Sunnudagur, 20. janúar 2008
Ég leit aðeins við á
kertasíðunni hans Himma og ég er svo þakklát fyrir kertin sem þið, elskulegir vinir, setjið fyrir hann þarna Það er svo notalegt að sjá hlýhuginn og skilninginn, það vekur mér von um að hann hafi kannski ekki farið alveg til einskis...kannski varð hann til þess að þú, lesandi góður,sérð að stundum eru þetta bara synir mæðra sinna. Elskurnar mínar, hjartans þakklæti fyrir ljósin hans. Í gær voru 5 mánuðir síðan hann Himmi minn dó, ég sakna hans gríðarlega og berst oftast við sektartilfinningu, mér finnst ég hafa stundum brugðist honum -vesalings vandræðabarninu mínu.
Ég hef ekki brugðist eftir að hann dó, ég hef reynt að hamast við að vekja athygli á málefnum fanga. Kannski fyrir daufum eyrum, það verður að hafa það en dropinn holar steininn.
Kæru vinir
Þórdís Tinna er mikið lasin, minnist hennar í bænum ykkar og hérna til hliðar er slóð á kertasíðuna hennar. Hún er samskonar og síðan hans Himma. Jafn einfalt en þið gerið ykkur líklega ekki nokkra grein fyrir hvað þetta gleður innilega særð hjörtu. Þarna er líka slóð á kertasíðu fyrir Þuríði Örnu sætaskott. Það var gaman að sjá pabba hennar í sjónvarpinu og myndir frá tónleikunum síðdegis. Okkar góða tónlistarfólk er yndislegt að styrkja SKB svona myndarlega.
Góða nótt
Athugasemdir
Megi Guðsenglar yfir honum vaka og verndaog að þú finnir í hjarta þínu ró og frið og með tímanum mun minningar um hann þig gleðja og veita þér sálarfrið og með tímanum mun sárin gróa og sorgin verður að ljúfri og góðri minningu sem mun ylja þitt litla hjarta.ástarkveðjalinda
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.1.2008 kl. 22:21
fyrir Himman okkar og alla sem þurfa
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.1.2008 kl. 22:26
Það er mín skoðun að enginn deyi til einskins. Það er alltaf einhver ástæða eða lærdómur þegar ungt fólk deyr.
Ég get ekki ýmindað mér að þú hafir brugðist honum. Kanski brugðust aðstæður honum, en ekki þú Ragga mín.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 22:47
sektakenndin getur verið yfirþyrmandi en þú ert mannleg og hefur þína móðirtilfinning en þú ert móðir sem ert hetjan hans Hilmars og er ég viss um að hann se stoltur af þér ert búin að vera dugleg ég held að maður sættir sig ældrei að upplifa að missa barnið sitt en maður getur lært að lifa með því en tímin læknar öll sár Ragnheiður mín ég vill svo senda þér og fjölsk góða strauma og allt farið vel elsku vinkona kv Ólöf Jónsdóttir
lady, 20.1.2008 kl. 22:59
Huld S. Ringsted, 20.1.2008 kl. 23:01
Guðrún Jóhannesdóttir, 20.1.2008 kl. 23:14
Guðrún B skrifar eins og út úr mínu hjarta
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 23:35
Auðvitað var hann sonur mömmu sinnar
Þú hefur ekki brugðist í neinu, ekki hugsa það einu sinni, og hann veit það. Eins og ég hef sagt áður þá munt þú alltaf sakna hans, en það breytist í gleðina yfir því að hafa átt hann í þessi ár.
Þórsís Tinna hefur fengið sitt kerti ásamt þeim bænum sem ég við hef
hér heima fyrir alla þá sem eiga um sárt að binda, báðum megin við glæruna. Kveðja Ragga mín.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.1.2008 kl. 10:40
Ég er 2-3 í viku á ferðinni í Grafarvogskirkju.Þar er sérstakur kertastjaki fyrir kerti ástvin sem eru veikur eða farin eða bara ekki hjá okkur. Himmi og Haukur "eiga"efsta sætið á stóra stjakanum og kveiki ég á kertum fyrir þá í hvert sinn sem ég kem í kirkjuna. Þú hefur örugglega ekki brugðist frekar honum Himma á neinn hátt eða nokkrum öðrum get ég ekki ímyndað mér. En það er spurning um þær kröfur sem við mömmur gerum til okkar.Fullkomnun og ekkert minna.Knús til þín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 11:49
Ég votta þér þér og fjölskyldu þinni elsku Ragnheiður mín innilegra samúð mína.
Kristín Katla Árnadóttir, 21.1.2008 kl. 13:18
Æ þetta hlýtur að vera erfitt. Manni finnst maður alltaf geta hafa gert betur þegar kemur að börnunum manns. En á endanum þá eru þau auðvita bara sjálfstæðir einstaklingar sem bera ábyrgð á gjörðum sínum. Viss um að þú hafir gert eins vel og þú gast á hverjum tíma. Meira getur maður ekki. Ég votta þér samúð mína og vona að þú finnir sem fyrst hugarró og styrk til að lifa í sátt við það sem orðið er.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 21.1.2008 kl. 13:26
Knús
Bryndís R (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 15:45
Knús frá mér.
Bjarndís Helena Mitchell, 21.1.2008 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.