Ég las grein í morgun

Þar var verið að ræða við Margréti Frímannsdóttur sem tekur við Litla Hrauni 1 febrúar næstkomandi. Hún segir þar frá þeim línum sem hún hyggst leggja og sínum áherslum. Ég sat með tárin í augunum, það voru gleðitár. Loksins loksins kom einhver sem skilur. Ég hef séð hérna á blogginu fólk nöldra yfir að hún sé þarna, hún sé ekki menntuð til þess og svo þetta klassíska að hún sé uppgjafa pólitíkus....Stundum væri ekki verra ef fólk kynnti sér hlutina. Hún Margrét er nánast alin upp þarna á Litla Hrauni, þar var faðir hennar yfirfangavörður og hún er alin upp við umræður um fangelsið og fangana þar.Hún hefur veitt forstöðu nefnd sem unnið hefur að því að bæta aðstæður þarna, nefnin skilaði af sér í lok árs.

Það eina sem mér líst ekki á er að það eigi að stækka fyrir austan, ákveðnir gallar eru nú þegar komnir á fangelsið og ég tel það vegna stærðarinnar og ekki nægs eftirlits með föngunum. Það fór um mig hrollur þegar ég komst að því hvernig sumir fangar koma fram við aðra. Það má ekki gerast að við situm uppi með fangelsi sem verður eins og þessi amerísku fangelsi, með sínum klíkum og misþyrmingum á veigaminni föngum. Það þarf að fylgjast vel með. Gríðarlega vel. Það þarf að skilgreina það sem alvarlegt agabrot ef fangi brýtur gegn öðrum fanga.

Þið hin sem ekki hafið átt fanga í ykkar fjölskyldum megið minnast þess að þessir menn koma út aftur. Það er líka ykkar hagur að þeir komi betri út. Það er allra hagur að það takist að bæta fangana og endurhæfa þá.

Hugur minn leitar enn öðru hvoru til þeirra fangavarða sem komu að Himma mínum. Ég fékk martraðir og tóma dellu eftir að ég fór að sjá hann á sjúkrahúsinu á Selfossi. Það skal hafa verið slæmt að koma að þessu. Aumingja fangaverðirnir....en hins vegar sagði Valtýr fangelsismálastjóri að þeir hefðu fengið áfallahjálp. Það vonandi gerði eitthvað gagn.

Margréti Frímannsdóttur vil ég óska alls hins besta í starfi og ég hef svo mikla trú á henni. Meðan hún var á þingi þá sá maður að hún var afskaplega mannleg og hlý kona. Strákarnir fyrir austan eiga skilið að fá slíka konu til sín.

-----------------------

Annars er ég enn ómöguleg. Ég sef bara og sef. Málið er að janúar er leiðinlegur. Í desember er gleði og tilhlökkun. Maður er á kafi að finna gjafir fyrir ástvini sína og senda öðrum ástvinum kort. Það er mikið að gera og mikið gleði. Svo kemur janúar og púff....allir þreyttir og ekkert að gerast. Heilmikið myrkur og allt í pati.

Áætlanaskrá fyrir árið 2008

Ég ætla að spara og búa mig undir kreppu.

Ég ætla að fara til Selfoss í skemmtiferð , ég bara verð að losna við þessa slæmu ímynd bæjarfélagsins úr höfðinu. Nú er bara að þora Suðurlandsveg.

Fleiri áætlanir eru ekki komnar í gang...enda er ég ekki kona loforða, ég er kona framkvæmda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún á örugglega eftir að standa sig þarna hún Margrét. 

Bryndís R (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 16:18

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Tek undir með þér, hún er rétt manneskja til að taka við þessu vandasama starfi.  Eðalkona hreint í gegn.

Steingrímur Helgason, 11.1.2008 kl. 17:06

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hlustaði á endurtekið viðtal við hana, nóttina sem ég keyrði til Kebblavíkur um daginn ;) Mér hefur lengi litist vel á Margréti og hún brást mér ekki þarna fremur en fyrri daginn. Alveg sérdeilis leiftrandi áhugi á málefninu. Það heyrði ég allaleið :)

Knús á þig lúsin mín

Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 17:24

4 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Hún er alveg tilvalin í þetta starf þó svo að hún sé ekki með "réttu" menntunina í það.  Held að þetta sé það besta sem hefur gerst í þessum málum lengi.  Það þarf að fá kvennlega yfirsjón í þessum málum.

Bergdís Rósantsdóttir, 11.1.2008 kl. 17:49

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Sammála, sammála sammála, Margrét verður fín þarna. Hitt er annað mál að þeir fangar sem taka út refsingar eiga að fá miklu meiri hjálp, fangelsin eru yfirfull af einstaklingum með ofvirkni og/eða skyldar raskanir, jafnvel geðsjúkdóma. það er ekkert gagn að því að loka fólk inni og sleppa því svo út eftir x mörg ár, það verður engin betri af því. Eins og refsimál eru í dag miðast þau meira við að refsa og hefna í stað þess að aðstoða, auðvitað á að taka hættulega einstaklinga úr umferð...samfélagsins vegna en ekki til að hefna, það græðir engin á því.

Náði ég að gera mig skiljanlega???? er svo flækt í hausnum í dag að ég næ ekki að koma í orð því sem ég þarf að segja, hef talað eintómar prentvillur...... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.1.2008 kl. 18:08

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hún Margrét veit hvað hún

 á að gera ég hlustaði á hana á bylgjunin á sunnudaginn var hún ætlar að gera margar úrbætur hún er frábær kona og vill gera sitt besta. Knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 11.1.2008 kl. 18:11

7 Smámynd: Ragnheiður

Krumma einmitt málið, það þarf að loka þá inni. Ég er alls ekki að ætlast til þess að menn verði ekki lokaðir inni ef þeir hafa orðið brotlegir, alls ekki. Margsagði við Himma minn, vond hegðun hefur slæmar afleiðingar.

Málið er bara svo hvað gert er fyrir þessa afbrotamenn meðan þeir eru inni.

Ragnheiður , 11.1.2008 kl. 18:16

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Já og svo verður janúar bráðum búin, sól hækkar og lofti og þú smá saman líka....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.1.2008 kl. 18:16

9 Smámynd: Ragnheiður

orðið brotlegir ! meina gerst brotlegir auðvitað

Ragnheiður , 11.1.2008 kl. 18:17

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Margrét er flott kona, hún var góður pólitíkus og ég hef tröllatrú á henni í nýja starfinu. Ég held ef þeir ætli að fara að stækka Hraunið að þá þurfi að endurstokka duglega upp allt hjá þeim í leiðinni svo að þetta endi ekki eins og Amerísku fangelsin sem virðast koma mönnunum ver út en þeir komu inn og þarna hef ég tröllatrú á henni Margréti.

Huld S. Ringsted, 11.1.2008 kl. 18:18

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég hef sagt það áður og stend við það, þar til annað sannast,hún Margrét er alls trausts verð, hún er hjartahlý og góð og hefur reynt ýmislegt, farnist henni vel í starfi.

Ragga mín það er svo gaman að fara á Selfoss og þú verður að vera eins og toristi, skoða allar minjar, búðir, kirkjuna  og bara allt.
Farðu bara ekki í vondu veðri.

                                  Kveðja Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.1.2008 kl. 18:43

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Margrét vinnur verkin sín vel.... það er engin hætta á öðru.

Ragnheiður !  Ég sé mikla birtu framundan í janúar:  Handbolti og aftur handbolti.... heilu handboltaveislurnar strax í næstu viku !    Ef þú hefur ekki haft áhuga á því.... hafðu hann þá... það er frábært að lifa sig inn í leiki, hoppa upp úr sófanum og góla þegar kemur mark og dansa svo sigurdansinn fram ganginn að leik loknum. 

Til vara, ef illa gengur, má svo blóta gamaldagsorðum, eins og árans og skrambinn. 

Anna Einarsdóttir, 11.1.2008 kl. 18:48

13 identicon

Já, vonandi gerir hún góða hluti þarna, ekki veitir af.

Janúar er að verða búinn, nokkrir dagar eftir. Láttu það bara eftir þér að sofa þegar þú þarft þess. En líst vel á framtíðarplönin þín, sennilega er það fyrra nokkuð sem allir ættu að gera á árinu. Í sambandi við Selfossið þá myndi ég ráðleggja þér að fara þegar fer að vora vel.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 19:08

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ragga mín, ég skal taka á móti þér við brúnna, fæ Hrönn í lið með mér. Svo eyðum við deginum saman og skoðum góða og skemmtilega staði hér í bæ.  Láttu bara vita hvenær þú kemur, ég er alltaf til í móttöku. Því fyrr því betra.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 19:17

15 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Margrét hefur alltaf borið hag fanga fyrir brjósti. Það er gott að hún er komin þangað

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.1.2008 kl. 19:25

16 identicon

Ég vona að Margrét geri ekki það sama og þegar ég talaði við hana um Byrgisfólkið og það mál.Ekki heyrt stunu eða hóst(bölv,konan bölvar allt of mikið)í eitt ár.Eitt eða tvö símtöl,bölv og ragn svo ÞÖGN.Þú ert bara yndisleg.Það verður allt betra með hækkandi sól og eftir því sem tíminn líður gullið mitt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 19:44

17 Smámynd: Ragnheiður

Anna! Handbolti Æ LOV IT !!!!!!!!

Þessi janúar verður þá amk í lagi íþróttalega séð...ég er alveg galin handboltakelling....Steinar hlær alltaf öll mót. Hann er ekki að hlæja að handboltaköppunum, hann er að hlæja að mér.

Konan sem aldrei bregður skapi verður alveg snar á handboltaleik.....skammar dómarann og mótliðið linnulaust og verður hin versta hehe

Ragnheiður , 11.1.2008 kl. 20:00

18 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, ég trúi því að hún eigi eftir að standa sig þarna fyrir austan. Endilega að skella sér á Selfoss, krúttlegur bær bara. Knús frá mér

Bjarndís Helena Mitchell, 11.1.2008 kl. 20:06

19 identicon

Selfoss er yndislegur bær, það veit ég svo vel ...

Maddý (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:10

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta líst mér á.      Börnin mín vilja helst ekki að fólk komi í heimsókn á meðan handboltinn er ....... þau skammast sín fyrir eitthvað, ég veit ekki alveg hvað. 

Anna Einarsdóttir, 11.1.2008 kl. 20:11

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef tröllatrú á Margréti, flott að fá hana í málin.

Þú tekur þetta eitt skref í einu Ragga mín.

Hvað segirðu, eiga konur að fara að spara hmprf..

Love u

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.1.2008 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband