Miðvikudagur, 23. janúar 2008
Ummæli
sem ég heyrði í dag hafa setið ögn í mér.
Á vefnum www.gossip.is er fjallað um þennan leikara sem lést í gær, man ekki nafn hans í bili enda þekki ég afar lítið til leikara almennt. Þar er videóklippa af fréttastöð og þar er meðal annars rætt við foreldra þessa unga manns. Þau aftaka að hann hafi fyrirfarið sér og segja ; hann var ekki þannig maður !.
Þó ég hefði verið klipin með glóandi töng þá hefði ég aldrei látið mér til hugar koma að Hilmar minn ætti eftir að taka sitt líf eins og hann gerði óneitanlega 19 ágúst síðastliðinn. Manni dettur þetta bara ekki í hug. Hilmar var aldrei þunglyndur, hann var ótrúlega hressilegur og skemmtilegur strákur. Mér gafst ekkert færi á að þræta. Hann var jú aleinn í klefanum sínum þegar að var komið. Þá tóku bara við hinar spurningarnar, afhverju ? Hvað gerði ég vitlaust ? Hvað var eiginlega að hrjá hann ?
Við erum svosem komin með flest svörin sem snúa að honum en eigum öll eftir að sitja uppi með að skamma okkur sjálf fyrir að hafa ekki séð og heyrt neitt. Hann skildi okkur eftir með samviskuna í molum og það þurfum við að lifa með það sem eftir er. Hann skildi eftir bréf til okkar, eitt til mömmu og annað til pabba.
,,fyrirgefðu. Ég elska ykkur öll."
Það vissum við en í mestu og sárustu örvæntingunni hljómaði þetta bréf í huga mér og ég endurtók í huganum ; Já Hilmar, ég fyrirgef enda elska ég þig.
Ég hef greinilega verið heldur draugsleg undanfarna daga, húsbóndinn tók eftir því. Það er gott að eiga skilning hans þegar þarf á að halda. Ómetanlegt....
Athugasemdir
Hæ elskan mín. Var aða lesa bloggin þín. Þetta eru erfiðir dagar heyri ég, vonandi skánar ástandið á næstu dögum. Skammdegið er þér erfitt núna, það get ég skilið. Hugsa vel til þín og þinna. Segi eins og þú með þessa pólitík, ég hef orðið ógeð á þessu fólki. Hafðu það gott elskan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 17:37
Það er gott að eiga góða að á erfiðum stundum Farðu vel með þig kærust.
Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 17:43
Það er svo lítið hægt að segja Ragnheiður mín. Það er óendanlega sárt að missa barnið sitt. Samt langar mig að banna þér að hafa samviskubit. Þér datt ekki í hug að svona myndi geta farið, þannig að þú gast heldur ekki komið í veg fyrir það. Þessir dagar eru erfiðir en reyndu að brosa framan í kallinn (Steinar auðvitað) hið fyrsta... því Himmi hefði viljað að mamma hans væri glöð. Ha.
Anna Einarsdóttir, 23.1.2008 kl. 18:06
Ég segi eins og Anna; það er svo lítið hægt að segja dúllan mín. Það er gott að þið húsbóndinn hafið hvort annað. Vonandi gengur þessi líðan yfir sem fyrst. Knús til þín
Jóna Á. Gísladóttir, 23.1.2008 kl. 18:12
Æj Ragga þetta eru erfiðir dagar og við söknum stráksins okkar svo sárt.Ég er þér svo sammála um það sem þú segir um Himma hann var ekki þunglyndur hann átti svo mikið af brosi og hlátr hann var bestur svo bestur.
Farðu vel með þig og það má vera latur ef það er það besta.
Kveðja til ykkar allar á nesinu.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 23.1.2008 kl. 18:13
Knús til þín farðu vel með þig.
Huld S. Ringsted, 23.1.2008 kl. 21:28
Veit ekki hvað ég geti sagt svo þér líði betur svo að ég sendi þér bara risaskammt af knúsi og klúsi
Kidda (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 21:36
Ég hef ekki gert mikið af því að kommenta hjá þér þótt ég lesi þig alltaf. Mér finnst þú alveg ótrúlega sterk og heilsteypt persóna og ég dáist að því hvað þú hefur getað tekið vel á þessum hræðilegasta atburði sem nokkurt foreldri getur hent. Hlýjar og góðar kveðjur sendi ég þér ef þær geta eitthvað gert fyrir þig. Þú ert bara tærasta snilld.
Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 21:58
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2008 kl. 23:01
Farðu vel með þig, hrossið mitt góða, nú birtir meira dag frá degi og þá birtir líka yfir okkur sem glíma við hugarangur. Og Himman þinn elskar þú endalaust, þótt erfitt sé að sjá hann ekki lengur.
., 24.1.2008 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.