicon

Veistu Ragga, þú ert yndisleg.

Knús

Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 16:51

12 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Elsku Ragga mín  Það er átakanlegt að lesa þetta,það sem ég kynnst af ljúfa drengnum þínum í gegnum skrifin þín,er ekki hægt að segja annað en að þetta var ljúfur og góður drengur.Mörg okkar hafa gert mistök í okkar lífi,en það breytir því þó ekki hvernig persónur við erum.Þú ert ótrúlega dugleg kona Ragga mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 9.2.2008 kl. 16:58

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Nú fór ég að gráta....elsku vinkona hvað þetta er hræðilega sárt og átakanlegt....þú hefur unnið frábærlega úr þessari sorg þó hún eðlilega sé enn til staðar og verði það alltaf...það verður kannski bærilegra þegar frá líður.

Ég fæ alltaf reglulega flassback til þess dags þegar Haukur okkar fannst að sjá hann svona ískaldan og farin fer aldrei úr huga mér....en mikið svakalega sem ég er samt þakklát fyrir að fá að sjá hann eins og hann fannst....það vakti engan óhug með mér nema síður væri....

Vildi að ég gæti faðmað þig..á örugglega eftir að leita þig uppi þegar ég kem suður bara til að segja þér augliti til auglitis hvað Himminn þinn hefur verið heppinn að eiga þig og hvað mér finnst þú yndisleg...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.2.2008 kl. 17:17

14 Smámynd: Dísa Dóra

Knús til þín og þinna

Dísa Dóra, 9.2.2008 kl. 18:47

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Svona skrifa bara hetjurnar í mannflórunni.

Takk.

Steingrímur Helgason, 9.2.2008 kl. 21:02

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ragga, þú átt aðdáun mína alla. Forréttindi að fylgjast með skrifum þínum um drenginn þinn, sem var fyrst og fremst sonur móður sinnar og góður drengur.  Mér þykir vænt um þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 21:32

17 identicon

Knús og klús í dag og ævinlega.

Kidda (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:56

18 Smámynd: Fjóla Æ.

Veistu að ég skil þig svo, þrátt fyrir að vera svo heppin að hafa ekki misst barnið mitt. Einhverra hluta vegna fór ég að lesa vefdagbókina hans Hugins í morgun fyrir síðast liðið ár, eða í raun bara janúar, og mikið svakalega var það erfið upprifjun. Get sagt þér að ég grét yfir orðunum og mundi svo vel allt það sem ekki stendur á síðunni, fæ meira að segja tár í augun bara við að segja þér þetta.  Ég las vefsíðuna hans og síðan þegar ég ákvað að hætta að kvelja sjálfa mig þá sá ég að þú varst komin með nýtt blogg, en gamla bloggið kom upp, síðan refressaði ég og þá komu þessi minningarstígur þinn og ég gat ekki annað en sent þér einfalt "knús" skildi þig svo vel, var á sömu slóðum.

 Stundum skil ég þig ekki hvernig þú kemst í gegnum sorgina en þá man ég eftir því, samkvæmt minni reynslu, að þú átt fleiri börn og góða að sem gera lífið þess virði að lifa því.

Þú ert mikil manneskja að lifa hreinlega af og ert ein af þeim sem ég tel að sé gott að þekkja og vil gjarnan kynnast þér í eigin persónu.l Þannig að ef þú átt leið í Keflavíkina þá ertu hjartanlega velkomin til mín.

Fjóla Æ., 9.2.2008 kl. 22:08

19 Smámynd: Ragnheiður

Takk Fjóla mín, ég bakaði lummur í dag

Ragnheiður , 9.2.2008 kl. 23:59

20 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 9.2.2008 kl. 23:59

21 Smámynd: Fjóla Æ.

Verði þér að góðu. En sástu að mamma talaði um að hafa um það bil helmingi minna natron en hún sjálf gaf mér upp en það virkaði fínt hjá mér, kannski skiptir það ekki máli. Hvað veit ég?

Fjóla Æ., 10.2.2008 kl. 00:05

22 Smámynd: Ragnheiður

Já það mætti minnka það, það er rétt. Maður finnur aðeins bragðið af því ef það eru 3 tsk.

Ragnheiður , 10.2.2008 kl. 00:15

23 identicon

Ég var einmitt í upprifjun í vikunni. Ég varð einfaldlega veik á eftir. Hiti og slappleiki. Stundum er þetta svo allt of mikið og allt of vont. Þú ert alveg einstök og yndisleg ertu það er alveg á hreinu.Það loga kerti fyrir englana okkar flesta daga í Grafarvogskirkju.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 00:51

24 Smámynd: Ragnheiður

Já það finnst mér ekki skrýtið Birna, þetta er ekki eðlilega erfitt að horfa á eftir þessum strákum svona. Englarnir okkar, það er réttnefni á þá.

Ragnheiður , 10.2.2008 kl. 01:03

25 Smámynd: Tiger

Góðar minningar um góðan dreng lifa endalaust. Vel gert hjá þér að létta á þér með því að skrifa um þetta. Ástvinir okkar eru ætíð eins nálægir okkur og við leyfum þeim að vera. Þegar við missum einhvern verður hann ætíð í hjarta okkar, þar geymum við minningarnar og þannig lifa ástvinir okkar ætíð með okkur. Þú ert sterk að geta fært þessar minningar hingað inn, fyrirmynd sem drengurinn þinn væri/og er örugglega - mjög stoltur af!

Tiger, 10.2.2008 kl. 03:48

26 Smámynd: Sigrún Óskars

Ragnheiður, þú kannt að koma hugsunum þínum í orð, fallega skrifað. Þótt ég geti ekki sett mig í þín spor þá get ég fylgt þér þennan minningarstíg í huganum. Engillinn þinn er örugglega stoltur af þér.

Sigrún Óskars, 10.2.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband