Miðvikudagur, 9. janúar 2008
Komin heim
og er nokkuð góð bara.
Himmi hefur mikið verið í huganum. Hann var duglegur að kíkja til mín í vinnunna og í kvöld þegar einkabíll stoppaði fyrir utan gluggann eins og verið væri að gá hver væri á vakt þá var það ósköp Himmalegt. Þá saknaði ég Himmans.
Horfði á viðtal við smyglara í sjónvarpi og fannst afleitt að hann hugsaði aldrei til þeirra sem hefðu keypt dópið og óþverrann sem hann ætlaði að koma með inn í landið. Bara eintómir eiginhagsmunir eins og þjóðfélagið er reyndar orðið gegnsýrt af.
Las mér til skemmtunar eitt kvöldið brot af sögu Amish fólksins í Bandaríkjunum. Þar er mannkærleikur,hjálpsemi, trú og kirkjurækni í forgrunninum á þeirra samfélagi. Virkaði á mig sem friðsælt og notalegt líf, án nokkurrar truflunar frá brjáluðum heimi. Þau voru að vísu alvarlega trufluð þegar óður maður réðist inn í skóla þeirra og skaut marga nemendur og svo sjálfan sig. Í kærleika umvöfðu fjölskyldur barnanna fjölskyldu skotmannsins, konu hans og börn. Merkilegt fólk.
Steinar er að setja upp reykskynjara. Þeir höfðu allir verið teknir burt af seljanda. Þetta hefur verið á dagskrá síðan við fluttum inn en framkvæmdirnar eru bara á hraða snigilsins hérna stundum. Nú er þetta komið í lag. Það er gott.
Ég sef og sef þessa dagana öfugt við svefnleysið sem hrjáði mig. Það er eiginlega ekki betra. Ég hef ekki neina orku og rétt kemst bara í vinnuna...svo sigli ég bara í bælið og steinsef þar.
Nýja sængin er spes, afar létt. Hún er úr rúmfó. Þar er náttlega brjáluð útsala eins og alls staðar annarsstaðar. Mig vantar samt eiginlega ekki neitt meira og mun ekki kíkja á neinar útsölur frekar.
Æj ég er hálfþreytt og dösuð....tala við ykkur á morgun.
Athugasemdir
Nýja sængin, alveg rétt, gott að hún er svona góð. Lofið þreyttum að sofa stendur einhvers staðar þú ert þreytt. Kær kveðja á nesið.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 01:04
Láttu eftir þér að sofa, þú þarfnast þess örugglega eftir þessa erfiðu tíma og miklar andvökur..... á sjálf svona sæng úr rúmfó, elska að vefja henni um mig...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.1.2008 kl. 01:40
Svífðu inn í svefninn umvafin léttri og hlýrri sæng, mín kæra. Svefninn læknar og er nauðsynlegur. Njóttu þess bara að sofa, því þú þarft sennilega á því að halda. Batteríin ná þá aðeins að hlaða sig. Klús í nóttina og takk fyrir innlitið
Bjarndís Helena Mitchell, 9.1.2008 kl. 01:42
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.1.2008 kl. 08:34
Bara að láta vita af mér hef verið frekar löt á blogginu upp á síðkastið,
Með þetta viðtal sem þú talar um er ég alveg sammála þér en það sem mér finnst standa upp úr er að þetta efni fór ekki á götuna.
Kveðja til ykkar.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.1.2008 kl. 09:57
Vildi ekki horfa á þetta viðtal, sumir höfða bara ekki til mín.
Gott að þú sefur Ragga mín, þarft á því að halda og svo er voða notalegt að gera svefnherbergið sitt að friðarstað fyrir ykkur Steina
og þá engla sem í kringum ykkur eru.
Ég hef lesið að þegar maður hugsar um einhvern, sem er handan glærunnar, þá sé hinn sami hjá manni.
Hjá Amisfólkinu er mikill kærleikur, en líka mikil siðvendni.
Þeir missa marga úr sínum hópi vegna þessa.
Best er að fara milliveg í öllu sem maður gerir, og kærleikurinn
er það sem stendur alltaf upp úr.
Kveðja.Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2008 kl. 10:37
Til hamingju með nýju sængina, njóttu þess að kúra undir henni. Mín sæng er svona líka létt og yndisleg.
Hvað varðar þetta burðardýr þá ætti hann nú bara að skammast sín. Ekki vorkenni ég honum, taka viðtal við svona aumingja sem velur að nota þessa leið til að eignast peninga eða borga sínar skuldir með er til skammar fyrir viðkomandi sjónvarpsstöð.
Knús og klús
kidda, 9.1.2008 kl. 10:45
Ég sá þetta viðtal líka og þetta stakk mig einmitt líka.
Sofðu Ragga mín eins og þú þarft - þetta tímabil líður líka hjá. Ætli þetta sé ekki uppsöfnuð þreyta að segja til sín.
Knús á þig kæra mín
Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 11:04
Gleymdi einu....
....hvað heitir þessi bók um Amish fólkið?
Hrönn Sigurðardóttir, 9.1.2008 kl. 11:04
Já hvað heitir bókin um Amish fólkið?
Er svona eins og þú þessa dagana, bara sef og sef, eins og ég hafi unnið eins og vitleysingur í mánuð eða svo án svefns. Svefn græðir.
Knús á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.1.2008 kl. 12:55
Sko það var ekki bók heldur gúgglaði ég þau og fékk upp greinar um þau. Það eru ekki margar myndir að vísu enda er þeim ekki sérlega vel við myndatökur -við Björn skiljum það mætavel
Ragnheiður , 9.1.2008 kl. 13:00
þú þarft hvíld vinan og þá er að njóta þess að sofa undir himneskri sæng
Guðrún Jóhannesdóttir, 9.1.2008 kl. 14:19
Amish fólkið er mjög merkilegt fólk.Þar er kærleikurinn hafður að leiðarljósi.Sofðu vel´með nýju sængina.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.